mánudagur, júní 09, 2008

Til hamingju Hanna Birna!


Loksins "fattaði" Villi þetta, hann átti auðvitað að vera löngu búinn að stíga niður en OK.

Ég hef alltaf haft góða trú á stelpunum í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins. Mér hefur reyndar fundist konurnar í Sjálfstæðisflokknum einhvern vegin hafa látið troða á sér. þetta eru frábærar konur og mjög sterkir persónuleikar, en um leið og þær komast á Alþingi þá er bara eins og þær séu orðnar "hlýðnar eiginkonur". Þær láta ekki heyrast hátt í sér og eru ávallt sammála "eiginmanninum", segja aldrei neitt sem brýtur í bága við skoðun Flokksins og fá aldrei að komast á toppinn, í mesta lagi í "varasætið", fá að vera "hægri höndin". Þetta hefur farið óendanlega í taugarnar á mér, en þetta hefur ekki loðað eins við Borgarstjórnina eða aðrar bæjarstjórnir, þar fá þær áfram að vera þær sjálfar og fá að segja sína skoðun.

Ég er allavega ánægð með Hönnu Birnu, fannst hún soldill fýlupoki, en síðasta árið hefur hún komið mjög sterk fram og eiginlega eina manneskjan í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna sem getur horft stolt í spegil á morgnana. Dettur helst í hug að hún hafi fengið sér "ímyndarhönnuð" til að aðstoða sig, þvílík er breytingin.

áfram stelpur

Engin ummæli: