föstudagur, janúar 04, 2008

Jafnrétti í hnotskurn!

Það er svo algengt þegar fólk skilur að karlmaðurinn sé fljótur í nýtt samband, það er eins og þeir geti ekki verið einir. Einnig er mikil pressa frá fjölskyldu og vinum með það að fara nú að finna sér nýja konu, nægar séu þær nú á markaðnum.

Aftur á móti finnst mér eins og fólk segi við mig, hvað liggur nokkuð á taktu því nú bara rólega jafnaðu þig almennilega og það er fullt af konum sem finna sér ekkert nýjan maka fyrr en börnin eru flutt að heiman bla bla bla...

Skrýtið, amma mín var ekkja í 56 ár og var ekki við karlmann kennd eftir að afi minn dó, þá var hún einungis 37 ára gömul, reyndar með 2 ung börn. En það var ekkert eðlilegra af því að hún hafði góða að þá "þurfti" hún ekkert að fá sér nýjan mann og þar með var það bara óþarfi.

Ég "þarf" ekkert nýjan mann, ég get alveg séð um mig sjálf, en mér finnst strákar bara svo skemmtilegir að ég vill endilega hafa þá með.

Engin ummæli: