þriðjudagur, apríl 14, 2009

Menn sem hata konur


Já þetta voru góðir Páskar. Hefði viljað fara eitthvað á skíði, en er með bilað hné í augnablikinu og sleppti því í þetta sinn, borgar sig ekki að ögra sér um of sko...
En í staðin náði ég að slappa ótrúlega vel af og hreinlega datt í eina bók, sem heitir "Menn sem hata konur", keypti hana fyrir 2ur árum á Kastrup flugvelli á dönsku, vissi ekki að ég væri að kaupa eina mest umtöluðu sakamálasögu á Norðurlöndum síðustu árin.
Höfundurinn var Stieg Larsson og var sænskur, fæddur árið 1954 og lést árið 2004 úr hjartaáfalli. Kaldhæðni örlaganna olli því að fyrsta bókin í seríunni kom ekki út fyrr en árið 2005 svo hann náði aldrei að upplifa gríðarlegar vinsældir bókanna, sem urðu alls 3.
Allavega er þó nokkuð síðan ég byrjaði á bókinni, og gekk þetta nú frekar hægt svona framan af, en svo bara kom það, ég gat ekki lagt hana frá mér, stóð yfir pottunum á Páskadag að hræra í sósunni með pískinn í annarri hendinni og bókina í hinni. Þetta er ein besta sakamálasaga sem ég hef lesið og ótrúleg persónusköpun sem á sér stað í bókinni og flækjurnar mjög snilldarlega útfærðar. Ég gat ekki hætt fyrr en ég kláraði bókina en um leið og hún kláraðist var ég líka soldið svekkt yfir því að henni væri lokið hehehe... ætla sem allra fyrst að útvega mér bók númer 2 og 3.
Ég semsagt mæli með þessari bók við hvern sem er og bið ykkur um að láta ekki hugfallast þó bókin sé hátt í 600 blaðsíður.

Engin ummæli: