þriðjudagur, júní 10, 2008

Fótbolti!


Ég sat í gær alveg límd við kassann og horfið á leik Hollands og Ítalíu í evrópukeppninni, mikið svakalega var þetta skemmtilegur leikur. Ég horfi annars ekki mikið á fótbolta og á ekkert uppáhaldslið í ensku (en það er nú líka til að halda heimilisfriðinn), en ég hef ávallt fylgst með svona stærri keppnum eins og EM og HM og hef horft á marga leiki þar.

Ég var reyndar búin að spá Spánverjum sigurinn í ár, en það er líka af því að manni finnst þeir eigi það skilið, alltaf verið væntingar til þeirra en þeir ekki staðið undir þeim. Ég ber líka ákveðnar taugar til Spánverja síðan ég bjó þar í eitt ár sem skiptinemi fyrir afskaplega mörgum árum.

En í gær hélt ég með Hollenginum, mér hefur alltaf fundist Ítalirnir spila frekar leiðinlegan bolta þó þeir hafi verið góðir á síðust HM keppni. Ég er eiginlega að vona að Holland vinni þetta í ár, mikið afskaplega spiluðu þeir skemmtilegan bolta. En Spánn spilar sinn fyrsta leik í dag og það verður gaman að sjá hvort þeir eigi roð í Hollendingana, allavega þegar kemur að mér sem áhangenda hehehe...

Áfram Spánn (í dag) en annars Holland!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þvílíkur leikur - hann var ekkert smá skemmtilegur maður sat alveg límdur allan leikinn - áfram Holland en ég spáði Rússum sigurinn til að vera aðeins öðruvísi en hinir heheh Hiddinks hollendingurinn þjálfari rússa kom á óvart með japani á síðasta HM... en það er óneitanlega komin röðin að spánverjum....:)