miðvikudagur, maí 09, 2007

Stjórnmál

Já, það eru að koma kosningar. Ég er mikill stuðningsmaður ákveðins flokks og trúi því að hann sé það besta fyrir þjóðfélagið og budduna mína. En þannig er það bara maður fær alls konar athugasemdir og skot á sig og þarf sífellt að verja sinn málstað.

En það er svo sem í lagi. Ég er pínu hrædd við það að ef vinstri menn komist í stjórn aö þá hækki skattarnir aftur, hátekjuskattur verði settur á og eignaskattur. Þetta er kannski ekki svo hræðilegt ef tekju- og eignarmörkin sem miðað var við þegar þetta var við lýði væru ekki svona fáránlega lág!!

Svo kemur alltaf upp hjá manni að það sé kannski best fyrir þjóðfélagið að fá vinstri stjórnir annað slagið svona til að spreða soldið og koma hlutunum í gang þó þeir reikni málið sjaldan til enda og geti sjaldnast ráðið við að fjármagna allt dótið nema með lánum en þá er kominn tími til að skipta og fá hægri menn til að redda peningamálunum.

jæja svona er víst lífið

Engin ummæli: