þriðjudagur, júní 24, 2008

Pabbar!


Það er gott að eiga góðan pabba, það er engin spurning. Helstu slúðurfréttir dagsins fjalla einmitt um aðalslúðurdrottningarnar Amy Whinehouse og Britney Spears og hvernig pabbar þeirra standa við bakið á þeim.

Ok, en hvað varð um "pabba" okkar hann Geira harða, hann talar bara um það í útlöndum hvað sé gott hjá okkur að hafa krónuna, skapar sveigjanleika og frelsi, já sveigjanleika til að keyra okkur í kaf, frelsi til að setja allt á hausinn, sveigjanleika til að taka lán uppá 500 milljónir evra sem við verðum næstu 50 árin að borga af. Ég held að það sé betra að Seðlabanki Evrópu í Frankfurt hugsi ekkert um okkur heldur en að okkar eigin Seðlabanki sé að hugsa um okkur. Svei mér þá.

Heyrðu Geiri, þú átt að passa okkur, gefa okkur föðurlegar leiðbeiningar ekki veita okkur svo mikið frelsi að við förum okkur að voða!

over

Engin ummæli: