mánudagur, júní 23, 2008

"Karlmannsverk" og "kvennmannsverk"!!

Við könnumst öll við þessa "klassíska" skiptingu á "karla-" og "kvennastörfum". Þegar maður lendir í því að vera einn neyðist maður til að gera ýmsa hluti sem áður flokkuðust undir "karlastörf" og sum að þessum "kvennastörfum" hafa aftur á móti verið látin sitja á hakanum. Ég er t.d. ekki nærri eins dugleg að elda góðan mat eins og ég var áður, það stafar sennilega af því að krakkarnir vilja ekkert svona framandi eða öðruvísi og ekki nennir maður að gera einhverjar tilraunir bara til að fá einhvern svip frá þeim. Auk þess er ég komin með konu sem kemur á tveggja vikna fresti og þrífur hjá mér, alveg frábært.
Aftur á móti geri ég orðið ýmsa hluti sem kallinn var vanur að gera áður, ég sagði reyndar um daginn að sumt af þessu hefði ég aldrei "fengið" að gera því ég myndi ekki gera þetta eins vel eða á sama hátt og kallinn. Ég er t.d. búin að bóna bílinn minn nokkrum sinnum, einnig tók ég mig til núna um helgina og bar á sólpallinn hjá mér, en ég er með uþb. 30 fm. stóran pall og það er skjólveggur allan hringinn. Ég bar á gólfið á sólpallinum á laugardag og aðra umferð í gær, auk þess sem ég bar á allt ytra byrði skjólveggsins.

Engin ummæli: