fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Kvenmannsveski!

Ég, í viðleitni minni til að vera meiri dama, fékk mér svona konutuðru í sumar. Þetta er svört leðurtaska með fullt af hólfum og tvö svona stærri.

Svo er það þannig að það fer eitthvað ofan í hana og ég finn aldrei neitt þar. Ég skoðaði hana í gær og hvað haldiði að ég hafi fundið?

Eina hanska, eina vettlinga, úlnliðshlífar, Sódavatnsflösku (óátekin), aukalykil af húsinu mínu, trefil, Dagbókaráfyllingu í "skipuleggjarann" minn, gamlan bíómiða, reikning frá tannlækninum, dömubindi, varasalva, spreybrúsa til að hreinsa gleraugun, fjóra penna, sárakrem, gömul útprentun af tölvupósti, ipod, hlíf utan um ipod (auðvitað allt annars staðar í veskinu), kassi utan af rakakremi í andlit (ætlaði að biðja tengdó að kaupa eins), varalit, varalitablýant, síma, veski og húslykla.

Mér líður soldið eins og þetta sé tuðran hennar Hermione úr Harry Potter!!

Engin ummæli: