föstudagur, desember 11, 2009

Brennu-Njálssaga

Ég á son sem er í menntaskóla, honum finnst ekkert sérstaklega gaman að lesa og sérstaklega ekki skólabækurnar, það sem bjargar honum í sinni góðu skólagöngu er að hann á mjög auðvelt með að læra hluti sem hann heyrir og er ágætlega klár.  Allavega gengur honum mjög vel í skólanum þó ég sjái hann mjög sjaldan lesa skólabækur.  Í vikunni var próf í Brennu-Njálssögu og minn maður auðvitað ekkert búinn að lesa þá bók frekar en aðrar, en hann var nú ekki að baki dottinn og fór á bókasafnið og náði sér í teiknimyndasögur sem gefnar hafa verið út á undanförnum árum og segja sögur úr Brennu-Njálssögu, þær heita Blóðregn, Brennan, Hetjan og Vetrarvíg.  Ég kíkti nú í þessar bækur og svei mér þá ef ég þarf ekki að fara að lesa og rifja upp þessa stórmerku sögu.

fimmtudagur, desember 10, 2009

Áður en ég dey.

Jæja, þá er ég búin að lesa bækurnar um dauðann hmmm....  Bókin "Áður en ég dey" fjallar um 16 ára gamla stúlku sem er með krabbamein og veit að hún á aðeins örfáa mánuði eftir.  Hún er aðeins 16 ára og auðvitað full af uppreisn gagnvart foreldrum sínum og umhverfi, svona týpískur 16 ára unglingur auk þess sem hún þarf að bera þann þunga bagga að vera dauðvona. 
Það eru ýmsar uppákomur sem sagt er frá í bókinni og það sem er skemmtilegt er að stúlkan gerir lista yfir allt það sem hún vill gera áður en hún deyr og á þeim lista eru m.a. kynlíf, dóp, frægð, ást, segja já við öllu í heilan dag, fremja glæp osfrv.  Þessi bók er í senn átakanleg og skemmtileg, hún ýtir við manni, fær mann til að hugsa um hvað lífið er í raun dýrmætt og hve mikilvægt það er að njóta hvers augnabliks þess.    Hún kennir manni einnig sitthvað um ástina og það sem skiptir máli í lífinu.


fimmtudagur, nóvember 19, 2009

Veronika ákveður að deyja!!


Ég kláraði í strætó, á leiðinni heim, í dag alveg stórkostlega bók að mínu mati.  Bókin heitir "Veronika decides to die" og ég er búin að eiga hana uppí hillu í mörg ár, en einhvern veginn ekki verið í "stuði".  Höfundur bókarinnar er brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho sem meðal annars er höfundur bókanna "Alkemistinn" og "Ellefu mínútur", sem eru líka mjög góðar.
En bókin fjallar um hana Veroniku sem er ung, falleg, í góðri vinnu, hún á umhyggjusama fjölskyldu og hefur eiginleg allt sem ung kona getur óskað sér, en henni finnst lífið tilgangslaust og gerir tilraun til að fremja sjálfsmorð með að taka inn svefntöflur.  Tilraunin mistekst og hún vaknar á geðsjúkrahúsi þar sem henni er sagt að töflurnar hafi haft svo slæm áhrif á hjarta hennar að hún geti ekki reiknað með að lifa nema í mesta lagi viku í viðbót.  Hún er svo sem alveg sátt við það í upphafi, en smátt og smátt lærir hún að kunna að meta lífið.  Það sem mér fannst stórkostlegt í þessari bók eru pælingarnar um geðveiki, hver er geðveikur? og hver ekki? eru allir sem ekki eru alveg eins og hinir geðveikir?  Innan hælisins leyfist fólkinu að gera alls konar hluti og það getur alltaf afsakað þig með því að það sé nú geðveikt, einnig er þarna inni fólk sem er alveg heilbrigt en líkar svo vel við það að vera inni í vernduðu umhverfi hælisins þar sem það getur verið það sjálft einnig er þarna fólk sem er löngu orðið heilbrigt en er hrætt við að horfast í augu við harðan heiminn utan veggja hælisins ....  Já, en afhverju erum við ekki öll soldið "geðveik" í okkar daglega lifi? við þurfum ekkert að vera öll eins, við þurfum ekkert að vera öll eins eð með sömu skoðanir, í raun högum við okkur svolítið eftir óskrifuðum reglum og í takt hmmm....
Ég er bara að spá í að verða soldið geðveik í framtíðinni.......

sunnudagur, nóvember 15, 2009

Loftkastalinn sem var sprengdur!


Já ég var nefnilega að lesa bók, þriðju bókina í svokölluðum Millenium bókaflokki eftir Stig Larsson.  En ég las hana á dönsku og heitir hún þar "Luftkastellet der blev sprængt" ég hef ekki hugmynd um hvað hún kemur tilmeð að heita á íslensku.  En þessar bækur hafa algjörlega tekið mig með trompi og ég varð eiginlega hálfsár þegar ég kláraði síðustu bókina og óskaði þess eiginlega að ég ætti eftir að lesa þessar bækur hehehe...

Það sem ég hef áhyggjur af núna er að ég á bara tvær bækur eftir af þeim bókum sem ég kom með hingað út, og þær heita "Veronica decides to die" og "Áður en ég dey"... hmmm... mætti halda að dauðinn væri mér eitthvað ofarlega í huga, en svo er nú alls ekki bara soldið fyndið, því sérstaklega bókin um Veronicu er bók sem var mælt með við mig fyrir mörgum árum síðan og ég er búin að eiga hana uppí hillu þó nokkuð lengi en svona er þetta bara.....

laugardagur, nóvember 14, 2009

Myndarlegir Norðmenn

Það er eitt sem ég tek eftir hér í Noregi, en það eru karlmennirnir hmmm... Mikið afskaplega eru margir myndarlegir karlmenn hér;) Norðmenn leggja mikið uppúr hreyfingu og heilsu og það sést alveg, þeir eru kannski ekki mikið að elta einhverja tískustrauma en samt, þeir eru í sporttískunni og þeir klæðast merkjavöru þegar kemur að íþróttafatnaði. Já en strákarnir hérna eru alveg gullfallegir og ef ég væri tuttugu árum yngri yrði ég ásfangin á hverjum degi sko bara á leiðina í vinnuna. Karlmenn á miðjum aldri halda sér lika bara helv. vel finnst mér allavega þeir sem ég sé í sjónvarpinu og í séð og heyrt hehehe... en sama má svo sem segja í vinnunni alveg fullt af þeim. Ég ætla ekki að dæma um það hvort karlar séu eitthvað fallegri hér en heima, kannski er ég bara með augun betur opin hér og svo er maður alltaf að sjá nýja menn, heima hefur maður séð þessa menn svo oft áður að maður er kannski bara hættur að taka eftir þeim hehehe...

En stjórnmálamennirnir hérna eru einnig soldið sætir, allavega þeir tveir sem myndirnar eru af hér semsagt forsætisráðherrann hann Jens Stoltenberg og utanríkisráðherrann hann Jonas Gahr Störe. Allavega sætari en Steingrímur J. og Össur hehehe...

mánudagur, nóvember 09, 2009

Strætó!

Hérna heima á Íslandi er maður löngu hættur að nota strætó, en hér í Bergen er þetta eina farartækið sem ég hef aðgang að ;)
Venjulega fer ég á sama tíma í vinnuna á morgnana og tek sama strætó og þar má sjá ýmsa kynlega kvisti, eins og heima á Íslandi eru það aðallega unglingar og útlendingar sem nota strætó hér auk nokkurra svona "venjulegra" kvenna og karla sem líta á þetta sem sparnað í stað þess að fá sér bíl númer tvö.
En á þessum sama tíma og ég fara í strætó, eldri kona með hækju, stúlkan frá austurevrópu einhvers staðar sem alltaf talar í símann, á hverjum einasta morgni kemur hún hlaupandi í strætóskýlið með símann á eyranu, hún talar í símann á meðan hún bíður eftir strætó, talar í símann alla leið að umferðarmiðstöðinni þar sem við skiptum um vagn og svo fer hún úr strætó nokkru á undan mér og enn er hún í símanum talandi eitthvað óskiljanlegt tungumál.
Svo er þarna huggulegi ungi sköllótti maðurinn, maðurinn í frakkanum með stresstöskuna, ungi strákurinn í vinnugallanum og unga konan sem sennilega er kennari við Söreide skóla og miðaldra huggulega konan í fínu kápunni hehehe... já já, svo eru það krakkarnir sem eru á leið í skólann, held að þau séu á leið í einhvern menntaskóla, sem ég veit ekki alveg hvar er staðsettur.
Í morgun var ég þreytt, enda ekkert skrítið, gærdagurinn fór í flugferðir og bið, ég var ekki komin hér inn fyrr en seint og ákvað að sofa aðeins lengur og taka strætóinn aðeins seinna í vinnuna, jú jú það gekk eftir, þegar ég kom á umferðarmiðstöðina var nægur tími ja sem betur fer ef allt hefði verið eðlilegt því snillunum á umferðarmiðstöðinni hafði dottið í hug að rugla öllum staðsetningum og fólk var þarna hlaupandi á milli palla að leita að sínum vagni hehehe... en jú jú ég var á réttum palli en mig grunar að strætóbílstjórinn hafi ekki fundið þann rétta því enginn kom vagninn og við vorum nokkur sem biðum og biðum og biðum og biðum ooog biðum og .... já já það kom enginn vang fyrr en sá næsti átti að koma alveg hálftíma seinna púff.... jæja en svona er þetta sem betur fer lá mér ekkert á í vinnuna og gat unnið aðeins lengur til að vinna upp daginn hehehehe....

þriðjudagur, október 06, 2009

Vikustopp :)

Jæja, þá kom að því að maður fór í vikustopp heim til Íslands. Stundum er maður búinn að ímynda sér hlutina kannski öðru vísi en þeir raunverulega eru og það er enginn lygi að fjarlægðin geri fjöllin blá hehehe....
Nú kom ég heim seint á föstudagskvöldi ja eða eiginlega laugardagsnótt og enginn heima, stelpurnar báðar hjá pabba sínum og sonurinn á djamminu, þannig að það var aðeins hundurinn sem fagnaði mér heima... já og þvotturinn.... hehehe.... ekki nóg með það heldur er uppþvottavélin mín að klikka alvarlega, ég fékk nú mann um daginn sem ekki fann neitt að henni og greiddi ég honum rúmlega 13000 kall fyrir en hún er bara ekkert í lagi sko....
Svo kom laugardagur og hann var nú bara yndislegur, Skottan kom til mín bara fyrir klukkan 10 og knúsaði mömmu sína þvílíkt í rot hehehehe... gaman að því, svo kom nú Menntaskólastelpan og knúsaði mömmu sína líka og sama gerði nú sonurinn þegar hann vaknaði seint og um síðir hehehe....
Ég var auðvitað búin að ímynda mér stóran svona fjölskyldukvöldverð með góðum mat og einhverju spjalli, á laugardagskveldinu, en nei, nei, Menntskælingarnir mínir voru nú með önnur plön og jú við borðuðum saman en það var gert svona í einum grænum því einn átti að vera hér og annar þar ... já svona er þetta þegar börnin manns fara að lifa sjálfstæðu lífi... Já ef ég hefði nú ekki Skottuna mína þá ....

sunnudagur, september 27, 2009

Helgar í Bergen

Hér í Bergen hefur rignt næstum látlaust í rúma viku. Auðvitað er ég búin að fjárfesta í regnhlíf, enda þýðir ekkert annað, jafnvel þó að maður sé í góðum regnjakka þá nær maður einvhern veginn að verða blautur.
Vinnuvikan gekk bara nokkuð vel fyrir sig, bara leið ótrúlega hratt og nú eru bara 5 dagar þar til ég kem heim, ja eða 4 eftir því hvernig maður telur hehehe....

Fór í bíó á föstudag og sá myndina "Inglorious Basterds", þar sem hinn ofurkynþokkafulli Brad Pitt fer á kostum með Tenessee hreiminn, alveg stórkostlegur, sérstaklega þegar hann talaði ítölsku hehehe.... Það var búið að mæla mikið með þessari mynd við mig og var það algjörlega verðskuldað, en ég bjóst ekki við svona grófu ofbeldi en áttaði mig auðvitað um leið þegar ég sá að Quentin Tarantino væri leikstjórinn, enda hefur hann leikstýrt myndum eins og Kill Bill vol 1 og 2, Pulp Fiction og Reservoir Dog, sem eru nú ekkert sunnudagaskóla efni. En allavega skemmti ég mér stórvel á þessari mynd og get mælt með henni við hvern sem er sem þolir smá blóð og ógeðslegheit hehehe....

Gærdagurinn fór nú frekar í rólegheit, flæktist um á netinu, reyndi að vinna smá, verslaði og fór svo til frænku minnar í mat, dagurinn í dag var enn rólegri, ekki var hægt að flækjast á netinu vegna mjög svo óstabíls sambands hérna í húsinu, heyrði reyndar í stelpunum mínum á milli þess sem netið datt út, þreif svo íbúðina.. alla 37 fermetrana og las, er langt komin með bókina um stúlkuna sem lék sér að eldinum (á norsku auðvitað) auk þess sem ég veiti mér þann lúxus að kaupa hér tímaritið "Se og Hör" sem er auðvitað nauðsynlegt sjónvarpsdagskráinnar vegna og svo er auðvitað skylda að kaupa slík blöð til að komast inn í það hverjir skipta máli í norsku samfélagi hehehe... og vera auðvitað viðræðuhæfur í hádeginu hmmm.....

mánudagur, september 21, 2009

Hvenær ætla menn eiginlega að átta sig!!!!

Jáhá... Davíð Oddsson næsti ritstjóri Moggans.... dísus... ætlar þessi maður aldrei að átta sig á því að hans tími er löngu liðinn...
Reikna með að það verði mitt fyrsta verk að segja blessuðum Mogganum upp þegar ég kem heim næst.

Bókarýni - Myrká

Já, nú ætti maður að hafa tíma til að lesa... ekki satt? Allavega er búin að klára eina bók síðan ég kom hingað, en er líka auðvitað búin að lesa norsk dagblöð og hið norska "Se og Hör" maður er auðvitað ekki maður með mönnum nema fylgjast með slúðrinu og svo er þetta nú líka soldið praktískt ef mann langar eitthvað að horfa á sjónvarpið.

En bókin sem ég kláraði er bókin "Myrká" eftir Arnald. Yfirleitt finnst mér bækur eftir Arnald alveg ágætar og þessi olli mér engum vonbrigðum, frekar en fyrri bækur hans. Hann lýsir einhvern vegin svo vel hinum íslenska hverdagsleika og maður getur eiginlega sett sig í spor margra persónanna. Yfirleitt liggur einhver persónulegur harmleikur að baki morðunum í bókunum hans og var þessi svo sem engin undantekning. Það má kannski segja að bækurnar hans Arnaldar séu góðar en þær séu svolítið keimlíkar þannig, þó að aðdragandinn að morðunum og ástæða þeirra sé nú misjöfn. Ég myndi segja að þessi bók sé skyldulesning fyrir aðdáendur Arnaldar en ef þú ert ekki aðdáandi hans þá hafa sumar bækur hans verið mikið betri sko.

sunnudagur, september 20, 2009

Fjölskyldan og tíminn flygur

Svo hafa nú dagarnir liðið áfram í rólegheitum hér í Bergen, er búin að finna þessa fínu búð sem er hér rétt hjá og ég get verslað allt sem ég þarf. Á svo eftir að finna "ríkið" til að fylla uppí skarð líkjörspelans sem fór í ruslið í Osló hehehe.... en annars er ég bara fín.

Komst reyndar að því að skórnir sem ég nota venjulega og eru með svona tæplega 4 cm háum hæl ganga eiginlega ekki hér. Allar götur hér steinlagðar með gapi á milli og hælarnir festast þar og tætast upp auk þess sem erfitt getur verið að fóta sig í þeim í þessum mikla halla. hehehe... en allavega er ég búin að fjárfesta í fínum ECCO skóm með engum hæl.... En ég ætla ekki að diskútera verðlagið hérna, enda er það örugglega efni í heilan pistil, svona þegar maður færir þetta yfir á "ónýtar" íslenskar krónur á genginu 1:22 hmmm.....

Helginni hefur svo verið eytt í faðmi fjölskyldunnar sko... á föstudagskvöld kom nefnilega dóttir þessarar frænku minnar sem hér býr í heimsókn en hún býr í Osló og okkur var öllum boðið út að borða á föstudagskvöld, í gær fórum við frænkurnar þ.e. þessi sem býr í Osló og ég í góðan göngutúr og kaffihúsarölt um bæinn og svo var "brunch" í hádeginu hjá frænku minni í dag.

laugardagur, september 19, 2009

"Bergenska" strætókerfið

Ég lofaði að halda áfram með söguna í dag og stend auðvitað við það.

Elskulegur maður frænku minnar tók sig til og rúntaði um Minde sem er hverfið sem þau búa í til að finna útúr strætónum fyrir mig og það tókst auðvitað, svo hann sýndi mér hvar ég ætti að ganga morguninn eftir til að ná strætó og hvenær. Auðvitað stóðst þetta allt og ég náði strætó með glans morguninn eftir og hann stoppaði beint fyrir utan vinnuna. Á heimleiðinni var ég að ég taldi búin að finna út hvernig strætó færi og hvenær, svo ég fór tímanlega útá stoppustöð og beið samviskusamlega en viti menn.... strætóinn sem ég ætlaði að taka stoppaði hinum megin á götunni en ekki mín megin hmmm.... en þetta þýddi auðvitað að það var alveg hálftími í þann næsta hehehe....

Þegar til frænku var komið beið eftir mér dýrindis kvöldmatur og svo fórum við að fá íbúðina sem ég hafði leigt í gegn um netið. Þetta gekk nú bara mjög vel og leist mér mjög vel á íbúðina, hún er í eldgömlu húsi og í eldgömlu hverfi en alveg nýuppgerð með flísum á gólfum og gólfhita. Mjög snyrtileg og fín, mér fannst hún nú frekar köld svona um kvöldið en svo uppgötvaði ég að hægt væri að stilla gólfhitann og auðvitað keyrði ég upp hitann í gólfunum og morguninn eftir var bara mjög hlýtt og notalegt hérna.

Frænka mín elskuleg vildi nú endilega helst taka mig bara með heim til sín aftur, algjör óþarfi að láta mig hírast hérna í þessari íbúð svona alein hehehe... tók mig smá að sannfæra hana um að mér þætti bara ekkert vont að vera ein og ég þráði pínu ró og frið.

Jæja ég svaf ágætlega svona fyrstu nóttina og vaknaði eldhress á miðvikudagsmorgni. Rölti svo niður á "Bryggen" en þaðan þarf ég að taka strætó niður að svokallaðri "Busstasjon" eða umferðarmiðstöð þaðan sem flestir vagnarnir fara. Vissi það að minn vagn væri á hálftíma fresti ja eða allavega hélt ég það, svo ég var bara róleg sko.... tók einhvern vagn að umferðarmiðstöðinni og fór svo út þar og fann út hvaðan minn vagn ætti að fara en viti menn ég var þarna kl. 8:10 og vagninn hafði farið kl. 8:05 OK hálftími í næsta, nei, nei bjartsýni, sko eftir kl. 8:00 á morgnana gengur vagninn ekkert lengur á hálftímafresti heldur klukkutíma hehehe... jæja eitthvað til að læra af sko.

Heimleiðin gekk svo fínt og ég held að ég sé að ná tökum á þessu.

kveðja

fimmtudagur, september 17, 2009

Ferðalag og BKK

Ég var minnt á það að ég ætti að vera dugleg að blogga nú á meðan ég er stödd í "útlandinu", auðvitað þarf ég að vera það.

Kom hér til Bergen á sunnudagseftirmiðdag eftir tiltölulega þægilegt flug. Lenti reyndar í því sem ég vissi ekki að ég þurfti að fara í gegn um tollskoðun í Osló, sem þýddi að ég þurfti svo aftur að fara í gegn um öryggisskoðun í Osló eins og þegar maður fer til útlanda hmmmm..... hafði ekki áttað mig á þessu. En útaf þessu fór Amarula pelinn sem ég hafði keypt í fríhöfninni auk einnar coke light flösku beint í ruslið æjæjæj.... en ég man það í næstu ferð að láta innsigla það sem ég kaupi í fríhöfninni.... sem betur fer slapp ég í gegn með kremið, tannkremið og svitalyktaeyðirinn sem ég hafði líka keypt.

Hér á Bergenflugvelli tók svo á móti mér elskuleg föðursystir mín og maðurinn hennar, en hún hefur búið hér í yfir 30 ár. Ég hafði nefnilega "bókað" gistingu hjá þeim fyrstu tvær næturnar, en íbúðina fékk ég ekki fyrr en á þriðjudag. Þegar til þeirra var komið, var mættur þar sonur hennar sem einnig býr hér og tvö af þremur börnum hans, þetta var voða gaman, enda hafði ég ekki séð krakkana fyrr.

Á mánudagsmorgun tók ég svo leigubíl í vinnuna, svona fyrsta daginn. Þegar þangað var komið var búið að finna handa mér skrifborð og setja upp tölvu fyrir mig, fartölvu sem ég má svo hafa með mér hingað í íbúðina á kvöldin ef ég vil. Dagurinn fór svo í að fara yfir öryggisreglur, skrifa undir trúnaðarskjöl, ræða málin við gamla vinkonu mína sem einnig vinnur hjá BKK (Bergens halvöens kommunale kraftværk), rata um vinnustaðinn, láta útbúa aðgangskort ofl. ofl. Fékk svo far með þessari vinkonu minni sem fyrir algjöra "tilviljun" býr með yfirmanni mínum hér hjá BKK hehehe.... nei auðvitað er það engin tilviljun enda þekkir hún mig af mínum fyrri störfum auk þess sem við vorum skólafélagar í Háskólanum og hún var einnig við nám í DTU á svipuðum tíma og ég... þannig að víða liggja leiðir.

framhald á morgun.

mánudagur, september 07, 2009

Þetta er svo rétt!

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.

- Einar Benediktsson , úr Einræðum Starkaðar.

fimmtudagur, september 03, 2009

Óvinafagnaður og Ofsi



Ég fékk bókina "Ofsa", eftir Einar Kárason, í jólagjöf síðastliðin jól og ákvað þá að gera hlutina í réttri röð, ja eins og verkfræðingum er einum lagið, og lesa fyrst fyrri bók Einars Kára um Sturlungaöldina "Óvinafagnað". Ég er auðvitað ein margra sem ekki hafa lesið "Sturlungu" enda var hún ekki skyldulesning í mínum menntaskóla hehehe... æji það er eins og maður hafi stundum bara lesið það sem "þurfti" að lesa. En allavega með lestri þessara bóka fær maður góða innsýn í þetta tímabil í Íslandssögunni þar sem menn skiptust í hópa og háðu stríð sín á milli. Einar setur þetta upp á mjög skemmtilegan hátt líkt og viðtalsbækur þar sem hver og ein persóna segir frá og þarmeð fær maður innsýn í það hvað hver persóna var að hugsa (allavega eins og Einar túlkar það). En ég er allavega ákveðin í því að komast yfir Sturlungu sjálfa og lesa söguna útfrá sjónarhorni þess sem ritaði hana.

miðvikudagur, september 02, 2009

Smá svona síðsumarspjall.

Já, ég er aldeilis búin að vera í fríi, frá blogginu allavega, æji ég var eitthvað orðin svo þreytt á endalausu krepputali.
Ég var nú ekki alveg búin með sumarfríið þegar ég skrifaði hér síðast og myndi ég segja að toppurinn af sumrinu hafi verið ferð mín og hóps fólks úr Mosverjum á Hornstrandir. Sú ferð var ógleymanleg, við unnum auðvitað í veðurhappdrættinu og fengum alveg dásamlegt veður samfellt í 5 daga með hita, sól, logni og frábæru skyggni.
Þarna var gengið m.a. á Hornbjarg og yfir að Hornbjargsvita, sumir fór á Kálfatinda og Langakamb, en allavega frábær ferð með frábæru fólki. Sáum seli, hvali og refi að ótöldum flugunum, sem eru extra stórar þarna fyrir vestan hehehe...
Nú eru skólarnir byrjaðir og eru báðar stelpurnar mínar að byrja í skóla ef hægt er að orða það þannig, sú stutta var að byrja í 1. bekk í grunnskóla og sú stóra í 3ja bekk í MR. MR-ingurinn gengur nú með brosið hringinn og segir mömmu gömlu sögur úr gamla skólanum hennar, busareglunum, kennurunum, húsnæðinu og slíku, móður sinni til mikillar ánægju. Held bara að stelpan sé alsæl, komin í kórinn og nú á að taka busaballið með trompi á morgun hmmmm.... já já.... hvað er langt síðan þú varst 16?? Nei segi bara svona.
Sú stutta er líka alsæl, soldið þreytt enda ekkert á því að fara að sofa eitthvað fyrr en venjulega þó hún þurfi að vakna klukkan 7:00 auk þess sem áreitið er mikið svona í upphafi skólaárs, læra þarf á nýtt dagsskipulag, nýtt húsnæði, nýtt fólk og nýja krakka..... Reyndar sagði hún eftir fyrsta skóladaginn að það væri ekkert lært í þessum skóla bara leikið ;)
seeya

mánudagur, júlí 27, 2009

Sumarfrí með trompi.


Er búin að vera í 2ja vikna sumarfríi og það rættist aldeilis úr því. Var á Patró í tæpa viku með yndislegu fólki. Við skoðuðum alveg fullt þarna sem ég hef aldrei séð áður og var þetta mjög svo skemmtileg ferð, kíktum á Látrabjarg þar sem lundarnir heilsuðu uppá okkur, byggðasafnið að Hnjóti, drukkum kaffi fyrir utan Breiðuvík hina alræmdu, fórum í Selárdal þar sem safn Samúels Jónssonar er og Uppsalir hans Gísla, fórum á Rauðasand og létum Evu Maríu sjónvarpskonu með meiru baka ofan í okkur vöfflur, gengum að Sjöunduá, sem fjallað er um í Svartfugli Gunnars Gunnarssonar, fórum að Dynjanda og að Hrafnseyri þar sem Jón Sigurðsson frelsishetja okkar Íslendinga ólst upp.
Seinni vikuna var ég í bænum, fór í Spa með vinkonu minni sem gifti sig um helgina, fór í Húsdýragarðinn, gerðist túristi í Hafnarfirði og fór í Nauthólsvík og á víkingasafnið í Perlunni (mjög flott). Frábærir dagar, en nú er vinnan tekin við aftur svona allavega þessa vikuna.

mánudagur, júlí 20, 2009

Kreppa!

Við Skottan vorum í ferðalagi með mömmu og pabba alla síðustu viku og það komu upp ýmis skemmtileg mál, m.a. var rætt um íbúðakaup. Þá kemur í Skottunni minni "já en ekki í kreppu mamma mín" svona með móðurlegum tón.
Amma greip boltann á lofti og spurði Skottuna hvað kreppa væri eiginlega og ekki stóð á svörum frá henni. "Það er þegar bankarnir eru tómir"!

mánudagur, júlí 06, 2009

Borða, biðja, elska


Já ég er þó allavega búin að afreka það að klára bókina Borða, biðja, elska, sem mín kæra vinkona lánaði mér.
Bókin er bara yndisleg, hún skiptist í 3 hluta þar sem fráskilin konan fer í sjálfsleit í heilt ár (hmmm... já ef maður hefði nú efni á því og ég tali nú ekki um ef maður ætti ekki börn sem taka þyrfti tillit til, þá væri þetta auðvitað draumaleiðin til að vinna sig útúr skilnaði hehehe....). Hún ákveður að eyða nokkrum mánuðum á Ítalíu, þar sem hún nýtur svona lystisemda lífsins, talar mikið og borðar góðan mat og spáir ekkert í línurnar hmmm... Svo fer hún til Indlands í svona jóga- og heilunarsetur þar sem hún stundar hugleiðslu tímunum saman og borðar lítið og það sem hún borðar er heilnæmt grænmetisfæði og lifir meinlætislífi. Í síðasta hluta bókarinnar fer hún til Balí og kynnist yndislegu fólki og verður ástfangin.
Ég fílaði fyrsta og síðasta kaflan best, held ég sé alltof góð við sjálfa mig til að geta sett mig í spor einhverra svona meilætalifnaðar og hugleiðslu, en matur og ástir.. það er ég sko....

Áætlanir um sumarfrí....

Jahá, það mætti halda að bloggið mitt væri komið í sumarfrí, svo löt hef ég verið við þetta. Sumarið er auðvitað löngu byrjað og ég ekki enn komin í sumarfrí. Smám saman er nú samt að koma mynd á það sem mig langar að gera er ég byrja í fríinu um næstu helgi. Ég byrja á einni helgi í veiði, svo koma virku dagarnir, ætla nú eitthvað að vera í bænum og láta þetta bara ráðast soldið.
Ég á þennan fína tjaldvagn en hann er þannig gerður að það þarf tvo fullorðna til að tjalda honum og ekki fer Gelgjan með því hún er að vinna. Ég sagði nú um daginn að ég ætlaði nú bara að mæta á tjaldstæðin og setja upp svona "hjálparvana einstæð móðir" svipinn og fá einhvern myndarlegan mann til að hjálpa mér við að tjalda hehehe.... Svo er hin leiðin en það er að taka bara skátann á þetta og fara bara með lítið tjald sem ég get tjaldað sjálf hmmm...
En svo er ég mikið búin að spá í að fara með skátahópnum á Hornstrandir í ágúst, jú ég er eiginlega alveg á því að skella mér með, en meira um það síðar, enda alveg mánuður í það.

mánudagur, júní 15, 2009

7 tindar!


Helgin var nokkuð merkt af 7 tinda göngu skátanna alls 37 km. Gelgjan fór af stað kl. 10:00 á laugardagsmorguninn og gekk fram á kvöld þ.e. til kl. 22:00 er þau tóku næturpásu og svo voru síðustu tveir tindarnir kláraðir á sunnudagsmorgun og komið aftur að skátaheimilinu kl. 10:00. Þ.e. 7 tindar á 24 tímum. Þetta er í þriðja sinn sem skátarnir fara þessa leið og hafa krakkarnir safnað áheitum til að fjármagna skátamót og ferðir sumarsins.
Þessi ganga tókst bara mjög vel og komu allir nokkurn vegin heilir heim ef frá eru talin nokkur hælsæri. Tinna mín þ.e. tíkin fór með alla 7 tindana og er hún enn alveg lurkum lamin en náði að vinna hug og hjörtu krakkana eins og henni er lagið og þau tóku ekki annað í mál en að hún færi alla leið með þeim.
Ég hefði svo gjarnan viljað ganga með þeim og ætla að stefna að því að gera það næst, en vegna hnémeiðsla sem hafa verið að hrjá mig í vor treysti ég mér ekki með í þetta sinn.
Um leið og þessi ganga fór fram fór fram svokallað 7 tinda hlaup sem skátarnir skipulögðu í samráði við björgunarsveitina. Minn laugardagur fór að mestu í að vinna við þetta hlaup, vera við vatnspóst og stjórna umferð bæði manna og bíla.
En krakkarnir voru samt langflottust!

mánudagur, júní 08, 2009

Hinar fjórar fræknu!

Var í yndislegu húsmæðraorlofi um helgina. Fórum 3 vinkonurnar að heimsækja þá fjórðu í hinni frægu grúbbu "Fjórar fræknu". Flugum til Dusseldorf aðfaranótt fimmtudags og lentum kl. 6:00 um morguninn, þetta var jómfrúarferð áætlanaflugs Icelandair svo við fengum kampavín í flugvélinni. Aðeins voru 35 manns í vélinni, næstum því aðeins við og golfhópur, þannig að hver og einn fékk bekk fyrir sig. Við tókum bílaleigubíl þaðan til Lúxemborgar, vorum hálfósofnar komnar til Lúx um hálfellefuleytið þar sem beið okkar glæsilegur "brunch" að hætti Ellu minnar. Ég ætla nú ekki að rekja hér ferðasöguna frá A-Ö, en segja má að nóg var drukkið af hvítvíni og freyðivíni, skemmtanalífið skannað og strákarnir mældir út hehehe...

Soffía frænka leiddi okkur á réttar brautir með sinni hljómfögru röddu (svona garmin). "Make an U-turn as soon as possible!" Svo koma svona gullkorn ferðarinnar.

"Glosstime...."
"Vá stelpur sko, nú er ég hætt að trúa henni Soffíu"
"Hin rosalega Patricia"
"Við erum retired og erum svona soldið í Charity..."
"Halla "secretaðu" þennan uppá flugvöll"
"Sko það er búið að breyta þessu síðan Soffía frænka var hér síðast..."
"Stelpur sjáiði þennan á vinstir hönd"
"I'm the wingman"
"Hvert erum við komnar eiginlega... (þá vorum við komnar á sveitaflugvöll í Mönstengladbach, því Soffía fann ekki alþjóðaflugvöllinn í Drusluþorpi)!"
"Við "krössuðum" parýið og nú ætlum við að "krassa" tertuna!"
"Vá ef ég væri svona 20 árum yngri"
"Halla secretaðu stæði"
"Ég versla ekki í svona konubúðum"
"Við erum orðnar þyrstar"
"Hvernig geta þessar konur gegnið um á þessum líka háu hælum á þessum ójöfnu strætum hér?"
"You lost your chance I'm a lovely guy!!!"
"Nú erum við komnar á veg sem heitir K-176.... við erum aðallega búnar að vera á A og B vegum... hvað þýðir það eiginlega?? (var svona einbreiður stígur sem þræddi okkur smá "detour" um sveitir, þorp og skóga Þýskalands)"
"Hvort eigum við að fara í tangó eða techno?"
"Vá þau eru yndisleg (amma og afi voru mætt á technostaðinn til að fá sér snúning)"
"Erum við svangar?"
"Við þurfum að fá okkur svona einkennisbúning!"
"Tröppur, tröppur og meiri tröppur"

Margt fleira var svo sem sagt og gert eins og þið getið rétt ímyndað ykkur, kannski bæti ég einhverju við hér þegar mér dettur það í hug og þegar víman rennur af mér og hugurinn fer að hugsa rökrétt á ný!!

mánudagur, maí 18, 2009

Hundaþvottavél


Rakst á frábæra frétt á Vísir. Reyndar er höfundurinn með þágufallssýki en við reynum að láta það ekki trufla okkur.

"Fann upp hundaþvottavél
Frakkinn Romain Jarry er búinn að finna upp hundaþvottavél sem hefur slegið í gegn í heimabæ hans, St. Max. Jarry, sem er rúmlega þrítugt athafnaskáld, er að reyna að kynna nýjungina fyrir Bretum.
Ekki eru allir jafn sannfærðir en Jarry sver að vélin geri dýrunum ekkert nema gott og þau þjáist ekkert á meðan þvottinu stendur.
Nú þegar er hægt að fara á nokkurskonar dýraþvottahús þar sem dýraeigendur borga klink fyrir að þrífa dýrin.
Jarry segir að hundarnir sitji pollrólegir á meðan vélin baðar þá. Aftur á móti tekur talsverðan tíma að þurrka dýrunum.
Í viðtali við The Daily Mail segist Jarry vonast til þess að Bretar taki vel í þessa nýjung.
Þess má geta að það er einnig hægt að þvo köttum í sömu vél."

Ef fréttin er lesin kemur í ljós að höfundur vélarinnar fullyrðir að hundarnir sitji rólega á meðan vélin þvær. Ehemm.. ef myndin er skoðuð kemur í ljós skelfingu lostinn hundur sem gerir allt til að reyna að brjótast út.....

Ég sem hundaunnandi er nú ekkert sérstaklega hrifin af svona þvottavél, þar sem hundum finnst nú ekkert sérstaklega gaman að láta baða sig, allt í lagi að sulla í vatni og jafnvel synda en hún Tinna mín ljómar sko ekkert þegar baða á hana í bala útá palli hehehe.... Og síðast þegar ég vissi voru kettir ekkert hrifnir af vatni heldur...

Ég er orðin umhverfissinni....!! og mig langar til Róm.

Notaði blíðuna um helgina m.a. til að klára að lesa "Draumalandið". Og vitiði ég er bara nokkuð sammála honum Andra. Hvað höfum við að gera með öll þessi álver, er ekki nóg komið í bili. Ekki það að ég vilji hætta að virkja, en er álið málið? Hvet fólk til að lesa þessa bók, hún vekur allavega til umhugsunar og er mikið betri en myndin.

Ég hef tvisvar á ævinni komið til Rómar og nú langar mig afskaplega mikið þangað. Það er eitthvað við Róm. Ástæðan er tvennskonar, í fyrsta lagi er ég byrjuð á næstu bók sem heitir "borða, biðja, elska" og er komin langt inn í fyrsta hlutann og þar er söguhetjan stödd í Róm að njóta unaðsemda tungumálsins og matarins. Ég fór líka í bíó í gær með Skvísunni minni og sáum við myndina "Englar og Djöflar" sem gerist að mestu leyti í Róm og í Páfagarðinum. Góð mynd ja.. allavega skemmtileg, soldið ljót og ekki fyrir viðkvæma.

Mig langar....

miðvikudagur, maí 13, 2009

Eurovision, stjórnin og svona almennt röfl.

Já nú er komið að hinni frægu Eurovision viku. Jú við komumst áfram í gærkveldi, og var nú farið að fara um marga þegar eitt umslag var eftir og Ísland ekki komið á listann. Skottan mín sagði reyndar stundarhátt, "mér er alveg sama hvort Ísland kemst áfram, ég held nefnilega með Noregi", Unglingurinn ja eða sá fullorðni sagði líka að sér þætti Jóhanna svo leiðinleg og hrokafull að hún hefði nú bara ekki gott af því að komast áfram á meðan Gelgjan sat með tárin í augunum og krosslagði fingur. Sá fullorðni fullyrti reyndar að hann þyldi ekki þessa keppni og ætlaði sko ekki að horfa á hana, til að sanna mál sitt var hann í tölvunni og á msn og "refreshaði" reglulega til að vinirnir föttuðu það ekki að hann væri að horfa á sjónvarpið hehehe.... Yndislegt lið.

En að öðru, já nú setti ríkisstjórnin sér það markmið að enginn forstjóri í ríkisfyrirtæki mætti vera með hærri laun en forsætisráðherra. Hljómar voða vel á pappír, spurning hvað er tekið inní, nefndarstörf, stjórnarsetustörf, bílahlunnindi osfrv. eða hvort aðeins er miðað við slétt grunnlaunin hmmm... svo kemur reyndar í ljós að þetta er nú kannski ekki svona einfalt, stjórnir viðkomandi fyrirtækja þurfa að samþykkja þetta og jafnvel þarf að breyta lögum í einhverjum tilfellum. Ég veit alveg hvaða leið þau fara til að bjarga þessu, og það er nú bara að hækka laun forsætirsráðherrans hehehe....

Bjarni minn Ben þarf nú líka aðeins að passa sig, ég ætla rétt að vona að Sjálfstæðisflokkurinn setji ekki hömlur á sína þingmenn þegar ESB málið verður tekið fyrir, það er fullt af sjálfstæðismönnum bæði á þingi og útí samfélaginu sem vill fara í aðildaviðræður og sjá svo til. Afhverju má það ekki bara? Ekki falla í sama gamla flokksræðisfarið í guðanna bænum....

Rokið er svo mikið úti þessa dagana og það fýkur allt sem fokið getur... líka aumingja hjólreiðamennirnir sem eru að rembast við að hjóla í vinnuna og taka þátt í þeirri keppni.... gangi þeim vel.

jæja nóg röfl í bili

fimmtudagur, maí 07, 2009

Að umbreyta lánum í vafninga og selja - snilldar samlíking

Ester er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna þá ákveður hún að leyfa dyggum viðskiptavinum — sem flestir eru atvinnulausir alkar —að drekka út á krít.

Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Ester valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni

Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Esterar í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.

Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf — sem virt áhættumatsfyrirtæki hafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli — ganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.

Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar Esterar borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki. Ester getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi Ester vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.

Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.

Nýr skattur er lagður á. Bindindismenn eru látnir borga brúsann.

miðvikudagur, maí 06, 2009

Sporin í sandinum. - smá hugvekja

Nótt eina dreymdi mann draum. Honum fannst sem hann væri á gangi eftir ströndu með Drottni. Í skýjum himins flöktu myndir úr lífi mannsins. Við hverja mynd greindi hann tvenns konar fótspor í sandinum, önnur hans eigin, og hin Drottins. Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans,leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann
tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor. Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum Lífsins, sem hvað erfiðust höfðu reynst.

Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti.

“ Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér. En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum. Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”.

Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt.Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar sem þú sérð aðeins ein fótspor – Var það ég sem bar þig “.

Mary Stevenson (f. 1922 d. 1999)

mánudagur, maí 04, 2009

Draumalandið og fleira

Já, hef ekki sett mikið af póstum hér inn síðustu daga, er búin að vera pínu upptekin, var ekki í bænum alla helgina og naut sveitasælunnar í faðmi stórfjölskyldunnar. Ég er með tvær bækur á náttborðinu mínu og eru það Draumalandið sem ég er svona hálfnuð með og svo bók sem vinkona mín lánaði mér sem heitir "borða, biðja, elska..." bíð spennt eftir að byrja á henni. En ég er svo mikill "kassahaus" að ég þarf að klára eina bók áður en ég byrja á næstu.

Reyndar finnst mér bókin Draumalandið eiginlega mikið betri en myndin, þar sem ég er að lesa núna þá er hann að fjalla um uppbyggingu herstöðva hérlendis. Vissuð þið það að Bandaríkjamenn vildu byggja a.m.k. 4 herstöðvar hér og umsvifin áttu að vera miklu meiri en þau voru. En stjórnmálamenn þess tíma höfðu vit á að setja mörk á það sem leyft yrði. Í rauninn ætlar svo Andri Snær sennilega að líkja uppbyggingu hersins hérlendis við uppbyggingu álvera, það verður gaman að sjá hvað kemur útúr því. Þessi bók er reyndar ekkert svo slæm og greinilegt að Andri Snær er með heilmikið á milli eyrnanna og hefur pælt og hugsað mikið. Mér fannst reyndar bókin hans um Bláa hnöttinn þvílík gersemi að hann er alveg á mínum höfundalista.
Allavega góð pæling hjá Andra og ég mæli með bókinni frekar en myndinni.

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Kosningaúrslit og fleira

Jæja, þá liggja nú kosningaúrslitin fyrir, gekk ekkert sérstaklega vel hjá mínum mönnum og vona ég svo innilega að þeir fari ekki í stjórn og taki aðeins til hjá sér. Það eru menn og málefni þarna sem þarf að hreinsa út.

Greinilegt er að þjóðin vill skoða aðildaviðræður við ESB, það voru þeir flokkar sem vildu það sem unnu þessar kosningar. Ég skil þess vegna ekki afhverju menn eru að tala um að kjósa um það hvort, já athugið hvort, það eigi að fara í aðildaviðræður. Eins og ég hef margoft sagt hér og annars staðar þá verðum við að hefja viðræður og svo kjósum við um hvað það er sem kemur útúr þeim viðræðum. Auðvitað verða skiptar skoðanir og misvísandi upplýsingar en er það ekki alltaf þannig þegar umdeild málefni ber á góma. Ég treysti algjörlega íslenskum almenningi til að velja það sem er best fyrir okkur þegar samningurinn er í höfn.

Allir bíða spenntir eftir því að sjá hvort Samfó og VG nái að mynda stjórn því þeir eru ósammála um stóra ESB málið. Ég hef reyndar áhyggjur af því að Samfó líti á ESB sem alsherjar bjargvætt, sem það er auðvitað alls ekki, og miði allar sínar efnahagsaðgerðir að því að við séum að fara í ESB. Það gengur ekki, það er ekkert búið að ákveða í þessu máli og óháð ESB þarf virkilega að taka til hér í skápum og skúffum og fara í aðgerðir.

Jæja, við bíðum enn spennt og sjáum hvað gerist.

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Kosningar - kosningar

Já, vitiði það eru kosningar á laugardag. Hvað á að kjósa? Þar sem ég hef oft haft mjög ákveðnar skoðanir á mörgum hlutum hef ég ekki verið í vandræðum með að blogga hér heilan helling um allt í sambandi við stjórnmál, en núna ég veit það eiginlega ekki. Ég veit eiginlega bara ekkert hvað ég á að kjósa á laugardag, auðvitað ætti ég bara að hlusta á minn landsfund og formann og hlýða, kjósa X-D eins og venjulega, en vitiði, ég er bara ekkert sammála þeim þessa dagana. Burtséð frá öllu ruglinu og vitleysuni, þá myndi ég fyrirgefa þeim það ef ég hefði trú á því sem þeir eru að segja. En jú sumt meikar alveg sens en annað er bara afturhaldssemi og roluháttur.

En þá kemur milljón dala spurningin. Hvað á ég að kjósa í staðin??
Tók einhvern svona kosningakompás á mbl.is og fékk Framsóknarflokkinn 77% sammála, tók hann aftur svona með aðeins breyttum áherslum og fékk aftur Framsóknarflokkinn efstan með 75% en hina flokkana í báðum tilfellum þ.e. Sjálfstæðis, Samfylking og Borgarahreyfingu með alla 75% í fyrri könnuninni en ca 72-73 % í þeirri seinni, þannig að þið sjáið að það er mjótt á mununum. Kannski er ég bara svona óákveðin sem ég held reyndar að sé málið og þá er Framsókn voða seif kostur svona opinn í báða enda og allt það hmmm....

En þá komum við aftur að rót vandans, ég veit ekki hvað er best fyrir þjóðina núna, er það ESB, er það að taka upp dollara einhliða, er það að fella niður skuldir, er það að fella niður verðtryggingu...

Það sem er kannski mergurinn málsins er að klára þetta ESB mál, fara í viðræður og fá samning og bera hann undir þjóðina, sjá hvað við fáum, við getum þá bara hafnað samningnum ef okkur líst ekki á eða ef okkur finnst hann of dýr... Ég er ekkert viss um að ESB sé svarið við bænum okkar, og er eiginlega viss um að það er það ekki, en það verður að skoða þann kost til hlítar, ekki ýta honum útaf borðinu strax.

Svo er það myntmálið, er kannski best að halda bara í lasna krónu og reyna að lífga hana við, er best að taka nýja mynt strax, eða er best að miða að því að taka upp evru í framhaldi af samningaviðræðunum, sem svo kannski verða felldar og þá sitjum við uppi með enn lasnari krónu hmmm....

Jú ég vil nýta auðlindirnar og já ég er alveg til í smá meiri stóriðju, ef hún sýnir sig að skila aðri, ég vil ekki fara í framkvæmdir bara til að fara í framkvæmdir, við eigum alveg að kunna að finna útúr því hvaða arð við viljum fá útúr þeim.

Svo ef við lítum á þessa blessuðu skjaldborg sem slá átti um heimilin, hmmm... mér finnst bara vera sett fata undir lekann en það er enginn sem nennir uppá þak til að gera við... Einu úrræðin sem bjóðast eru fyrir fólk sem er komið með allt í klessu. Er ekki betra að hjálpa fólki áður en allt fer í klessu, það er svo erfitt fyrir sálartetrið að vera með allt í klessu og við gætum örugglega sparað soldið í heilbrigðiskerfinu ef við björguðum fólkinu fyrr....

Já spara í opinbera kerfinu, það ætti nú ekki að vera svo hrikalega erfitt, auðvitað eru margar stofnanir vel reknar, en margar síður. Mér finnst t.d. aðþað ætti alvega að vera hægt að loka eitthvað af þessum sendiráðum sem Halldór Ásgrímsson opnaði hér hvert á fætur öðru með pompi og prakt. Til hvers að vera með sendiráð alls staðar, afhverju ekki reka samnorræn sendiráð sem myndu sinna öllum Norðurlöndunum á einum stað, er það ekki bara nokkuð góð hugmynd.

Annað svona í bríaríi væri ekki hægt að selja eitthvað af þessu dópi, sem fannst þarna á skútunni, í útlöndum... við erum hvort eð er búin að segja okkur úr lögum við þessi ríki, það væri örugglega hægt að stoppa eitthvað uppí þetta blessaða fjárlagagat sem allir eru að tala um hehehehe.....

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Draumalandið

Fór í bíó í síðustu viku og sá Draumalandið.

Æji ég veit það ekki, mér leið ekkert vel á þessari mynd, leið pínulítið eins og glæpamanni. Jú, jú ég hef unnið við að skoða stóriðju og ýmsar framkvæmdir tengdar henni síðasta áratuginn eða svo, en í myndinni er mjög svo drungalegur boðskapur. Ég er reyndar ekki búin að lesa bókina, hún er á náttborðinu mínu, en hef einhvern vegin ekkert komist áfram með hana, sé til hvernig það þróast.

Mér finnst vera gert lítið úr landsbyggðafólki í þessari mynd og gerir grín að því þegar Húsvíkingar og Reyðfirðingar fagna samningum um komu álvers, eitthvað svona æji greyin þau vita bara ekki betur....

En boðskapur myndarinnar er sá að erlend stórfyrirtæki séu með áætlanir um yfirtöku auðlinda þeirra vesalings þjóða sem þeir setja verksmiðjur sínar í. Já, einn punktur var soldið fyndinn en það var þegar fyrrverandi bæjarstjóri þeirra Reyðfirðinga var tekinn tali og hann sagðist vinna nú sem verkefnastjóri hjá ALCOA. En stuttu áður var búið að ræða þá samsæriskenningu að þessi fyrirtæki borguðu stjórnmalamönnum og þeim sem einhverju réðu undir borðið og jafnvel setti þá á launaskrá. Fyrrverandi bæjarstjórinn átti semsagt að sanna þessa kenningu hehehe...

Þeirri skoðun öfgafullra náttúrverndarsinna hefur verið haldið mjög á lofti, að ekki megi reisa verksmiðjur heldur eigum við að gera "eitthvað annað". Jú en hvað? Þá er fátt um svör... jú ferðamennska... en hún mengar líka, þessir ferðamenn þurfa að komast á milli staða og nota til þess koltvísýringspúandi farartæki sem fara illa með andrúmsloftið.

Margt landsbyggðafólkið vill hafa meiri fjölbreytileika í sínum atvinnumöguleikum og vill eitthvað annað en sjávarútveg og búskap. Fólkið t.d. á Reyðarfirði gat ekki ákveðið að vinna bara við eitthvað annað, það verður einhver að vilja borga brúsann, auðvitað leysir álver ekki allt en störf og atvinnustarfsemi sprettur ekki bara af sjálfu sér, óháð markaðslögmálum.

Jæja, en ég allavega sá þessa mynd og jú hún vekur mann soldið til umhugsunar en er kannski einum of öfgafull og fullyrðingar í henni, margar hverjar, standast engan veginn.

þriðjudagur, apríl 14, 2009

Menn sem hata konur


Já þetta voru góðir Páskar. Hefði viljað fara eitthvað á skíði, en er með bilað hné í augnablikinu og sleppti því í þetta sinn, borgar sig ekki að ögra sér um of sko...
En í staðin náði ég að slappa ótrúlega vel af og hreinlega datt í eina bók, sem heitir "Menn sem hata konur", keypti hana fyrir 2ur árum á Kastrup flugvelli á dönsku, vissi ekki að ég væri að kaupa eina mest umtöluðu sakamálasögu á Norðurlöndum síðustu árin.
Höfundurinn var Stieg Larsson og var sænskur, fæddur árið 1954 og lést árið 2004 úr hjartaáfalli. Kaldhæðni örlaganna olli því að fyrsta bókin í seríunni kom ekki út fyrr en árið 2005 svo hann náði aldrei að upplifa gríðarlegar vinsældir bókanna, sem urðu alls 3.
Allavega er þó nokkuð síðan ég byrjaði á bókinni, og gekk þetta nú frekar hægt svona framan af, en svo bara kom það, ég gat ekki lagt hana frá mér, stóð yfir pottunum á Páskadag að hræra í sósunni með pískinn í annarri hendinni og bókina í hinni. Þetta er ein besta sakamálasaga sem ég hef lesið og ótrúleg persónusköpun sem á sér stað í bókinni og flækjurnar mjög snilldarlega útfærðar. Ég gat ekki hætt fyrr en ég kláraði bókina en um leið og hún kláraðist var ég líka soldið svekkt yfir því að henni væri lokið hehehe... ætla sem allra fyrst að útvega mér bók númer 2 og 3.
Ég semsagt mæli með þessari bók við hvern sem er og bið ykkur um að láta ekki hugfallast þó bókin sé hátt í 600 blaðsíður.

fimmtudagur, apríl 09, 2009

Konur og menntunarsaga þeirra.

Komst yfir mjög skemmtilega bók í gær... hún fjallar um menntamál kvenna og þróun þeirra á fyrri hluta síðustu aldar.

Hún heitir Íslenska menntakonan verður til og er eftir Valborgu Sigurðardóttur.

Þegar maður spáir í þetta þá var ekki sett í lög að konur "mættu" taka stúdentspróf fyrr en 1897.

Konur máttu kjósa til bæjar og sveitarstjórnar ef þær voru ekkjur eða einar frá árinu 1888.

Það var ekki fyrr en árið 1911 sem konur máttu gegna embættum öðrum en kennarastöðum eins og prestsembættum, eða læknisembættum.

Fyrsta konan sem útskrifast frá Háskóla Íslands gerði það árið 1917 úr læknisfræði.

Ef maður kafar svo ofan í bókin betur má sjá mjög svo skemmtilegar umræður og ýmis rök fyrir því að konur ættu ekki að gegna embættum.

T.d. orðrétt þegar fjallað var um að aðalhlutverk kvenna að ala og ala upp börn:

"Þetta stórvirki hefur á konum hvílt alt til þessa og þetta afrek hafa þær af hendi leyst. Ef konan færi nú að vasast í mörgu öðru, er hætt við, að barnauppeldi sæti á hakanum hjá henni. Og óhollar afleiðingar af því eru hverjum manni auðsæjar.

spurning hvort hægt sé að rekja bankahrunið til þessa ehemm...

Ég velti því bara fyrir mér, hvað óskaplega er stutt síðan, ekki 100 ár, og hvað rosalega mikið hefur breyst á þessari síðustu öld, sérstaklega í kvennréttindamálum.

Einnig held ég að allar ungar konur hafi gott af því að kíkja í þessa bók, því mér finnst eins og þær átti sig ekki á því hvað mikið hefur áunnist og hve mikilvægt það er að halda baráttunni á lofti.

mánudagur, apríl 06, 2009

Fréttamennska og ræða Davíðs!

Ég tók mig til og hlustaði á skemmtiræðu Davíðs Oddssonar frá Landsfundi sjálfstæðismanna. Hún er ekkert svo löng og er tiltæk á netinu. (Reyndar má finna allar þær ræður sem fluttar voru á þessu þingi á slóðinni xd.is). Ástæða þess er að ég hef heyrt brot og brot úr þessari ræðu í fjölmiðlum og fékk alveg grænar bólur. Jú þetta var svona ræða sem frekar hefði átt heima sem skemmtiræða eða sem ræða á þorrablóti, en þegar maður hlustar á hana í heild sinni kemur hún alls ekki jafnilla út og það sem sýnt hefur verið úr henni í fjölmiðlum. Þau brot sem hafa verið sýnd eða spiluð, eru öll tekin í samhengi og þess vegna lítur þetta mun verr út þannig en í heild sinni.

Þið skuluð alls ekki misskilja mig, ég hef haft þá skoðun að Davið hefði nú bara átt að setjast í helgan stein og skrifa æviminnigar sínar þegar hann lét af störfum sem forsætisráðherra og hann hefði aldrei átt að fara í Seðlabankann, ekki endilega af því að hann hafi eitthvað staðið sig svo rosalega illa, ég ætla ekki að dæma um það, en þetta var mjög svo pólitísk ráðning og ég er svona bara yfirhöfuð soldið á móti slíkum. Ég er líka á því að hann hefði ekkert átt að vera að halda þessa ræðu þarna á landsþinginu og dissa allt og alla eins og krakki í fýlu. En það má samt með sanni segja að það hefur verið mun meira gert úr þessu sem hann sagði þarna en tilefni voru til, og það sem mér þótti reyndar merkilegast í þessu öllu var að eftir þennan fræga landsfund að þá var það ræða Davíðs sem var aðalumræðuefnið, sem er nú bara brandari útaf fyrir sig sko... Ég held að fjölmiðlamenn mættu nú aðeins fara að líta í eigin barm og hætta þessum poppúlisma í fréttamennsku og snúa sér að því að skilja hismið frá kjarnanum.

föstudagur, apríl 03, 2009

Tala um að berja hausnum við steininn hehehe...

"Worrying is the same thing as banging your head
against the wall. It only feels good when you stop."

— John Powers: Author and motivational speaker -

Að berja hausnum við steininn, berja járnið á meðan það er heitt eða eitthvað þannig...

Fór á mjög góðan fyrirlestur um daginn. Hún hélt fyrirlesturinn hún Kolbrún B. Ragnarsdóttir, fjölskylduráðgjafi og hét hann "Það býr sigurvegari í þér". Ég ákvað bara að taka hana bókstaflega og skrá mig bara á næsu ólympíuleika... veit ekki aaalveg í hvaða grein... æji, það eru alveg 3 ár þangað til, hlýt að finna eitthvað....

Nei grínlaust, en svo eins og alltaf í svona fyrirlestrum kemur hjá manni, já en þetta er bara svona almennt "common sense". Auðvitað, þetta er allt svoleiðis, en maður virðist samt þurfa að heyra það 100 sinnum til að fatta það sko....


Ég er reyndar ekki að segja að ég hafi eitthvað fengið uppljómun þarna en...

Spurningarnar voru:

Hvað viltu? Draumar þínir, settu þér markmið
Hvað geturðu? Trúðu á sjálfa þig
Hvað þorirðu? Dansaður við óttann
Hvaða ábyrgð ertu tilbúin að taka? Taktu fulla ábyrgð
Hvaða úthald hefurðu? Það sem þarf
Hvers virði er það sem þú ætlar að gera? Lífsnauðsyn - Ástríða

Svo talaði hún um að jákvætt fólk lifði uþb. 7-12 árum lengur en neikvætt.

Niðurstaðan er, þú getur allt sem þú vilt og aðeins meira ef það er það sem þarf.

Brostu.

föstudagur, mars 27, 2009

Landsþing sjálfstæðismanna

Æji, nú ætla sjálfstæðismenn enn og aftur að klúðra þessu öllu... þeir verða að átta sig á því að þeir komast ekkert áfram á gamalli frægð.

Jú, ESB er umdeilanlegt, það er alveg rétt, en þeir eru bara búnir að afskrifa það... það er ekki í lagi með þá... auðvitað þurfum við að fara í aðildaviðræður og sjá hvað kemur útúr því....

Ég er reyndar að vona að Bjarni vinni formannsslaginn, held að hann sé meiri diplómat og geti frekar náð til þjóðarinnar en hann Kristján....

Púff... ég gæti alveg trúað mér til að kjósa eitthvað annað en minn gamla flokk í vor... þeir eru bara ekki að ná þessu sko.

miðvikudagur, mars 25, 2009

Stjórnmálin þessa dagana

Það er nú soldið svoleiðis í dag að margir eru með hugmyndir um lausnir, en einhvern veginn er ekki búið að sannfæra mig enn um það hvað er réttast að gera.


1. Skuldir heimilanna

Á að fella niður 20% skulda allra heimila, eða bara hluta þeirra og hvaða skuldir á þá að taka inn, bara íbúðaskuldir eða eiga bíllán, yfirdráttarlán og önnur neyslulán að koma inn í reikninginn hmmm.... Á að fella niður skuldir á öll heimili, sumum þykir það réttast, en þá kemur á móti að við værum að eyða peningum ríkissjóðs ja eða peningum sem ríkissjóður á ekki einu sinni, í fullt af fjölskyldum sem þurfa ekkert á þessu að halda, en á móti kemur að ef við gerum þetta bara fyrir suma, þá hverja? Svo koma þau rök, að ef þetta er gert jafnt á alla, þá hafa þau heimili sem þó standa ágætlega meira á milli handanna og geta veitt þeim peningum aftur útí þjóðfélagið í formi neyslu eða sparnaðar.

Svo ræða sumir um að færa bara vísitöluna aftur um einhver stig, miða jafnvel við einhverja dagssetningu hmmm... já kannski, en hvað þá með lífeyrisþegana sem þegar hafa mátt blæða um þau 25% sem lífeyrissjóðirnir hafa rýrnað um, eiga þeir svo líka að tapa þessum 20% í viðbót sem vísitalan hefur hækkað um, ég veit það ekki.


2. ESB

Já ég er reyndar komin með sterka skoðun í því máli, ég vil að fari verði í viðræður og svo verði niðurstaðan lögð fyrir þjóðina. Við vitum ekkert hvað við fáum fyrr en við byrjum að semja. Það þýðir hvorki að ákveða það að fara í ESB "no matter what" eða hitt að slá það bara strax útaf borðinu og gefa sér að við fengjum ekki þetta og ekki hitt.

Ég veit ekki hvort það er farsælast fyrir mína þjóð að standa utan ESB eða ekki, fyrr en ég sé samninginn.


3. Gjaldmiðillinn

Hmm... er krónan ónýt? Ég veit það ekki, það hefur sína kosti að vera með eigin mynt og geta þá soldið sveiflað hlutunum eftir því sem hentar hverju sinni, á móti kemur að það er dýrt og svo er það óstöðugleikinn sem fylgir, þessar stöðugu sveiflur.

Þá kemur hitt, ef krónan er ónýt, eigum við þá að taka upp dollar? Já eða ganga í ESB og taka upp evruna?


Svo eru að koma kosningar og ég hef ekki hugmnynd hvað ég á að kjósa eða hvort einhver listi er með hugmyndir sem falla að mínum, sem eru nú reyndar eins og þið sjáið svona frekar takamarkaðar hmmm...

Æji, hvað ég er fegin að vera ekki hagfræðingur þessa dagana..........

laugardagur, mars 21, 2009

Fúlar á móti!


Jæja, ég fór á leikrit í gærkveldi sem heitir "Fúlar á móti", þetta er leikrit sem fjallar um breytingaskeið kvenna og miðaldra konur svona yfirleitt. Leikkonurnar Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og hún Helga Braga fara á kostum, þarna gera þær óspart grín að sjálfum sér og konum á svipuðum aldir.

Við fórum 12 saman að sjá leikritið, semsagt vorum þarna 3 konur á fimmtugsaldrinum, ein aðeins yngri, tveir menn á fimmtugsaldrinum og svo það sem skemmtilegast er að við vorum með fullt af unglingum, einn 21 árs, annan að verða 20, tvö sem verða 18 á þessu ári og tvö sem verða 16 á þessu ári. Þarna hlógum við og hlógum og ég hló svo mikið að tárin runni niður kinnarnar hehehe... fyndnast var að krakkarnir hlógu svo mikið líka og svo kom á eftir, mamma ég kannaðist sko við þetta og þetta og þetta.... hehehe...

Ég kannaðist svo sem við ýmislegt líka, þó ég eigi kannski erfitt með að viðurkenna það, en þarna var líka fullt sem ég kannast sko ekkert við og dró því þá ályktun að það sé langt í það að ég verði miðaldra....

fimmtudagur, mars 19, 2009

Í nýrri vinnu, ja eða þannig...

Nú er búið að loka vinnustaðnum mínum, ég er nú hjá sama fyrirtæki en sit við annað borð og í öðru húsi.

Hér er opið rými og sitjum við í 4ra manna stjörnubásum. Þó að ég vinni hjá sama fyrirtæki þá fylgja ekki allir með okkur hingað af gamla staðnum heldur var okkar litla vinnustað skipt á tvo staði, við vorum 8 send hingað en 6 fara á annan stað.

Þetta er nú svolítið átak, svona þegar maður er búinn að vera á sama stað í 13 ár, auk þess sem það tekur mig uþb. tvöfalt lengri tíma að komast í vinnuna heldur en áður og þá er ekki tekið tillit til umferðar, en gamli vinnustaðurinn var uppi á Höfða og yfirleitt var umferðarteppan ekki byrjuð þegar ég beygði útaf Vesturlandsveginum í vinnuna.

Það eru svo sem ákveðnir kostir í þessu líka, hér er mötuneyti (ef kost skyldi kalla, bætast örugglega einhver kíló við hmm...), og svo er hér mun fleira fólk og meiri svona dynamik. Auk þess benti einhver mér á að það væri mun styttra í Kringluna héðan en af gamla staðnum hehehe.... ég sem forðast það eins og pestina að fara þangað, fæ yfileitt hausverk af öllu saman hehehe.... Jú og hér eru líka mun fleiri strákar ;).

Reyndar sakna ég nú smá svona gamla staðarins, spjallsins, hádegishlésins, og ekki síst fólksins sem ekki kom með okkur hingað.

En lífið heldur áfram...

miðvikudagur, mars 18, 2009

Prófkjör



Nú um helgina voru prófkjör víða, í mínu kjördæmi voru bæði prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum og hjá Samfylkingu. Greinilegt er að konurnar hafa verið duglegar að koma og taka þátt, því nýju forystumennirnir á þessum tveimur listum eru mjög svo myndarlegir og hafa mikinn "kjörþokka". Svo er spurning hvað liggur á bak við myndarlegt útlitið. Hef reyndar ágætis trú á báðum þessum mönnum og efast ekki um að þeir séu með greind vel yfir meðallagi....

Einhvern tíman sem unglingur sagði ég að ég kysi bara þann lista þar sem mér þætti efsti maður myndarlegastur... hmm.... ég verð í miklum vandræðum í vor hehehehe....

mánudagur, mars 16, 2009

Afmæli

Enn á ný er komin "afmælisvertíð" hjá mér, tvö af börnum mínum eru "Fiskar" þ.e. í stjörnumerkinu fiskar.

Í gær hélt ég uppá afmæli þeirra fyrir fjölskylduna, hef gert það undanfarin ár, algjör óþarfi að baka margar perutertur og fá fjölskylduna hér í kaffi með tveggja vikna millibili hehehe.....

Á morgun er svo "leikskólaafmæli", þ.e. "blöðruhópurinn" kemur ásamt nokkrum aukadömum og verður þetta mikið fjör þ.e. þegar 10 leikskólakrakkar koma saman svona eftir leikskóla.

Jæja en allavega verður hér í boði pizzur og hundakökur á morgun.

laugardagur, mars 07, 2009

Milljarða.....


Já talandi um milljarða, þá fór ég tvisvar í vikunni á sýningu sem tengdist einhverju svona milljarðadæmi. Hvað er milljarður? jú þúsund milljónir, en hvað eru þúsund milljónir? Ég persónulega skil svona aðeins færri milljónir eins og 30 milljónir sem er svona verð á góðri íbúð, tvær milljónir sem eru svona verð á sæmilegum bíl, 5 milljónir sem eru svona meðalárslaun fyrir skatta osfrv. Ég get svona séð fyrir mér allt að kannski 100 milljónum, það eru stærðir sem ég skil.. eftir það verður þetta bara heill haugur af peningum....hmmm...

Á fimmtudagskvöldinu fór ég og sá sýninguna "Milljarðamærin snýr aftur" í Borgarleikhúsinu og var það einstök sýning. Bæði voru leikararnir frábærir og svo er ádeila leikritsins líka mjög tímabær. Getur maður fengið allt ef maður á nógu mikinn pening, er fólk tilbúið að gera hvað sem er fyrir peninga? Hvenær er örvæntingin orðin nógu mikil til að fólk sé tilbúið að leggja öllum sínum siðferðislegum gildum? En allavega mjög gott leikrit og ég get mælt með því við hvern sem er.

Í dag sá ég svo kvikmyndina "Viltu vinna milljarð?". Hún er einnig mjög góð og sýnir okkur inn í heim, munaðarlausra barna á Indlandi, maður fær nú bara hroll þegar maður hugsar til þess að það eru mörg börn enn í dag á Indlandi sem búa við þessi kjör. Boðskapur myndarinnar er kannski ekki svo mikill, en samt að ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott hmmm... eða enginn þannig séð, en meira svona að sýna eymd og fátækt.

Allavega er ég svo sem engu nær hvað milljarður er stór og mikil upphæð eða stór stafli af peningum, en get innilega mælt með báðum þessum sýningum.

fimmtudagur, mars 05, 2009

Fundasetur


Já þessi vika hefur verið frekar svona þéttsetin af fundum. Bæði vinnutengdum, tengdum félagsstörfum sem ég er í og svo stjórnmálafundum.

Einhvern tíman var sagt að vinnuævin væri þannig að í upphafi ynni maður mikið en færi lítið á fundi en eftir því sem á liði starfsævina ynni maður minna en meiri tími færi í fundarsetur... skv. þessari viku þá er ég á leiðinni á eftirlaun hehehe....

Allavega sat ég tvo mjög skemmtilega stjórnmálafundi, innst inni hvílir í mér forsætisráðherra sko... hehehe... nei bara jók, en ég hef löngum haft soldinn áhuga á stjórnmálum og í þessari viku buðust tveir fundir þar sem fólk í framboði fyrir sjálfstæðisflokkinn í SV kom og kynnti sig.

Á fyrri fundinum voru 3 konur sem allar eru í framboði, en þær eru Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs og Bryndís Haraldsdóttir, þar sem tvær þessar síðarnefndu búa hér í bæ, en Þorgerður kom úr Hafnarfirði sem gestur. Þetta var nú ekkert sérstaklega fjölmennur fundur en mjög fjörugar umræður spunnust og var ýmislegt látið fjúka.

Á seinni fundinum komu Bjarni Ben, Jón Gunnarsson og Bryndís aftur. Þessi fundur var nú ívið fjölmennari og mun fleiri karlmenn mættir í salinn. Þarna spunnust líka nokkrar umræður þó ekki fyndist mér þær eins fjörugar og á fyrri fundinum, enda notar Bjarni kannski soldið fleiri orð til að koma skoðunum sínum á framfæri eða... hann talaði allavega voða mikið, þó ekki muni ég allt sem hann sagði hehehe... enda er maðurinn fjallmyndarlegur hmmm....

En kannski er aðalatriðið í þessari umfjöllun minni það að ég fór á þessa fundi til að sjá hvort einhver von væri enn í flokknum mínum og já... ég hef trú á þeim. Þó að þau hafi setið við stjórnartaumana þegar allt fór í bál og brand, að þá treysti ég þeim langbest til að koma okkur uppúr þessum öldudal sem við erum í.

En það var eitt sem ég vildi koma hér að, mér hefur þótt lengi að konur eigi undir högg að sækja í sjálfstæðisflokknum og var Bjarni nú m.a. spurður útí það á fundinum og þótti mér það mjög góður punktur. En flokkurinn hefur mun minna fylgi meðal kvenna en karlmanna. En svo gat ég nú ekki setið á mér og á leið Bjarna útaf fundinum stoppaði ég hann og hélt smá tölu yfir honum hvað flokkurinn ætti að gera til að eiga séns í fylgi kvenna... bara svona þurfti að koma nokkrum punktum að, vona að hann hafi vit á að taka þá til greina.

Eitt enn, hann Bjarni minn klikkar reyndar soldið á einu, jú jú hann er af ríku fólki kominn og fæddur með silfurskeið í munni. Mér finnst að stjórnmálamenn þurfi aðeins að líta sér nær, sérstaklega í þessari kreppu, en á fundinn mætti Bjarni í mjög flottum jakkafötum efast ekki um að þau hafi kostað skildinginn, en það er kannski allt í lagi en að mæta svo á Benz 500 með einkanúmerinu 193 finnst mér aðeins skotið yfir markið, hann hefði kannski getað komið á konubílnum, hmm... nema það sé Benzjeppi, líka á einkanúmerum hehehe.... (man reyndar eftir því að pabbi hans átti alltaf bíl með númerinu G193.....)

jæja nóg í bili

þriðjudagur, mars 03, 2009

Viðburðarík vika.

Já... nú er komin heil vika sem ég hef ekki bloggað. Vá þetta var soldið buisy vika. Sonurinn átti afmæli á mánudag og við fórum gamla fjölskyldan á Ask að fá okkur að borða, auk þess sem það var bolludagur var maður auðvitað úttroðinn af mat og öðru. Svo var sprengidagur á þriðjudag og enn var borðað. Á miðvikudag var svo öskudagur og þá fór Skottan mín í kisubúning og eftir leikskóla var svo afmæli hjá vini hennar.

Á fimmtudaginn mættum við í foreldraviðtal hjá kennara Gelgjunnar og hún fékk frábæra umsögn, eins og við var að búast. Nú er bara spurning í hvaða skóla hún vill fara í haust, hún verður nú vonandi svo vel sett að hún getur valið.

Saumaklúbbur var á fimmtudagskvöldið, rosa fjör, langt síðan við hittumst síðast, engar nýjar óléttusögur, enda erum við svona komnar á þann aldur að við erum hættar að eiga börn, farnar að bíða eftir barnabörnum hehehe...

Alla vikuna var ég reyndar með mikið kvef og einhvern hita og endaði svo á penicillínkúr fyrir helgina, frekar fúlt, en ég held bara að þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem ég enda á sýklalyfjum í framhaldi af kvefi.

Laugardagskvöldið var nú eiginlega toppurinn á tilverunni, og má þakka því fyrirbrigði sem nefnist "fésbók" en þar voru skipulagðir endurfundir nokkurra árganga úr Garðabænum. Þetta var eins og einhver sagði "útópískt" eða eins og önnur orðaði þetta "Hvað eru eiginlega þessir kallar og kerlingar að gera hér" hehehe..... Þarna hitti maður heilan helling af fólki sem var með mér í gaggó og barnaskóla, alveg ótrúlegt. Við höfðum á orði stelpurnar að það væri bara fyndið hvað strákarnir væru orðnir kallalegir en við ennþá miklar pæjur, þó sjálfsagt megi það þakka þolinmæðum hárgreiðslukonum útí bæ sem nenna endalaust að hylja gráu hárin og svo höfum við konurnar það framyfir kallana að sjálfsagt þykir að við berum framan í okkur alls konar spartsl og litað krem auk maskara, augnskugga, varalits og hvað þetta heitir eiginlega allt saman ......

En allavega var þetta mjög viðburðarík og á flestan hátt mjög ánægjuleg vika.

mánudagur, febrúar 23, 2009

18 ára.

Já nú er einkasonurinn og elsta barnið mitt ekki lengur barn í lagalegum skilningi, hann varð fullorðinn í dag, með sjálfræði og fjárræði, má gera allt nema kaupa áfengi. Hmmmm.... mikið fannst manni maður sjálfur vera fullorðinn á þessum árum, maður gat allt, já og gerði hehehe...

En ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar sonurinn fæddist, auðvitað gleyma mæður aldrei þeirri upplifun að fæða barn, en ég held að það sé samt einstök upplifun svona að eiga fyrsta barn. Þó þetta hafi verið mikið basl og gengið illa, þá gleymdist það einhvern veginn allt saman þegar ég fékk hann í fangið...

Hann var eldrauður, með mikið svart hár og fremst á enninnu snérist hárið í svona hvirfil, það var svona hrikalegur sveipur á greyinu... hehehe... þessi sveipur hefur svo sem oft verið til umræðu og mikið verið hlegið að honum, sérstaklega í seinni tíð, enda stöðugt til vandræða... hehehe...

Svo grét hann allar nætur fyrstu 6 mánuðina.. já ýkjulaust, hann byrjaði á miðnætti og grét til fjögur á morgnana... þá sofnuðum við mæðginin útkeyrð og sváfum til hádegis...

En í dag er þessi ungi maður stolt foreldra sinna og ég held að við höfum bara skilað af okkur ágætis verki hehehe....

Og auðvitað finnst mér hann vera sætasti strákur í heimi...

föstudagur, febrúar 20, 2009

Eilífðarhamingja

Ég man ekkert hvort ég hef birt þetta hér áður, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.


Eilífðarhamingja:

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna.
Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.

En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.

Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.

En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu DIMMT virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum:
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti

Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf !!

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina.
Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Smá áminning


Stundum þegar maður er að svekkja sig á líferni sínu eða á því að hreyfa sig nú ekki nóg, ja eða á aukakílóunum er ágætt að muna boðorðið:

Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði
að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu
heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með
súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki
öskrandi...

Fjárans fjör sem þetta er!

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Viðutan...


Ég er búin að vera eitthvað viðutan þessa dagana. Veit ekkert almennilega afhverju, bara á svona daga stundum.....

Þeir sem þekkja okkur vita að við erum svona B-fjölskylda... getum vakað frameftir öllu og sofið frameftir öllu líka.... Eigum oft erfitt með að vakna á morgnana. Þetta á einnig við um Skottuna. Hún stendur á því fastar en fótunum á kvöldin að hún sé bara ekkert freitt... og finnist leiðinlegt að fara að sofa. Á morgnana þegar hún þarf að vakna leggur hún handlegginn um hálsinn á manni, kúrar sig í hálsakotið og treður ísköldum tásunum undir sængina hjá manni. (Sko við sofum nefnilega saman í "fjölskyldurúminu", ég og hún). Svo tekur við óratími þar sem ég kitla hana, tala við hana, strýk henni um vangann, fer í "kemur kallinn labbandi, ætlar að heimsækja....." en allt kemur fyrir ekki, hún bara umlar og nennir ekki að vakna. Þá þarf að grípa til annarra ráða og þýðir það að ég kveiki ljósin, fer á fætur og í sturtu á meðan kúrir hún sig áfram undir sæng... það er eiginlega ekki fyrr en ég fer að hóta með því að nú sé ég bara tilbúin og sé farin, eða að nú sé hún að verða of sein að fá morgunmat.... að eitthvað fer að gerast. En allavega þegar að þessu kemur erum við oftast orðnar í frekar mikilli tímaþröng og þá hefst leitin að bíllyklunum, húslyklunum, veskinu, gemsanum osfrv.... auðvitað er þetta allt á sínum stað hmmm.... ja eða þannig.

Allavega gerðist það um daginn að ég fann ekki veskið mitt. Ég leitaði og leitaði, í öllum vösum og veskjum, á öllum borðum og inni í öllum herbergjum en allt kom fyrir ekki. Þar sem ég hafði verið í einhverju stússi daginn áður hafði ég eiginlega ekki hugmynd um það hvar ég hefði getað týnt helv. veskinu, svo ég endaði með að hringja í VISA og láta loka öllum kortum svona til öryggis, á svo eitt svona vara visakort hér heima sem ég stakk í vasann til að vera ekki alveg peningalaus. Á leiðinni í vinnunna fór ég aftur yfir atburðarás kvöldsins áður og þá kviknaði ljós, skottið á bílnum.... jú það passaði, ég hafði verslað í matvörubúð og sett pokana í skottið, haldið á veskinu og lagt það frá mér á gólfið á skottinu á meðan ég kom pokunum fyrir. Ok... þetta slapp fyrir horn, nema nú þurfti ég að fara í bankann að opna kortin að nýju...

Nokkrum dögum seinna var það bíllykillinn. Nú vill þannig til að ég týndi varalyklinum af bílnum fyrir tveimur árum síðan, en tímdi svo ekki að láta gera nýjan lykil, og það kom aftan að mér um daginn. Þarna stóðum við mæðgurnar löngu tilbúnar í anddyrinu og fundum enga lykla, ekki var hægt að grípa til varalykla svo við vorum bara soldið "stuck". Sem betur fer er stutt í leikskólann þannig að ég ákvað að labba bara með Skottuna í leikskólann og koma svo aftur og leita áður en ég léti skapvonsku mína og pirring bitna á saklausu barninu. Jú, jú þetta gekk, en svo hófst leitin. Ég lýg því ekki að ég leitaði í klukkutíma, fór í alla skápa, alla vasa bæði hjá mér og hjá syninum, því hann á það til að fá bílinn og stinga lyklunum í buxnavasann, gekk meira að segja svo langt að ég hringdi í hann í skólann til að spyrja að þessu og hann sór og sárt við lagið að hann hefði ekki hreyft bílinn kvöldinu áður og enn leitaði ég. En að lokum já að lokum fann ég hann í vasanum á kraftgallanum mínum, hafði farið út með hundinn kvöldinu áður og átt eitthvað erindi í bílinn í leiðinni. Allavega ég fór beint í umboðið og lét smíða nýjan lykil... sama hvað hann kostaði.

En þetta er soldið týpísk ég sko.....

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Skaparinn-bókmenntarýni.


Já, náði loks að klára eina jólabókina í morgun. Skaparinn, eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þessa bók, hún byrjar afskaplega hægt og það fer ógurlegur tími og orð í alls konar nákvæmar lýsingar á útliti, tilfinningum, umhverfi og öðru. Eiginlega of mikill tími svona fyrir minn smekk. Ég var komin inn í næstum miðja bók og ekkert var farið að gerast, kannski er ég bara svona óþolinmóð af "action" kynslóðinni og vill að atburðarásin sé svolítið hraðari. En svo þegar komið er í miðja bók þá fer eitthvað að gerast, samt er flestum atvikum lýst bæði frá sjónarmiði mannsins og konunnar og mér finnst fara soldið mikið púður í það að lýsa ljótleka lífsins, kynlífsins og sálarinnar. Kannski er ég bara of jákvæð og bjartsýn til að geta samsamað mér að þessum ljótleika.

En bókin er kannski ekkert svo galin þegar maður er búin með hana og allt er búið. En samt fannst mér vanta eitthvað almennilegt uppgjör á milli mannsins og konunnar, en ég get víst ekki valið mér atburðarás í bókum sem ég les. Þarf að skrifa þær sjálf til að fá útúr þeim það sem ég helst vil.

Ég er bara soldið fegin að vera búin með hana, þá get ég byrjað að lesa einhverja bók sem er mér meira að skapi hehehe....

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Börnin og kreppan

Eins og dyggir lesendur mínir vita á ég litla Skottu... hún er 5 ára reyndar bráðum 6 segir hún sko.

En þar sem hún er langyngst af sínum systkinum gerist það einhvern vegin að hún verður fullorðnari en árin segja til um og stundum líður manni eins og hún sé 55 en ekki 5.

Hún fylgist mikið með fréttum og það er kannski alveg ástæða til að fylgjast svolítið með því sem hún sér og heyrir því þetta er allt tekið og krufið til mergjar. Ég varð svolítið hissa þegar ein samstarfskona mín, sem á börn á svipuðum aldri og Skottið, sagði við mig um daginn: "Hvað leyfirðu henni að horfa á fréttir?" Ég hélt bara að öll börn horfðu á fréttir, enda kannski ekki annað í boði þegar foreldrarnir eru að horfa á fréttir í aðalsjónvarpstæki heimilisins. Það hefur allavega oft verið sögð sagan af mér sjálfri þegar ég var að diskutera Watergate málið við fullorðinn frænda minn þá aðeins 9 ára gömul.

Svo syngur hún ABBA, hún kann öll lögin og textana líka (svo langt sem það nær þegar maður kann hvorki að lesa né tala ensku) úr myndinni "Mama mia" og það er líka fylgst mjög vel með eurovision og þar á hún sitt uppáhaldslag og kann auðvitað alla textana.

En talandi um Skottuna, hún var í bíl hjá föður vinkonu sinnar þegar það kom í fréttunum að stjórnin væri fallin. Þá heyrist í henni svona stundarhátt "Sjúkket, þá hætta mótmælin". Um daginn við eldhúsborðið kemur svo "Mamma, ég hata kreppuna!". Samt hefur nú ekki "kreppt" mikið að hér á okkar heimili. Svo segir hún við mig áðan "mamma ég man ekki eftir fyrri kreppum". Ég fæ svona á tilfinninguna að kreppa sé eitthvað skrýmsli eða dýr.

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Smá svona speki.

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn; ' Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!'

Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri druknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; 'Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKNUN'.

Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: 'Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í steininn. 'Af hverju?' Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getureytt því.

'LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN'!

mánudagur, febrúar 09, 2009

Hvað er eiginlega í gangi?

Mér er eiginlega ofboðið. Hvernig dettur Davíð í hug að segja ekki bara af sér, mér finnst þetta bara orðið "soldið" vandræðalegt. Svo rífast menn inná þingi um það hvort að lagafrumvarpinu um Seðlabankann skuli vísað til viskiptanefndar þar sem stjórnarflokkarnir eru í minnihluta og þurfa að treysta á framsókn, eða til efnahags- og skattanefndar þar sem stjóranflokkarnir þurfa ekki að treysta á stuðning framsóknar....

Vitiði það ef þetta er aðalmálið þá blæs ég nú bara á allar fullyrðingar um það að stjórnin sé að gera eitthvað fyrir fyrirtækin og fólkið í landinu. Fólk er bara að rífast um einhver algjör smáatriði á meðan Róm brennur.

Fá bara menntað einræði, það er eina sem bliver í svona árferði...

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

Lífshlaupið

Já nú er búið að hrinda af stað Lífshlaupinu. Mitt góða fyrirtæki er þvílíkt virkt í þessu og búið er að setja saman ein 14 lið sem i eru frá 5-10 manns hverju, þannig að þið sjáið það bara, við ætlum greinilega að "massa" þetta.

En allavega ég lét tilleiðast og skráði mig með, maður er hvort eð er alltaf á ferðinni með hundinn svo það væri ekki verra að fá einhverja punkta fyrir það hehehe... En allavega til að bregðast nú ekki mínu liði fór ég í tæplega klukkustundar göngutúr í gær uppá Lágafell m.a. í 10 stiga frosti og geri nú aðrir betur hehehe...

En allavega allir að hreyfa sig nú...

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Skrítin tík þessi pólitík !

Ný stjórn tók við á sunnudaginn. Ég hef svona blendnar tilfinningar gangvart henni, soldið hrædd um að aðhaldið verði ekki eins mikið og þyrfti af því að það eru kosningar í vor og loksins, loksins komst vinstri stjórn að hér á okkar ísa kalda landi og nú þurfa þeir kannski að afla sér vinsælda. Veit það ekki....

Mér finnst frábært að þetta er stjórn sem er samansett af jafnmörgum konum og körlum auk þess sem við höfum konu sem forsætisráðherra. Einnig finnst mér frábært að það skuli vera fengið fagfólk í 2 af ráðuneytunum, sem er nýlunda en ég er viss um að er aðeins gæfuspor, enda held ég að Gylfi og Ragna séu mjög fær á sínum sviðum.

En eins og ég sagði, fyrstu verk þessarar stjórnar eru kannski ekki alveg í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, þ.e. fyrsta verk Kolbrúnar Umhverfisráðherra var að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði af álveri við Bakka. Fyrsta verk Ögmundar sem heilbrigðisráðherra var að gefa út yfirlýsingu um Skt. Jósefsspítala og fella niður innlagnargjöld af sjúkrahúsum. Fyrsta verk Steingríms sem sjávarútvegsráðherra var að heimsækja sjávarútvegsráðuneytið til að skoða þetta með hvalveiðarnar og sem fjármálaráðherra var að gefa út yfirlýsingu um að hann vildi helst taka upp norska krónu. Fyrsta verk Jóhönnu var að senda Seðlabankastjórunum bréf og biðja þá um að segja af sér.... Já...hmmm..... eru þetta þau verk sem helst þyrfti að ganga í og mest liggur á?

Kannski, það var allavega krafa fólksins að skipta um stjórn í Seðlabankanum, en svo kemur allt hitt, var ekki einhver nefnd í heilbrigðisráðuneytinu búin að komast að því að þetta væri besta lausnin og er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum að fólk greiði komugjald á sjúkrahúsin?? Einnig hefði ég haldið að í slíku árferði væri tilvalið að fara í hvalveiðar, það skapar tekjur, við að veiða hvali eykst loðnustofninn og þarmeð þorskstofninn þannig að ég hefði haldið að þetta væri nú bara þjóðþrifaverk, á meðan við erum ekki að veiða einhverja hvali í útrýmingarhættu. Einnig hefði ég haldið að það væri um að gera að auka framkvæmdir auk útflutningstekna með álversbyggingu. Það vilja allir fyrir norðan þetta álver, Húsavík og Akureyri. Það er bara eitthvað 101 lið sem ekki vill álver þarna.

Jæja, ég ætla ekki að segja meira, ekki voru hinir svo sem að gera einhverja frábæra hluti, það væri synd að segja það, hverjum svo sem það er svo að kenna. En ég vona bara að þessi stjórn sem aðeins situr í 84 daga nái ekki að klúðra neitt voðalega miklu, en kannski samt nógu miklu til að ná ekki endurkjöri......

Er ég of pólitísk???

sunnudagur, febrúar 01, 2009

Ný stjórn

Já það kom víst ný ríkisstjórn í dag... en vitiði ég er svo afslöppuð og slök eftir námskeiðið að ég nenni ekki að hafa skoðun á því í dag og hvað þá blogga um það.

leiter...

Sunnudagur til sælu

Þessum dásamlega sunnudegi eyddi ég á frábæru námskeiði hjá Guðjóni Bergmann. Lærði hugarró og innri frið.... ekki veitti af hmmm... er búin að vera eitthvað svo klikkuð síðustu vikur hmmmm.... Við skulum nú ekkert fara frekar útí þá sálma.

En aftur að námskeiðinu, þarna var maður tilbúinn að sitja inni í góða útivistarveðrinu á námskeiði allan daginn frá 10:00 - 16:00. En vitiði það, þessum tímum var vel varið og ég er búin að ákveða það að það sem ég lærði í dag verður notað í framtíðinni. Það er svo margt sem truflar hugsunina og þarna lærði maður aðferðir til að hreinsa hugann og slaka á, frábært.

Það eru 7 atriði sem hjálpa manni til að ná hugarró þau eru:

Leidd slökun
Breytt iðja eða umhverfi
Einföld endurtekning
Snerting (maður fær nú aldrei nóg af henni)
Hugleiðsla og þögn
Öndunaræfingar
Æðruleysi og fyrirgefning

Þarna var farið yfir þessi atriði og okkur kennd slökun og hugleiðsla auk öndunaræfinga. Ég held að þetta séu frábær verkfæri sem maður getur nýtt sér til betra lífs.

Nú er bara að lofa sér ekki um of, heldur segja já ég ætla að taka slökun 2svar í viku, bara plús ef maður gerir eitthvað meira hehehe....

föstudagur, janúar 30, 2009

Óskabarn þjóðarinnar.

Maður á nú ekki til orð sá þessar fréttir á netmiðlunum í morgun.

"Eimskip tapaði 96 milljörðum á síðasta ári" og svo hin "Þrír Eimskipsforstjórar fengu 190 milljónir í árslaun". Ég bara spyr, þarf maður ekki að skila einhverjum árangri til að fá svona ofurlaun. Það var endalaust hamrað á því þegar laun bankamanna bárust í tal að þeir bæru svo mikla ábyrgð... Bíddu, en hvað gerðist svo þegar allt hrundi, nei, nei, þetta var auðvitað ekki þeim að kenna, var það nokkuð?

Ég spyr nú bara, hvað hefðu Eimskipsforstjórar fengið í laun ef þeir hefðu nú asnast til að reka fyrirtækið réttu meginn við núllið??

mánudagur, janúar 26, 2009

Ævintýri !!

Á svona dögum dettur manni helst í hug atriðið úr síðustu spaugstofu þegar Ilmur söng hástöfum "Ævintýri...." Já því í dag gerðist nýtt ævintýri. Fyrir okkur fréttafíklana, eru þetta mjög erfiðir dagar, því auðvitað þarf maður að hlusta á sömu kallana á öllum stöðvum, segja nákvæmlega sömu hlutina.....

En í dag hófst nýr kafli í Ævintýrinu.

sunnudagur, janúar 25, 2009

Æðruleysisbænin

Ég hef oft spáð í þessa bæn. Hún á svo oft vel við, reyndar hafa áfengissjúklingar soldið tileinkað sér þessa bæn, en ég hugsa oft um hana og þetta er eitthvað sem ég verð að læra, allavega ætla ég að setja hana hér til áminningar. Stundum á ég nefnilega svo erfitt með það að sætta mig við að hlutirnir séu einhvern vegin og legg mikið á mig til að breyta þeim, en það kemur auðvitað fyrir að ég hef bara ekkert um þá að segja og get ekkert stjórnað öllu sem ég vil.

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

fimmtudagur, janúar 22, 2009

In God we trust!


Það er eitt sem er að trufla mig. Í Bandaríkjunum þar sem algjör aðskilnaður er á milli kirkju og stjórnar þá segir forsetinn í inntökuræðu sinni í lokin "so help me God". Einnig er það venjan að fyrsta dag forsetatíðar sinnar þá byrjar forsetinn daginn á að fara í messu í Dómkrikjunni......

Eruð þið að skilja þetta??

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Heitustu málin!

Já, ég var að hugsa um að koma með einhvern svona málefnalegan pistil, eitthvað annað en dægurþras.

Nú er allt að verða vitlaust, menn mótmæla í stórum hópum fyrir utan Alþingishúsið, og vitiði ég er bara ekkert hissa, í alvöru, fyrsta mál á dagskrá var frumvarp frá "gosanum" honum Sigurði Kára um að leyfa áfengissölu í matvörubúðum. Come on "who gives a shit" ákkúrat núna þegar allt er í kalda koli. Hef svo sem alveg verið sammála þessu hjá honum en mér fannst þetta eins og að gefa Þjóðinni fingurinn, bara að detta í hug að taka þetta mál á dagskrá núna. Alþingi er búið að vera í 100 daga fríi og alþingismenn virðast vera eins og vinglar og enginn veit neitt. Ríkisstjórnin hefur svo sem verið að reyna að gera eitthvað en hvað??

Ég yrði ekkert hissa þó ríkisstjórnin springi í kvöld á fundi Samfylkingarmanna, það eru allir að fá upp í kok. Ef þeim á að takast að bjarga þessu þarf Geir að koma fram ekki seinna en í gær með aðgerðarplan. Það eru bara fullt af spurningum sem brenna á okkur, hvaða framkvæmdir er gott að fara í í þessu árferði, hvaða framkvæmdir er best að bíða með, hvernig er hægt að hagræða öðru vísi en 10% jafn niðurskurður? Hvað á að gera við þessa "bankaprinsa" sem hafa farið burt með "peningana okkar", á að fara í mál við Bretana? Hvað skuldum við mikið? Hvenær verður gengi krónunnar orðið eitthvað sem hægt er að treysta á?

Mér sýnist þessir menn sem fara fyrir þjóðinni hafa sýnt hroka og svona "besservisser" hátt, ég meina okkur lýðnum er engan vegin treystandi fyrir ýmsum upplýsingum, við þurfum ekkert að vita, þeir ætla bara að "redda" þessu. Af hverju er Davíð enn í Seðlabankanum og Jónas enn í Fjármálaeftirlitinu?

Jæja að öðrum málum, mér líst rosa vel á Bjarna Ben. Hann er flottur framtíðarkall. Ég man eftir honum á takkaskónum að spila fyrir Stjörnuna og með hor í nös þegar við félagarnir vorum heima hjá honum að fíla Zeppelin ásamt eldri bróður hans. Mér er alveg sama þó hann hafi fæðst með silfurskeið í munni og sé af frægum ættum eins og Engeyjaættinni og tilheyri Kolkrabbanum. Hann er klár, duglegur og hefur örugglega unnið fyrir sínu, ja eða allavega hluta af því.