mánudagur, júní 30, 2008

Fimmvörðuháls

Jæja góðir hálsar þá er maður búinn að fara yfir Fimmvörðuháls. Gelgjan og ég fórum með skátahópnum "okkar" í fjölskylduferð yfir Fimmvörðuháls. Þetta er nú ein lengsta 22 km. og erfiðasta dagleið sem hægt er að fara skilst manni, en við stelpurnar kláruðum þetta. Veðrið var yndislegt, sólarlaust, hlýtt og logn, efst uppi var nokkuð rok og voru þá jakkarnir dregnir fram, þegar komið var yfir hálsinn tekur við alveg dásamlegt útsýni og fjallasýn. Ekki var þokunni fyrir að fara þannig að þetta var bara meiriháttar. Mér skilst að það sé ekki oft sem maður er svona heppinn með veður þarna á hálsinum. Þegar komið var níður og í skálann, en ið gistum í skálanum í Básum tók á móti okkur grillað lambalæri sem snillinn hann Gunni hafði grillað, bakaðar kartöflur, salat og sósa, alveg æðislegt. Takk Gunni. Í gær fórum við svo í léttan göngutúr yfir Krossánna, þaðan í Langadal og röltum svo yfir í Húsadal þaðan sem við tókum svo rútuna heim.

Þórsmörkin er alltaf dásamleg og rómantísk, ég hef ekki verið þarna öðru vísi en í góðu veðri, þarna kyntist ég líka ástinni minni fyrir réttu 21 ári síðan, en ekki var nú rómantíkinni svo sem fyrir að fara í þessari ferð, því miður. Verð að drífa mig sem fyrst þarna aftur.

Engin ummæli: