mánudagur, maí 14, 2007

Að vera eða vera ekki...

í sambandi.

Mér var kurteislega bent á það að ég og "fyrrverandi" værum í sambandi þó við værum eiginlega ekki í sambandi.

Hvað á hún eiginlega við, jú henni finnst, eins og ég veit svo sem alltof vel, að við séum í miklu meira sambandi heldur en er okkur hollt. Við erum nú einu sinni skilin eða þannig.

Við finnum okkur milljón ástæður bæði tvö til að hringa í hvort annað með því yfirskini að við séum að ræða börnin og svo kemur eitthvað allt annað, svona bara til að heyra hvort í öðru.

Reyndar er þetta ekkert sniðugt og við vitum það, um leið og það þarf að ræða eitthvað viðkvæmt þolum við ekki neitt og húmorinn fýkur út um gluggann og við verðum pirruð á hvort öðru.

Ég skil þetta bara ekki. Við getum ekki slitið okkur frá hvort öðru, hvernig á maður eiginlega að geta haldið lífinu áfram og hugsanlega geta stofnað til nýs sambands þegar þetta gamla er svona mikið í gangi enn. Við erum hvorugt tilbúin að byrja saman aftur held ég. Ég held að ég sé tilbúin þar sem mér hefur aldrei fundist þessu vera lokið en hann er ekki tilbúinn og það þýðir þá að hann elskar mig bara ekki nógu mikið, ég verð þá bara að kyngja því, en þá er svo vont að tala svona mikið saman.

Æji mér líður eitthvað svo skringilega þessa dagana. Ég er eitthvað svo þreytt og stressuð. Þetta er búið að taka svo mikið á og taka svo langan tíma, ég hlýt að kikna undan þessu einn daginn.

Engin ummæli: