fimmtudagur, maí 31, 2007

Hvað er ég að kvarta?

Já, þvílíkt svartsýnisblogg var þetta hjá mér í gær. Dagurinn í dag er miklu betri enda svaf ég vel í nótt. Á mbl.is sé ég að hún er dáin hún Ásta Lovísa, sem var ung kona og með 3 ung börn, ekki nóg með það heldur dóu bæði mamma hennar og systir úr arfgengri heilablæðingu. Ég þekkti hana ekki neitt eða neitt til hennar en man að það var talað við hana í Kastljósinu einhvern tíman í vetur og það birtist örugglega viðtal við hana í einhverju blaðinu, en allavega yfir hverju er ég að kvarta.

Maður ætti nú að skammast sín að vera svona sjálfhverfur þegar fullt af fólki er þarna úti að berjast við ýmislegt, bæði sjúkdóma og fleira.

Ætti maður ekki að taka síðustu "bloggorð" Ástu Lovísu og gera þau að mottói:

"Knús á ykkur og prufið að byrja daginn á því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og opna fyrir hjartað... Er það DÍLL ???"

Það er ekkert að mér, ég á bara frábært líf, með frábæra fjölskyldu og börn og framtíðin blasir við mér. Maður þarf bara að læra að meta það sem maður hefur.

Takk fyrir mig!

Engin ummæli: