miðvikudagur, maí 02, 2007

Tík

Eins og fram hefur komið hefur heimilisfólkinu fjölgað hér um einn, þ.e. um tíkina. Ekki veit ég af hverju þetta orð tík hefur fengið svona niðrandi merkingu, það stafar örugglega af áhrifum úr ensku þ.e. (bitch), en ljúfari dýr er varla hægt að finna. Mér finnst þetta eiginlega vera leiðinlegt orð og nota það aldrei eða allavega mjög sjaldan, enda er ég nú kannski þannig manneskja að ég tala yfirleitt ekki mjög illa um fólk.
Málið er að tíkur eru mjög heimakærar og yfirleitt mjög ljúfar við börn og þá sem þær greina sem minni máttar. Svo héðan í frá mun ég ekki leggja mér orðið tík í munn í niðrandi merkingu.

Engin ummæli: