sunnudagur, júní 15, 2008

Húsdýragarðurinn


Fór í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn í dag með Skottið. Það var mjög gaman, mér finnst ofsalega góð hugmynd á bak við þetta og krökkunum finnst þetta mjög spennandi stórum sem smáum. Eina sem mér fannst er að sumir hlutar af garðinum eru orðnir gamlir og sjúskaðir. T.d. var ekki hægt að sjá í gegn um glerið fyrir skít þegar maður ætlaði að kíkja á minkana. Þannig að það mætti alveg taka suma hluta þarna í gegn. Þetta er alveg svaka skemmtilegt og flott svæði fyrir krakka á öllum aldri.

Við fengum okkur vöfflur og súkkulaði og hvoru tveggja var mjög gott, þannig að ég get eindregið mælt með sunnudegi í Laugardalnum. Fór í vikunni og fékk mér hádegismat á Café Flóra og maturinn þar var alveg yndislegur þannig að Laugardalurinn er "inn" hjá mér þessa dagana.

Engin ummæli: