fimmtudagur, júní 12, 2008

Fréttir dagsins!


Það eru tvær fréttir sem ég þarf endilega að tjá mig um í dag. Önnur er gleðileg, en það er fréttin um George Clooney sem ekki vildi að kærastan færi í brjóstastækkun og hætti bara með henni fyrir bragðið. Bæði er hún gleðileg á þann hátt að nú er hann Clooney á lausu og svo vill hann original brjóst sem er bara jákvætt. Hvort svo sem er eitthvað til í þessari frétt eða ekki ætla ég ekki að tjá mig um.

Hin fréttin er hmmm... hvað skal ég segja:

Kynþokkafullar konur fá minna í launaumslagið


Ný bandarísk rannsókn sýnir að konur sem klæða sig djarflega í stutt pils og fleygna kjóla og daðra mikið á vinnustaðnum fá minni laun en þær konur sem láta slíkt vera.
Þrír prófessorar við háskólann í Tulane stóðu að rannsókn þessari. Þeir spurðu 164 konur á frambraut spurninga á borð við hvort viðkomandi gengi um í styttri pilsum en gengur og gerist og hvort viðkomandi daðraði við vinnufélaga sína.
Í ljós kom að þær konur sem reyndu að vera sem kynþokkafyllstar á vinnustað, í klæðaburði og fasi, höfðu aðeins fengið tvær stöðuhækkanir að meðaltali. Konurnar sem létu þetta alveg vera höfðu hinsvegar fengið þrjár stöðuhækkanir að meðaltali.
Og hvað launin varðar, munaði nærri 2 milljónum króna á árslaunum þessara hópa, þeim kynþokkafullu í óhag.


Sko þessa frétt er hægt að skilja á tvo vegu, annars vegar gleðilega þannig að daður og gærulegur klæðnaður sé ekki til framdráttar þegar kemur að vinnu eða hins vegar að konur með há laun séu alls ekki kynþokkafullar........

p.s. varð bara að hafa mynd af honum Clooney sem titil fyrir bloggið.

Engin ummæli: