miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Valentínusardagurinn á morgun.



Ég hef svo sem aldrei verið neitt uppveðruð af Valentínusardeginum, hefur fundist Konudagurinn skemmtilegri en sá þetta á einhverjum vefnum, ágætis ráð fyrir okkur hin.

"1. Vorkenndu sjálfri þér, en bara mátulega. Notaðu hámark korter í sjálfsmeðaumkvun, og snúðu þér svo að einhverju skemmtilegu.
2. Horfðu á kvikmyndina ”Love Actually”. Hún fjallar nefnilega um allar tegundir af ást.
3. Farðu út úr bænum og í góðan göngutúr í náttúrunni. Þá skella minna á þér auglýsingar um ást, blóm, súkkulaði og skartgripi.
4. Ef þig langar í sálufélaga taktu þá fyrsta skrefið. Svaraðu gömlum tölvupóstum sem þú fékkst þegar þú skráðir þig á date-vefinn forðum.
5. Bjóddu einhverjum út. Það þýðir ekkert að hanga heima í fýlu. Fáðu góðan einhleypan vin/vinkonu með þér út að borða.
6. Gældu extra við gæludýrið. Ef þú átt ekki gæludýr geturðu keypt þér mjúkan bangsa til að kúra hjá undir teppi.
7. Borðaðu dökkt súkkulaði. Það er ekkert fitandi að ráði og kemur þér í gott skap.
8. Mundu að veröldin er EKKI full af hamingjusömum pörum. Hugsaðu um þá sem eru einhleypir og njóta lífsins í botn.
9. Vertu fegin að Valentínusar-vesenið stendur ekki nema einn dag, einu sinni á ári. Það gæti verið verra."

Hafið góðan dag!

Engin ummæli: