sunnudagur, febrúar 24, 2008

Gull í grjótinu!

Ég fer nú ekki mikið "í bæinn" eða út á djammið eins og það er líka kallað. Fór um síðustu helgi og hafði þá bara ekki farið síðan í byrjun desember. Þessi ferð mín var nú reyndar ágæt og komst ég að því að MOJO-ið er alveg í lagi ennþá;-).

Þarna er öll flóran af fólki og mér hefur ekki þótt það vænlegt til árangurs að hitta einhverja menn í bænum og þótt það frekar svona óspennandi leið og þykir reyndar enn. Þetta er spurning um að hitta einhvern, vita ekki á honum nein deili, hægt er að komast að ýmsu ef maður gefur sér góðan tíma til að ræða málin, en það er líka auðvelt að ljúga til um bakgrunn sinn ef maður vill. Þarna er fullt af fólki sem fer helgi eftir helgi út á lífið og fullt af frekar óspennandi pappírum. Ég er nú svoddan verkfræðingur að ég þarf að hafa "background" tékkið í lagi áður en ég aðhefst nokkuð.

En ég er sannfærð um að þarna er hægt að finna þessa fínu gullmola innan um grjótið, t.d. ég sjálf, ef einhver nær nú í mig útá lífinu þá hefur hann náð í gullmola. ;-)) Það er bara spurning hvort hann áttar sig á því! hehehe...

Engin ummæli: