mánudagur, janúar 14, 2008

Hús!

Heyrði í fréttum áðan að húsafriðunarnefnd hefði ákveðið að friða húsin á Laugavegi 4-6 ég skil nú ekki alveg. Mér finnst þessi hús bara ekkert falleg, ég get ekki séð af hverju ekki má rífa þessi hús. Þið megið ekki misskilja mig, mér finnst full ástæða til að friða hús sem hafa einhverja sögu eða eru falleg og merkileg á einhvern hátt, en þetta má nú ekki yfir allt ganga, halda uppá einhverja kofa. Mér finnst líka miklu meira virði að friða götumyndir, þ.e. hafa einhvera stefnu í þessum málum þ.e. friða heilu hverfin eða reyna að hafa einhvert samhengi í þessu. Auðvitað eru mörg merkileg hús á laugarveginum en er þá ekki bara ástæða til að friða alla götuna og halda þessari merkilegu götu óbreyttri. Þarna úir og grúir af alls konar húsum og ef maður labbar laugaveginn þá er mjög gaman að skoða þessi hús hvert ofan í annað. En allavega finnst mér ekki ástæða til að friða þessi hús til að flytja þau burtu, nær væri að friða þau þar sem þau eru.

Engin ummæli: