miðvikudagur, janúar 23, 2008

Ofur skipulag!!

Hér í vinnunni erum við með svokallað viðverukerfi þar sem við skráum okkur inn og út af skrifstofunni þannig að allir vita hverjir eru inni og hverjir ekki.

Á mánudaginn, fékk ég mígrenikast sem gerist nú ekki oft kannski 1-2 á ári og þurfti að fara heim úr vinnu um 3 leytið þar sem eina lækningin við þessu er að fá að sofna þó ekki sé nema hálftíma eða svo og ekki er nein aðstaða hér í vinnunni til að leggja sig ;-). Jæja ég fór heim og lagði mig og var orðin þokkaleg um kvöldmat. En í "viðveruna" hafði ég skrifað:

"Farin heim, hausinn sprunginn"

Í gær þriðjudag var svo kistulagning og jarðaför afa míns og hafði ég ætlað að mæta í vinnuna frá ca 8-11 en svo vaknaði ég í gærmorgun og var enn hálfslöpp og vissi að það væri erfiður dagur framundan þannig ég hringdi niður í vinnu og sagðist vera heima og færi svo í jarðaför. Ritarinn skrifaði þá í viðveruna:

"Er heima slöpp, jarðaför eftir hádegi"

Kvidindinum hérna í vinnunni fannst þetta nú fulllangt gegnið að ég væri nú bara búin að skipuleggja eigin jarðaför og það án þess að láta þá vita þannig að þeir gætu nú lokað stofunni og mætt!!

Engin ummæli: