mánudagur, janúar 28, 2008

Facebook

Mér var sagt frá þessu fyrirbæri sem facebook er á samkomu um daginn. Ég hafði aldrei heyrt á þetta minnst, en þær voru þarna tvær sem lofuðu þetta í hástert. OK, ég prófaði, skráði mig inn og skoðaði þetta aðeins. Fann enga af mínum nánustu vinum í þessu en bauð annarri þeirra sem hafði sagt mér frá þessu að vera vinur minn. OK, hún gerir það svo skoðaði ég þetta betur og sé að það eru ótrúlegustu hlutir sem fólk er að setja þarna inn, maður gæti sko eytt heilu kvöldunum í að prófa þetta allt saman. Ég er reyndar búin að ákveða að ég ætli nú ekki að gera það, en er enn með reikninginn opinn.

Svo var það fyndna að gamall vinur minn frá Ástralíu sem ég kynntist þegar við vorum skiptinemar á Spáni fyrir næstum 25 árum síðan dúkkar upp hjá mér. Þannig að þrátt fyrir allt þá var þetta nú þess virði. Ætla að halda reikningnum opnum enn um sinn en sjá svo til.

Mér finnst fólk nota þetta soldið eins og markaðstorg fyrir einhleypa. Veit ekki alveg hvort ég er að fíla það. Kannski þetta sé leiðin til að finna þennan eina rétta!!

Veit ekki.

Engin ummæli: