miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Mér finnst Hillary og Obama flott par, þau ættu að fara saman í framboð, þ.e. hún sem forseti, hann sem varaforseti, ja eða öfugt þó ég hallist nú frekar að hinu. Þau gætu breytt ímynd heimsins á Bandaríkjunum.

Þetta yrðu algjör tímamót, ég held að aldrei fyrr hafi verið kona eða blökkumaður forseti eða varaforseti í Bandaríkjunum.

Það versta er að ég held að Bandaríkjamenn séu ekki tilbúnir í svo róttækar breytingar, þeir eru nú þeir allra afturhaldssömu þannig að repúblikanar eiga örugglega eftir að vinna þetta þrátt fyrir Bush.

Þeir eru líka með föðurlegan eldri mann sem forsetaefni, sem hefur nú verið vænlegt til sigurs hingað til.

Engin ummæli: