sunnudagur, júní 08, 2008

Leikhúsið-Dauðasyndir



Fór í leikhúsið á föstudag sá "Dauðasyndirnar". Mikið var þetta skemmtileg sýning og get ég svo sannarlega mælt með henni. Það var gaman að koma inn í salinn og fá höfðinglegar móttökur, ekki skemmdi fyrir að einn af leikurunum er góð vinkona mín og fékk ég knús og allt þegar ég kom. Alveg frábært. Það var ótrúlegt að sjá hvernig þetta er sett upp, ekki er nú verið að hafa leikmyndina flókna, fólst aðallega í hring af sandi sem var settur á gólfið. Alveg frábærlega útfært, svo rugluðust leikararnir og þá var bara gert grín að því hehehe....

En í framhaldi af sýningunni fór ég að spá í hverjar dauðasyndirnar væru og fann það á háskólavefnum að þær eru hroki, öfund, reiði, leti, ágirnd, ofát og losti. Ég veit það ekki, manni finnst þetta kannski ekkert voðalega alvarlegar syndir, allavega eru þær ekki eins alvarlegar og brjóta boðorðin 10 finnst mér. Ég held að flest okkar hafi fundið fyrir þessum tilfinningum einhvern tímann og ég held að allir Íslendingar stríði við ofát annað slagið. Þannig að ég held að ég sé nú ekki ein um það að vera örugglega á leið til helvítis eftir þetta annars ágæta jarðlíf hmmm.....

sjáumst þar....

Engin ummæli: