föstudagur, maí 11, 2007

"Júróvision"

Eru ekki allir að blogga um "júróvision" í dag. Ég horfði á keppnina og lækkaði reglulega í græjunum því að sum lögin voru frekar erfið áhlustunar. En þetta var bara gaman, fékk mat frá Ávaxtabílnum (heimilisbílnum) skemmtilegt framtak það. Kíkið á avaxtabillinn.is. Svo var horft og Eiki var bara flottur og atriðið hreinlega var að springa úr "karlmennsku", engir hommar þar á ferð. En auðvitað fór þetta svo eins og mann grunaði, þetta er auðvitað bara klíka. Mér fannst til dæmis hollenska atriðið og söngurinn flottur og hefði verið sátt við að það lag færi áfram þó að Eiki rauði hefði orðið eftir heima en þannig fór um sjóferð þá. Ég hugsa samt að maður kíki á þetta á laugardaginn, verst að ég verð sennilega ein og barnlaus það kvöldið að horfa á "júróvision" nema einhver bjóði mér í mat. Svo er kosningarnar í framhaldinu, þær eru eiginlega miklu meira spennandi og ég fer pottþétt á kosningavöku hér í bænum.

Jæja allir svo kjósa rétt á morgun.

Engin ummæli: