föstudagur, febrúar 22, 2008

Flugdrekahlauparinn!



Bókin um flugdrekahlauparann er ein af þeim bókum sem ég á uppí hillu en hef ekki gefið mér tíma til að lesa, þarf að drífa í því. Ég fór á bíó í gærkveldi á forsýningu á Flugdrekahlauparanum. Mér fannst myndin svakalega góð, en oft finnst mér þegar gerðar eru bíómyndir eftir bókum að þær bæti litlu sem engu við bækurnar og oft ná þær ekki þeim hughrifum sem bækur geta gert.
Vinkona mín fór með mér og hún sagði að bókin hefði heltekið sig og lýsingarnar í henni hefðu verið mjög svo ógeðslegar og þar hefði líka betur verið gert grein fyrir því hvernig aðalpersónunni leið innra með sér í gegn um allt ferlið.
Myndin náði þessu svo sem ágætlega en samt ekki, maður gat ekki lesið í huga hans þar en það er hægt í bókum.

Þannig nú er að drífa sig að lesa bókin og fara svo í bíó eða öfugt!

Engin ummæli: