miðvikudagur, júní 18, 2008

"Birna Bjarnadóttir"

Jæja, það gekk annar ísbjörn á land á Skaga, þannig að það er spurning hvort þurfi ekki að fljúga yfir Strandirnar og Hornstrandirnar til að leita að ísbjörnum áður en öllu "brjálaða" göngufólkinu verður hleypt þangað.

En mér fannst soldið gaman að öllu "leikritinu" sem sett var upp til að sýna heiminum að það búi ekki bara villimenn hérna og svo hafði drápið á fyrra dýrinu slæm áhrif á framboð okkar til Öryggisráðsins, það má nú ekki gerast. Jæja vonandi höfum við nú getað bjargað andlitinu í bili.

"Bjarnarknús"

Engin ummæli: