föstudagur, febrúar 15, 2008

Dabbi kóngur!



Hef pælt soldið í því, þegar Davíð var forsætisráðherra var alltaf verið að vitna í hann og hann lét óspart í sér heyra ef hann var óánægður með Seðlabankann eða aðra og gaf eiginlega bara skít í það sem hinir voru að gera til að reyna að halda verðbólgu og öðru slíku í horfinu. Þá biðu allir með öndina i hálsinum yfir því hvað hann myndi gera, en hann gerði nú yfirleitt bara það sem honum sýndist.
Nú er hann orðinn Seðlabankastjóri sjálfur og enn bíða allir með öndina í hálsinum yfir því hvað hann gerir, og nú virðist allt velta á því hvaða stýrivexti hann ákveður. Ég man ekki eftir að hinir Seðlabankastjórarnir hafi fengið þessa athygli þegar þeir voru að tilkynna stýrivexti í stjórnartíð Davíðs. Enda gerir Davíð bara enn það sem honum sýnist.

Skiptir ekki máli hvar hann er, hann virðist stjórna öllu samt!

Engin ummæli: