þriðjudagur, maí 29, 2007

undirgefin - yfirgefin

Ég var að hlusta á FM957 í morgun á leiðinni í vinnuna. Þar er nú oft mikið um karlhormóna og í þeim þætti virðast karlmenn ekki kunna á börn, uppvask, þvott, ryksugu, klósettbursta og svo mætti lengi telja. Þeir eiga bara að vera skaffarar og finnst eiginlega sjálfsagt að konan sjái bara um að reka heimilið alveg óháð því hvort þær vinna úti eða ekki!! Allavega var eitt sem vakti athygli mína í morgun og er kannski eitthvað sem maður þarf að taka til sín.

Það hringdi inn maður og hann sagði:

"Annað hvort ertu undirgefin eða yfirgefin."

Það er kannski málið ég hef ekki verið nógu undirgefin......

See ya!

Engin ummæli: