Já þá er komið að því, uppgjör ársins. Ég verð stundum döpur á áramótum fannst oft þegar ég var barn rosalega sorglegt að árið skuli vera liðið. Sérstaklega í sálminum "nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur tilbaka".
En ég er eiginlega hálffegin að þetta ár er liðið, þó það hafi verið mun betra en árið þar á undan (2006) og árið þar á undan (2005) þá er ég sannfærð um að árið sem kemur á morgun verður miklu miklu betra en undanfarin ár. Mér líður einhvern vegin miklu betur núna en mér hefur liðið lengi. Ég er búin að vera stopp eitthvað svo lengi, nú ætla ég að stíga skrefin og halda áfram. Vitna hér í vitran mann sem sagði: "Öll ferðalög hvort sem þau eru stutt eða löng hefjast á sama hátt, þ.e. á einu litlu skrefi"!
Stíga svo skrefið krakkar!
mánudagur, desember 31, 2007
sunnudagur, desember 30, 2007
Íþróttamaður ársins!
Ég er mjög glöð yfir þessu vali í þetta skipti, mér finnst Margrét Lára frábær fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og frábært að það skuli vera kona sem vinnur þetta í ár. Ekki nóg með það heldur voru 2 konur af 3 efstu í valinu í þetta sinn, mér finnst Ragna badmintonkona frábær líka og hún á eftir að vinna þetta einhvern daginn.
Stundum hefur mér fundist eins og það væru engar íþróttir aðrar en fótbolti og handbolti hjá þessum háu herrum sem íþróttafréttamenn eru, jú auðvitað er Margrét Lára fótboltakona, en samt, hún er þó kona. Stundum finnst mér eins og þegar enginn hefur virkilega skarað framúr á árinu þá sé bara farið í gömlu skúffuna og valinn einhver svona sem er búinn að standa sig ágætlega blabla.. og enda þá oft í þeim sömu, auðvitað eru Eiður Smári og Óli Stef. frábærir ég ætla ekkert að mæla á móti því, en samt....
Áfram Margrét Lára!
föstudagur, desember 28, 2007
Restin af jólasveinunum!
fimmtudagur, desember 27, 2007
Jólahefðir.
Talandi um jólin, málið er að fjölskyldur skapa sér miklar hefðir í kring um jólin og þegar stofnað er til sambands tveggja einstaklinga, þá byrja miklar samningaviðræður um hvernig jólin eiga að vera. Þetta er mjög mikilvægt fyrir flesta, sumir eru vanir rólegum jólum á meðan aðrir eru vanir stórum fjölskylduveislum og miklu fjöri.
Allavega þegar fólk stofnar fjölskyldu, þá skapast ákveðnar hefðir, þegar fjölskyldur tvístrast þá þarf að skapa nýjar hefðir, eða ákveða hvaða hefðir af þeim sem gamla fjölskyldan hafði á að halda í og hvaða hefðir mega missa sín.
Það er bara þannig að þegar maður er búin að vera í sambandi í 20 ár, þá eru hefðirnar mjög ríkar og maður vill að börnin manns upplifi sömu hefðir ár eftir ár. Það er bara soldið erfitt að halda í allar hefðirnar þegar maður er einn að fylgja þeim eftir á móti því þegar við vorum tvö. Ég held að þetta hafi tekist ágætlega þetta árið, en þetta var soldið mikil vinna, ekkert afslappelsi eiginlega fyrr en á annan í jólum. Svona er þetta bara að maður vill að börnin sín eigi sín æskujól sem þau minnast og geta sagt seinna meir: "svona var þetta alltaf hjá okkur"!
Allavega þegar fólk stofnar fjölskyldu, þá skapast ákveðnar hefðir, þegar fjölskyldur tvístrast þá þarf að skapa nýjar hefðir, eða ákveða hvaða hefðir af þeim sem gamla fjölskyldan hafði á að halda í og hvaða hefðir mega missa sín.
Það er bara þannig að þegar maður er búin að vera í sambandi í 20 ár, þá eru hefðirnar mjög ríkar og maður vill að börnin manns upplifi sömu hefðir ár eftir ár. Það er bara soldið erfitt að halda í allar hefðirnar þegar maður er einn að fylgja þeim eftir á móti því þegar við vorum tvö. Ég held að þetta hafi tekist ágætlega þetta árið, en þetta var soldið mikil vinna, ekkert afslappelsi eiginlega fyrr en á annan í jólum. Svona er þetta bara að maður vill að börnin sín eigi sín æskujól sem þau minnast og geta sagt seinna meir: "svona var þetta alltaf hjá okkur"!
Jólin!
Jæja, nú eru helstu hátíðirnar liðnar hjá og byrjaðir aftur svona "venjulegir" dagar, allavega fyrir suma! Ég er reyndar í fríi þessa tvo daga milli jóla og nýjárs.
Jólin gengur ágætlega bara, Aðfangadagur var mjög erfiður en hinir dagarnir bara fínir,. Það fylltist hjá mér húsið á Jóladag. En við héldum svona "litlu jólin" þá ég og börnin mín. Borðuðum veislumat um miðjan dag og opnuðum svo pakkana til hvors annars og frá fjölskyldu minni, við vorum langt komin með pakkana þegar pabbi og mamma mættu á svæðið með enn fleiri pakka. Svo stuttu seinna mættu tengdó eða fyrrverandi tengdó ef hægt er að kalla þau það. Ég sagði nú einhvern tíman að þau yrðu tengdó þar til ég fengi nýtt sett, þá skyldi ég kalla þau fyrrverandi. Um kvöldið kíkti svo bróðir minn og konan hans á okkur þannig að þetta var bara frábær dagur ;-).
Gleðilega rest!
Jólin gengur ágætlega bara, Aðfangadagur var mjög erfiður en hinir dagarnir bara fínir,. Það fylltist hjá mér húsið á Jóladag. En við héldum svona "litlu jólin" þá ég og börnin mín. Borðuðum veislumat um miðjan dag og opnuðum svo pakkana til hvors annars og frá fjölskyldu minni, við vorum langt komin með pakkana þegar pabbi og mamma mættu á svæðið með enn fleiri pakka. Svo stuttu seinna mættu tengdó eða fyrrverandi tengdó ef hægt er að kalla þau það. Ég sagði nú einhvern tíman að þau yrðu tengdó þar til ég fengi nýtt sett, þá skyldi ég kalla þau fyrrverandi. Um kvöldið kíkti svo bróðir minn og konan hans á okkur þannig að þetta var bara frábær dagur ;-).
Gleðilega rest!
föstudagur, desember 21, 2007
Jólagjafir!!
Váá, var að fá þessa allra stærstu ostakörfu sem ég hef séð í jólagjöf frá fyrirtækinu mínu! Þetta er alveg hrikalega stór karfa, fullt af ostum og bæði rautt og hvítt vín, auk konfekts ofl. ofl. Hvernig á ég eiginlega að fara að því að klára þetta allt saman. Jú ég er að fá gesti á Jóladag, get auðvitað boðið uppá osta og meðí þá. En það væri nú voða kósí ef maður hefði einhvern til að deila þessu með svona um helgina. Nú þyrfti ég að setja í smáauglýsingarnar, "Sárvantar myndarlegan karlmann til að borða með mér osta og koma niður soldið af rauðu og hvítu víni, helst í kvöld!!" Nei, nei, þetta er nú ekkert svo slæmt ég hlýt að koma þessu út einhvern vegin.
Ostur er veislukostur!
Ostur er veislukostur!
Brjóst!!
Feministar og jólasveinar
Fékk í dag póst þar sem maður var að hneykslast á jólasveinunum sem feministar eru að setja fram. Ég veit það ekki mér finnst þetta soldið smart. Er eitthvað þarna sem við viljum ekki. Ég ætla fyrir mig og aðra að setja þetta inn hér.
Sá Fyrsti Stekkjastaur
Annar Giljagaur
Sá þriðji Stúfur
Sá fjórði Þvörusleikir
Sá fimmti Pottasleikir
Sá sjötti Askasleikir
Sá sjöundi Hurðaskellir
Sá áttundi Skyrgámur
Sá níundi Bjúgnakrækir
Mér finnst vera mikill húmor í þessu og mikil alvara, er eitthvað hér sem við erum ekki sammála??
Ég held að ég sé að verða feministi!!
Sá Fyrsti Stekkjastaur
Annar Giljagaur
Sá þriðji Stúfur
Sá fjórði Þvörusleikir
Sá fimmti Pottasleikir
Sá sjötti Askasleikir
Sá sjöundi Hurðaskellir
Sá áttundi Skyrgámur
Sá níundi Bjúgnakrækir
Mér finnst vera mikill húmor í þessu og mikil alvara, er eitthvað hér sem við erum ekki sammála??
Ég held að ég sé að verða feministi!!
miðvikudagur, desember 19, 2007
Jóla, jóla .....
Já þau nálgast nú óðfluga blessuð jólin, margir tala um jólastress, ég veit það ekki kannski er maður orðinn þetta gamall að maður nennir ekki að stressa sig um of á þessu. Jólin koma samt og alltaf eru þau jafnhátíðleg þó ekki hafi tekist að klára allt sem maður hafði hugsað sér að gera.
Ég hef aldrei skilið þessi allsherjarþrif sem sumir fara útí, skúra loft og veggi, svona í mesta skammdeginu, maður sér ekki einu sinni drulluna í þessari birtu, eða ekki birtu, það birtir nú eiginlega ekki neitt í þessari rigningu sem nú bylur á glugganum. Ég tek bara svona venjuleg helgarþrif, tek gólfin og salernið. Svo baka ég 3 tegundir af smákökum, eina perutertu, eitt svona bóndabrauð og bý til rauðrófusalat og ekki má gleyma ömmuísnum (mér finnst miklu skemmtilegra að elda og baka en þrífa ;-))
Ég á eftir að gera ísinn og þrífa, keypti jólatré í gær, veit ekki alveg hvenær ég á að skreyta það því það hefur verið hefð fyrir því á mínu heimili að það geri það allir saman, en nú verður pabbahelgi þannig að ég verð að gera þetta í kvöld eða á Þorláksmessu seinnipart áður en við förum til mömmu og pabba í hið árlega Þorláksmessuboð.
Aðfangadagskvöld er komið á hreint verðum ég og bróðir minn og hans kona og barn hjá mömmu og pabba. Soldið erfið jól hjá henni mágkonu minni hún missti mömmu sína í sumar bráðunga úr krabbameini, þannig að það eru fyrstu mömmulausu jólin hjá henni. Ég verð barnlaus og örugglega soldið meir þess vegna, við vonum að þetta verði nú ekki einhver grátkór þarna á Aðfangadag.... ÚBS... Nei, nei, við látum það nú ekki gerast.
Jæja jólin koma, jólin koma.......
Ég hef aldrei skilið þessi allsherjarþrif sem sumir fara útí, skúra loft og veggi, svona í mesta skammdeginu, maður sér ekki einu sinni drulluna í þessari birtu, eða ekki birtu, það birtir nú eiginlega ekki neitt í þessari rigningu sem nú bylur á glugganum. Ég tek bara svona venjuleg helgarþrif, tek gólfin og salernið. Svo baka ég 3 tegundir af smákökum, eina perutertu, eitt svona bóndabrauð og bý til rauðrófusalat og ekki má gleyma ömmuísnum (mér finnst miklu skemmtilegra að elda og baka en þrífa ;-))
Ég á eftir að gera ísinn og þrífa, keypti jólatré í gær, veit ekki alveg hvenær ég á að skreyta það því það hefur verið hefð fyrir því á mínu heimili að það geri það allir saman, en nú verður pabbahelgi þannig að ég verð að gera þetta í kvöld eða á Þorláksmessu seinnipart áður en við förum til mömmu og pabba í hið árlega Þorláksmessuboð.
Aðfangadagskvöld er komið á hreint verðum ég og bróðir minn og hans kona og barn hjá mömmu og pabba. Soldið erfið jól hjá henni mágkonu minni hún missti mömmu sína í sumar bráðunga úr krabbameini, þannig að það eru fyrstu mömmulausu jólin hjá henni. Ég verð barnlaus og örugglega soldið meir þess vegna, við vonum að þetta verði nú ekki einhver grátkór þarna á Aðfangadag.... ÚBS... Nei, nei, við látum það nú ekki gerast.
Jæja jólin koma, jólin koma.......
þriðjudagur, desember 18, 2007
Jólakortin!
Ef það er eitthvað sem mér leiðist við jólaundirbúninginn þá eru það jólakortin ;-). Mér finnst ótrúlega gaman að fá jólakort og þar af leiðandi tími ég ekki að sleppa þeim, en mér leiðist svakalega að skrifa á þau og finna út hver á að fá og hver ekki, fletta upp nýjum heimilisföngum finna ljósmynd sem gæti gengið osfrv. osfrv. Ég er líka vön að senda nokkur bréf til Spánar síðan ég var þar skiptinemi fyrir rúmlega 20 árum síðan og þar segi ég svona hvað á daga mína hefur drifið síðasta árið eða svo. Þetta er líka eitthvað sem vex mér í augum.
Annars er ég svona verkefnadrifin manneskja, ég bara geng í hlutina og klára, og auðvitað endar það alltaf þannig með jólakortin, maður er búinn að vinna þetta milljón sinnum í hausnum á sér en svo loksins þegar maður gerir þetta þá er þetta ekkert brjálað mál, en alltaf þarf maður að vera á síðasta skiladegi :-(. Ég byrjaði í gærkveldi og fór með þetta langleiðina, á samt enn eftir að skrifa jóla- æji við köllum það bara áramótabréfin til Spánar þetta árið.
Jóla hvað.....
Annars er ég svona verkefnadrifin manneskja, ég bara geng í hlutina og klára, og auðvitað endar það alltaf þannig með jólakortin, maður er búinn að vinna þetta milljón sinnum í hausnum á sér en svo loksins þegar maður gerir þetta þá er þetta ekkert brjálað mál, en alltaf þarf maður að vera á síðasta skiladegi :-(. Ég byrjaði í gærkveldi og fór með þetta langleiðina, á samt enn eftir að skrifa jóla- æji við köllum það bara áramótabréfin til Spánar þetta árið.
Jóla hvað.....
sunnudagur, desember 16, 2007
Leikhúsferðir
Ég var í leikhúsgírnum þessa helgina, fór á eina sýningu á föstudaginn þar sem 13-15 ára krakkar í Mosó unnu þvílíkan leiksigur í leikritinu "Þegar Trölli stal jólunum", af öðrum ólöstuðum var hún Harpa Ellerts stórkostleg í hlutverki Trölla. Búningarnir voru litríkir og sýndu mikla útsjónasemi, krakkarnir sungu frábærlega og þetta var bara í alla staði stórkostleg sýning, vonandi sjá hana sem flestir, en það eru enn nokkrar sýningar fyrir jól.
Í dag fórum við mæðgurnar svo inn í Hafnarfjörð og sáum "Ævintýrið um Augastein" þar sem Felix Bergsson fer á kostum svo sem eins og venjulega. Hann er æði, verst hann skuli vera "gay", hann er svo fallegur, brosið svo einlægt og yndislegt, svo syngur hann eins og næturgali. Mér finnst hann alltaf flottur, hann og Hilmir Snær eru sko mínir uppáhalds leikarar, þó að mörgu leyti séu þeir ólíkir.
Drifið ykkur nú í leikhúsið.
Í dag fórum við mæðgurnar svo inn í Hafnarfjörð og sáum "Ævintýrið um Augastein" þar sem Felix Bergsson fer á kostum svo sem eins og venjulega. Hann er æði, verst hann skuli vera "gay", hann er svo fallegur, brosið svo einlægt og yndislegt, svo syngur hann eins og næturgali. Mér finnst hann alltaf flottur, hann og Hilmir Snær eru sko mínir uppáhalds leikarar, þó að mörgu leyti séu þeir ólíkir.
Drifið ykkur nú í leikhúsið.
föstudagur, desember 14, 2007
Skvísur!!
Jæja þá er saumaklúbburinn búinn, gekk bara vel, meira að segja hundurinn gat hagað sér almennilega eða nokkurn veginu, hún þurfti að heilsa gestunum einum of mikið að flestra mati en eftir það var hún nokkurn vegin til friðs.
Það voru svo sem engar djúsí sögur úr saumó í þetta skiptið, bara verið að ræða börnin og hvað þau séu að gera. Einnig komumst við að því að við hljótum að vera svaka pæjur. Ein okkar á son sem er 19 ára, hún fór niður í vinnu til hans um daginn með eitthvað sem hann hafði gleymt. Þegar hún var farinn sagði víst einn samstarfsfélagi hans, líka mjög ungur, við hann hvurslags voða skvísa þessi systir hans væri hehehe...... Sonurinn svaraði víst með snúð, hvað er eiginlega að þér þetta er mamma!!
Önnur sagðist nú vera svo hrikalega barnaleg að hún þyrfti nú að fara að gera eitthvað í þessu. Hún hafði lent í því um daginn í Þýskalandi í einhverri veislu að fólkið sem var um þrítugt sem sat við borðið þrætti við hana og vildu meina að hún væri nú ekki deginum eldri en 26, þó hún segðist hafa verið kennari í menntaskóla í 10 ár áður en hún fór útí eigin rekstur!! Henni fannst þetta 26 vera nú einum of....
Ég hitti eina um daginn sem á son sem sonur minn lék sér oft við hérna í den. Hún var eitthvað að segja mikið og segir svo, heyrðu .....mín við erum nú komnar á þann aldur og svo lét hún móðan mása en bætti svo við, ekki þannig meint, ég veit að þú ert nú þó nokkrum árum yngri, en ég og svo hélt hún áfram, þegar hún hafði lokið máli sínu samþykkti ég þetta allt saman enda mikil viska fólgin í orðum hennar en bætti svo við, fyrirgefðu en hvað ert þú eiginlega gömul? Hún svaraði keik, að hún yrði nú fertug á næsta ári og væri þá opinberlega kominn á fimmtugsaldurinn. Ég leiðrétti hana þá með þetta þó nokkrum árum yngri og hún hló og sagðist ekki trúa mér en bætti svo við, mikið rosalega líturðu vel út......
hehe....
með skvísu kveðjum.
Það voru svo sem engar djúsí sögur úr saumó í þetta skiptið, bara verið að ræða börnin og hvað þau séu að gera. Einnig komumst við að því að við hljótum að vera svaka pæjur. Ein okkar á son sem er 19 ára, hún fór niður í vinnu til hans um daginn með eitthvað sem hann hafði gleymt. Þegar hún var farinn sagði víst einn samstarfsfélagi hans, líka mjög ungur, við hann hvurslags voða skvísa þessi systir hans væri hehehe...... Sonurinn svaraði víst með snúð, hvað er eiginlega að þér þetta er mamma!!
Önnur sagðist nú vera svo hrikalega barnaleg að hún þyrfti nú að fara að gera eitthvað í þessu. Hún hafði lent í því um daginn í Þýskalandi í einhverri veislu að fólkið sem var um þrítugt sem sat við borðið þrætti við hana og vildu meina að hún væri nú ekki deginum eldri en 26, þó hún segðist hafa verið kennari í menntaskóla í 10 ár áður en hún fór útí eigin rekstur!! Henni fannst þetta 26 vera nú einum of....
Ég hitti eina um daginn sem á son sem sonur minn lék sér oft við hérna í den. Hún var eitthvað að segja mikið og segir svo, heyrðu .....mín við erum nú komnar á þann aldur og svo lét hún móðan mása en bætti svo við, ekki þannig meint, ég veit að þú ert nú þó nokkrum árum yngri, en ég og svo hélt hún áfram, þegar hún hafði lokið máli sínu samþykkti ég þetta allt saman enda mikil viska fólgin í orðum hennar en bætti svo við, fyrirgefðu en hvað ert þú eiginlega gömul? Hún svaraði keik, að hún yrði nú fertug á næsta ári og væri þá opinberlega kominn á fimmtugsaldurinn. Ég leiðrétti hana þá með þetta þó nokkrum árum yngri og hún hló og sagðist ekki trúa mér en bætti svo við, mikið rosalega líturðu vel út......
hehe....
með skvísu kveðjum.
fimmtudagur, desember 13, 2007
"Ofurmamma"
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta viðurnefni sé nógu gott. Þetta er allavega ekkert voðalega "sexý" hehehe.....
Það sem ég hugsaði þegar ég tók það upphaflega árið 2004 var að maður var í fullu starfi frekar svona krefjandi, með 3 börn sem ekki voru orðnir unglingar þá, þar af eitt innan við eins árs og svo þurfti maður að standa pligtina sem mamma alls staðar. Það voru tónleikar, fótboltamót, sundmót, leiksýningar, fara með barnið á skíðaæfingar upp í fjöll og ýmis konar uppákomur, auk þess sem við hjónin þurftum nú endalaust að vera að skutla og sækja í allar þessar tómstundir.
Stundum féllust manni bara hendur og manni fannst maður ekki vera að lifa fyrir sjálfan sig heldur börnin! (það er spurning hvort það er undirrót skilnaðarins). Nú hefur maður svo sem uppskorið ávöxt erfiðisins, enda sýnir það sig að þessir krakkar mínir eru í fremstu röð hvar sem þau koma. Var meira að segja að fá hrós frá deildastjóra leikskóladeildar yngstu stelpunnar um hvað hún væri "flott", eins og hún orðaði það, tæki þátt í öllu væri alltaf til í allt, og svaka dugleg farin að skrifa nafnið sitt og meira aðeins 4ra ára. Húrra fyrir henni! Strákurinn er að standa sig með prýði í menntaskólanum og sú í miðjunni er nú bara frábær, ég er að fara að horfa á hana á morgun leika í "Þegar Trölli stal jólunum" í Bæjarleikhúsinu og hlakka mikið til. Set hér inn mynd af þeim stóru systkinunum, sem tekin var á frumsýningunni á sunnudaginn.
Það sem ég hugsaði þegar ég tók það upphaflega árið 2004 var að maður var í fullu starfi frekar svona krefjandi, með 3 börn sem ekki voru orðnir unglingar þá, þar af eitt innan við eins árs og svo þurfti maður að standa pligtina sem mamma alls staðar. Það voru tónleikar, fótboltamót, sundmót, leiksýningar, fara með barnið á skíðaæfingar upp í fjöll og ýmis konar uppákomur, auk þess sem við hjónin þurftum nú endalaust að vera að skutla og sækja í allar þessar tómstundir.
Stundum féllust manni bara hendur og manni fannst maður ekki vera að lifa fyrir sjálfan sig heldur börnin! (það er spurning hvort það er undirrót skilnaðarins). Nú hefur maður svo sem uppskorið ávöxt erfiðisins, enda sýnir það sig að þessir krakkar mínir eru í fremstu röð hvar sem þau koma. Var meira að segja að fá hrós frá deildastjóra leikskóladeildar yngstu stelpunnar um hvað hún væri "flott", eins og hún orðaði það, tæki þátt í öllu væri alltaf til í allt, og svaka dugleg farin að skrifa nafnið sitt og meira aðeins 4ra ára. Húrra fyrir henni! Strákurinn er að standa sig með prýði í menntaskólanum og sú í miðjunni er nú bara frábær, ég er að fara að horfa á hana á morgun leika í "Þegar Trölli stal jólunum" í Bæjarleikhúsinu og hlakka mikið til. Set hér inn mynd af þeim stóru systkinunum, sem tekin var á frumsýningunni á sunnudaginn.
miðvikudagur, desember 12, 2007
Rauðvínsdrykkja
Ég var í tölvunni seint í gærkveldi og fæ þá meldingu á MSN frá vinkonu minni í útlöndum. Ég svara og spyr hvort hún eigi ekki að vera farin að sofa fyrir löngu enda klukkan að verða miðnætti hérna hjá mér. Hún svaraði því til að jú hún væri nú orðin soldið syfjuð en það væri örugglega rauðvíninu að kenna sem hún hefði drukkið um leið og hún skrifaði jólakortin! Góð....
En þá fór ég að hugsa, ég keypti mér jólabjór frá Tuborg sem hefur verið algjörlega ómissandi á mínu heimili síðan við bjuggum í Danmörku, ég keypti svona kassa með 10 litlum dósum í. Það er örugglega 2 vikur síðan og ég er búin að klára 1 ég segi og skrifa einn bjór!! Svo safnast rauðvínið bara fyrir hérna uppí hillu, því ég á það til að grípa eina og eina flösku í ríkinu. Þetta er agalegt ástand, mér finnst ekkert gaman að drekka ein svo mig vantar sárlega félaga í þessa drykkju alla saman. Það er spurning um að setja í einkamáladálka dagblaðanna. "Óska eftir myndarlegum karlmanni til að drekka með rauðvín á síðkvöldum!" haldiði að það myndi virka hehehe.....
skál.......
En þá fór ég að hugsa, ég keypti mér jólabjór frá Tuborg sem hefur verið algjörlega ómissandi á mínu heimili síðan við bjuggum í Danmörku, ég keypti svona kassa með 10 litlum dósum í. Það er örugglega 2 vikur síðan og ég er búin að klára 1 ég segi og skrifa einn bjór!! Svo safnast rauðvínið bara fyrir hérna uppí hillu, því ég á það til að grípa eina og eina flösku í ríkinu. Þetta er agalegt ástand, mér finnst ekkert gaman að drekka ein svo mig vantar sárlega félaga í þessa drykkju alla saman. Það er spurning um að setja í einkamáladálka dagblaðanna. "Óska eftir myndarlegum karlmanni til að drekka með rauðvín á síðkvöldum!" haldiði að það myndi virka hehehe.....
skál.......
Formaður í "ráði"
Ég fékk upphringingu um daginn og hver haldiði að það hafi verið jú frú Umhverfisráðherra. Hana vantaði verkfræðing og konu til að stjórna ákveðnu ráði sem er ráðgefandi fyrir ráðuneytið.
OK, ég sagðist nú ekki hafa neina þekkingu á málefninu sjálfu en það var víst ekki aðalatriðið, þar sem ákveðinn stjóri sæji um þetta allt saman. Þá kom spurningin hvað þetta væri mikil vinna og svarið var nokkrir fundir á ári. Ég tók mér nóttina til að hugsa þetta en sagði svo já og í dag er fyrsti fundur hjá þessu nýja ráði og ég er með smá kvíðahnút í maganum, þar sem hinir aðilarnir í ráðinu eru allt karlmenn og þar á meðal Borgarstjóri, Brunamálastjóri, Slökkviliðsstjóri, ofl. ofl. Alls 8 manns.
En ég hef nú verið að berjast í því alla tíð að konur fái jöfn tækifæri á við karlmenn og meta skuli menntun en ekki kyn osfrv. osfrv. Ég gat engan vegin skorist undan þessu það hefði brotið gegn öllum mínum lífsskoðunum.
Jæja frú formaður.
OK, ég sagðist nú ekki hafa neina þekkingu á málefninu sjálfu en það var víst ekki aðalatriðið, þar sem ákveðinn stjóri sæji um þetta allt saman. Þá kom spurningin hvað þetta væri mikil vinna og svarið var nokkrir fundir á ári. Ég tók mér nóttina til að hugsa þetta en sagði svo já og í dag er fyrsti fundur hjá þessu nýja ráði og ég er með smá kvíðahnút í maganum, þar sem hinir aðilarnir í ráðinu eru allt karlmenn og þar á meðal Borgarstjóri, Brunamálastjóri, Slökkviliðsstjóri, ofl. ofl. Alls 8 manns.
En ég hef nú verið að berjast í því alla tíð að konur fái jöfn tækifæri á við karlmenn og meta skuli menntun en ekki kyn osfrv. osfrv. Ég gat engan vegin skorist undan þessu það hefði brotið gegn öllum mínum lífsskoðunum.
Jæja frú formaður.
þriðjudagur, desember 11, 2007
"Saumaklúbbar"
Það vita það nú allir heilvita menn að "saumaklúbbar" eru sko engir sauma klúbbar heldur tilefni vinkvenna til að hittast og spjalla yfir góðum kræsingum.
Það stendur til að halda einn slíkan hér hjá mér á fimmtudagskvöldinu, sem þýðir auðvitað tiltekt og pælingar í réttum og kökum. Reyndar ber mér skylda til að hafa perutertuna mína, annars verð ég rukkuð um hana, svo er ég búin að baka nokkrar smákökur og sörur, og er svo að spá í einn brauðrétt og osta. Er það ekki bara fínt?
Það sem er aftur að angra mig er að allar þessar dömur eru giftar og það í öllum tilfellum vel giftar auk þess sem þær eru þrælmenntaðar upp til hópa (við erum með lækni, flugstjóra, verkfræðinga, heilbrigðisfulltrúa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, viðskiptafræðing osfrv.) þannig að allar búa þær mjög vel sko ekkert minna en 200 fermetrar þar, ég hugsa að þær fái innilokunarkennd í þessari litlu íbúð minni þar sem við búum öll 5 þ.e. ég, börnin og hundurinn.
En, veitingarnar skulu allavega vera í lagi og húsið hreint þó lítið sé.
"Bon appetit"
Það stendur til að halda einn slíkan hér hjá mér á fimmtudagskvöldinu, sem þýðir auðvitað tiltekt og pælingar í réttum og kökum. Reyndar ber mér skylda til að hafa perutertuna mína, annars verð ég rukkuð um hana, svo er ég búin að baka nokkrar smákökur og sörur, og er svo að spá í einn brauðrétt og osta. Er það ekki bara fínt?
Það sem er aftur að angra mig er að allar þessar dömur eru giftar og það í öllum tilfellum vel giftar auk þess sem þær eru þrælmenntaðar upp til hópa (við erum með lækni, flugstjóra, verkfræðinga, heilbrigðisfulltrúa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, viðskiptafræðing osfrv.) þannig að allar búa þær mjög vel sko ekkert minna en 200 fermetrar þar, ég hugsa að þær fái innilokunarkennd í þessari litlu íbúð minni þar sem við búum öll 5 þ.e. ég, börnin og hundurinn.
En, veitingarnar skulu allavega vera í lagi og húsið hreint þó lítið sé.
"Bon appetit"
mánudagur, desember 10, 2007
Afgreiðsludama!
Fór í Krónuna á Bíldshöfðanum áðan á leiðinni heim, þar eru komnir sjálfsafgreiðslukassar. Vááá æði, nú getur maður leikið sína eigin kassadömu og skannað allt inn, vigtað grænmetið og sett í poka. Þetta er draumaaðstaðan fyrir svona stelpur eins og mig sem alltaf hefur dreymt um að verða afgreiðslukona á afgreiðslukassa eða gjaldkeri í banka!!! Húrra fyrir Tóta frænda.
Það gera 2652 krónur!
Það gera 2652 krónur!
Týndu teskeiðarnar
Ég hef svo sem talað um unglinga hér áður en ég á eina dóttur sem er 14 ára, hún er ekkert alltof áköf að taka til inni hjá sér og það geta liðið vikur án þess að það sjáist í gólfið í herberginu hennar, en sem betur fer er hurð á herberginu og ég loka henni bara. Ég fann það út fljótt að ég væri löngu búin að tapa geðheilsunni ef ég ætlaði að vera að æsa mig yfir þessu drasli inni hjá henni endalaust. Jæja ég hótaði nú um daginn að taka mynd af herberginu og setja hana hér inn, sú var fljót að láta myndavélina hverfa!!!
Ok, aftur að titli bloggfærslunnar. Ég stóð inní eldhúsi hjá mér í gær og var að taka uppúr uppþvottavélinni, þegar því var lokið voru einungis 3 teskeiðar í skúffunni, ég var soldið hissa því ég var viss um að ég ætti fleiri teskeiðar. Kallaði á krakkana og spurði hvort þau væru með einhverjar teskeiðar inni hjá sér eða hvort þau vissu til þess að hafa hent svona 10 stk. teskeiðum. En nei, nei, þau voru bæði sakleysið uppmálað. Jæja ég furða mig á þessu en tilkynni svo dótturinni að mig langi í teskeiðar í jólagjöf!!
Stuttu seinna sé ég hvar hún er að laumast með gula plastpoka úr draslinu inni hjá sér og viti menn í þessum plastpokum voru teskeiðar, ein í hverjum poka. OK, hún fer nefnilega oft með jógúrt, engjaþykkni (OK, ég veit að það er glás af sykurmolum í þessum vörum en samt) oþh. í skólann og þá þarf teskeið með til að borða þetta. Hún tók sig semsagt til að tók aðeins til í herberginu sínu og fann nokkrar teskeiðar, "nokkrar" þær voru alls 9 stk.
Skrýtið að þeim skyldi hafa fækkað í skúffunni hjá mér!
Ok, aftur að titli bloggfærslunnar. Ég stóð inní eldhúsi hjá mér í gær og var að taka uppúr uppþvottavélinni, þegar því var lokið voru einungis 3 teskeiðar í skúffunni, ég var soldið hissa því ég var viss um að ég ætti fleiri teskeiðar. Kallaði á krakkana og spurði hvort þau væru með einhverjar teskeiðar inni hjá sér eða hvort þau vissu til þess að hafa hent svona 10 stk. teskeiðum. En nei, nei, þau voru bæði sakleysið uppmálað. Jæja ég furða mig á þessu en tilkynni svo dótturinni að mig langi í teskeiðar í jólagjöf!!
Stuttu seinna sé ég hvar hún er að laumast með gula plastpoka úr draslinu inni hjá sér og viti menn í þessum plastpokum voru teskeiðar, ein í hverjum poka. OK, hún fer nefnilega oft með jógúrt, engjaþykkni (OK, ég veit að það er glás af sykurmolum í þessum vörum en samt) oþh. í skólann og þá þarf teskeið með til að borða þetta. Hún tók sig semsagt til að tók aðeins til í herberginu sínu og fann nokkrar teskeiðar, "nokkrar" þær voru alls 9 stk.
Skrýtið að þeim skyldi hafa fækkað í skúffunni hjá mér!
Yfirvigt
Hljómar ekki sérstaklega vel þessi titill minn, en málið er að líf mitt er í svo föstum skorðum að ég sé yfirleitt sama fólkið alla daga og fer á sömu staði. Síðastliðið föstudagskvöld fór ég ásamt vinnunni á jólahlaðborð eins og tíðkast oft í desembermánuði. Við borðuðum á fínu hóteli hér í bæ og voru þarna margir hópar samankomnir, bæði aðrir vinnustaðir og vinahópar.
Þarna var stórt hringborð með 10 manns og allir vel undir þrítugu. Mér varð svolítið starsýnt á það því allar konurnar við borðið voru mjög "stórar". Sama átti við þegar við fórum svo í bæinn að tjútta svolítið, allflestar "ungu" konurnar voru í yfirvigt og það engri smá. Mér ferst svo sem að tala með mín 15+ kíló sem mættu alveg fara. En ég get þó keypt mér föt í venjulegum búðum og ég er búin að eiga mín 3 börn sem í mjög mörgum tilfellum bæta kílóum á mæðurnar. En þessar ungu stúlkur eiga í mörgum tilfellum eftir að eiga börnin og þá bætast kannski 10-15 kíló ofan á þau 100+ sem þær eru með nú þegar.
Það var einn kostur við þetta en það var sá að ég fílaði mig bara svaka "pæja", sem er nú afskaplega gott fyrir sjálfstraustið.
Ég veit að þetta er mjög svo fordómafullt blogg. En "comon" hvert er heimurinn eiginlega að fara?
Þarna var stórt hringborð með 10 manns og allir vel undir þrítugu. Mér varð svolítið starsýnt á það því allar konurnar við borðið voru mjög "stórar". Sama átti við þegar við fórum svo í bæinn að tjútta svolítið, allflestar "ungu" konurnar voru í yfirvigt og það engri smá. Mér ferst svo sem að tala með mín 15+ kíló sem mættu alveg fara. En ég get þó keypt mér föt í venjulegum búðum og ég er búin að eiga mín 3 börn sem í mjög mörgum tilfellum bæta kílóum á mæðurnar. En þessar ungu stúlkur eiga í mörgum tilfellum eftir að eiga börnin og þá bætast kannski 10-15 kíló ofan á þau 100+ sem þær eru með nú þegar.
Það var einn kostur við þetta en það var sá að ég fílaði mig bara svaka "pæja", sem er nú afskaplega gott fyrir sjálfstraustið.
Ég veit að þetta er mjög svo fordómafullt blogg. En "comon" hvert er heimurinn eiginlega að fara?
föstudagur, desember 07, 2007
Jólahlaðborð
Jæja, þá er komið að hinum árlega viðburði en það er jólahlaðborð fyrirtækisins, í morgun fengum við útborgaðan svokallaðan 13ánda mánuð, sem er svona jólabónus hjá okkur auk þess sem okkur var tilkynnt að bónusinn í ár yrði greiddur út í janúar og hann innihéldi 10% af brúttólaunum þetta árið. Ekki slæmar fréttir það.
Í viðbót við þetta var tilkynnt að á nýju ári yrði svo farið að vinna í því að fjölga hluthöfum í fyrirtækinu þ.e. völdum starfsmönnum með starfsreynslu yrði boðið að kaupa sig inn í fyrirtækið. Þetta er nú eitthvað sem er búið að tala um síðastliðin ár og mér var einu sinni boðið þetta en svo bakkað með það aftur en nú er þetta obinber stefna þannig að ég verð örugglega fyrst á listanum þar sem ég hef unnið hér lengst allra.
OK, maður þarf þá að finna leiðir til að fjármagna þetta en það kemur allt í ljós hvernig þetta verður útfært.
Maður verður kannski eigandi að verkfræðistofu einn daginn hehehe.....
Í viðbót við þetta var tilkynnt að á nýju ári yrði svo farið að vinna í því að fjölga hluthöfum í fyrirtækinu þ.e. völdum starfsmönnum með starfsreynslu yrði boðið að kaupa sig inn í fyrirtækið. Þetta er nú eitthvað sem er búið að tala um síðastliðin ár og mér var einu sinni boðið þetta en svo bakkað með það aftur en nú er þetta obinber stefna þannig að ég verð örugglega fyrst á listanum þar sem ég hef unnið hér lengst allra.
OK, maður þarf þá að finna leiðir til að fjármagna þetta en það kemur allt í ljós hvernig þetta verður útfært.
Maður verður kannski eigandi að verkfræðistofu einn daginn hehehe.....
fimmtudagur, desember 06, 2007
Kaffivélin
Kaffivélin bilaði hér á mínum vinnustað í dag, það þýðir eiginlega bara eitt "disaster", í ofanálagt er hið vikulega kaffi í fyrramálið, þetta verður bara neyðarástand. Enda kom í ljós að það voru allir farnir heim fyrir kl. 17:00 í dag nema við sem ekki drekkum kaffi...
mánudagur, desember 03, 2007
Sendirinn!!
Það getur verið ótrúlega gaman hérna hjá okkur í hádeginu, við erum nú ekki mörg sem vinnum hérna en kaffistofuumræðan getur verið alveg sprenghlægileg og maður hefur sko grátið úr hlátri.
Yfirleitt tekst okkur að snúa umræðunni uppá lægra plan, þ.e. svona neðanmittis en þetta getur verið alveg ótrúlega gaman. Í dag kemur frá einum samstarfsfélaga mínu að það vilji enginn halda framhjá með honum :-( svona frekar súr á svipinn og bætti við ég sendi örugglega ekki réttu bylgjurnar frá mér, tek það fram að þessi maður er mjög vel giftur svo það er ekki málið. Þetta vatt svo uppá sig og ég sagðist ekki vera búin að "tjúna" sendinn hjá mér, það hlyti að fara að koma. Samstarfskona okkar toppaði svo málið með því að segja eitthvað á þá leið að hún hlyti að vera með þennan sendi "tjúnaðann" alltaf hún væri bara alltaf að lenda í því að einhverjir væru að reyna við sig og hún harðgift manneskjan hefði sko ekkert með þessa kalla að gera!! Einn bætti líka við að hann næmi sko ekki þessar bylgjur en konan sín væri sífellt að benda á einhverjar konur sem væru að gefa honum hýrt auga, hann bara fattaði þetta ekki og þá varð niðurstaðan sú að hann væri með bilaðan móttakara!! hehehe.....
Við hlógum soldið að þessu, en svo var farið útí það að ræða jeppa sem vill oft verða frekar eldfimt efni á kaffistofunni þar sem 3 eiga Ford jeppa þar á meðal þessi sem hóf umræðuna með bylgjurnar, en Toyota jeppafólkinu finnst það nú ekki vera jeppar. Þannig segir þessi samstarfskona mín í gríni að hún skyldi bara bjóða hinum í Þórsmörk til að sanna jeppana. OK segir hann fljótur að grípa, bara við tvö??? Já ef þú endilega villt segir hún. Þá lítur hann á hana íbygginn, jæja þá nú ert þú búin að kveikja á sendinum................
Maður ætti kannski að fara að tékka á þessum sendi, hann hefur svo sem verið óvirkur í rúmlega 20 ár, þannig að kannski er hann bara ónýtur...................
Radíóamatör kveðjur!
Yfirleitt tekst okkur að snúa umræðunni uppá lægra plan, þ.e. svona neðanmittis en þetta getur verið alveg ótrúlega gaman. Í dag kemur frá einum samstarfsfélaga mínu að það vilji enginn halda framhjá með honum :-( svona frekar súr á svipinn og bætti við ég sendi örugglega ekki réttu bylgjurnar frá mér, tek það fram að þessi maður er mjög vel giftur svo það er ekki málið. Þetta vatt svo uppá sig og ég sagðist ekki vera búin að "tjúna" sendinn hjá mér, það hlyti að fara að koma. Samstarfskona okkar toppaði svo málið með því að segja eitthvað á þá leið að hún hlyti að vera með þennan sendi "tjúnaðann" alltaf hún væri bara alltaf að lenda í því að einhverjir væru að reyna við sig og hún harðgift manneskjan hefði sko ekkert með þessa kalla að gera!! Einn bætti líka við að hann næmi sko ekki þessar bylgjur en konan sín væri sífellt að benda á einhverjar konur sem væru að gefa honum hýrt auga, hann bara fattaði þetta ekki og þá varð niðurstaðan sú að hann væri með bilaðan móttakara!! hehehe.....
Við hlógum soldið að þessu, en svo var farið útí það að ræða jeppa sem vill oft verða frekar eldfimt efni á kaffistofunni þar sem 3 eiga Ford jeppa þar á meðal þessi sem hóf umræðuna með bylgjurnar, en Toyota jeppafólkinu finnst það nú ekki vera jeppar. Þannig segir þessi samstarfskona mín í gríni að hún skyldi bara bjóða hinum í Þórsmörk til að sanna jeppana. OK segir hann fljótur að grípa, bara við tvö??? Já ef þú endilega villt segir hún. Þá lítur hann á hana íbygginn, jæja þá nú ert þú búin að kveikja á sendinum................
Maður ætti kannski að fara að tékka á þessum sendi, hann hefur svo sem verið óvirkur í rúmlega 20 ár, þannig að kannski er hann bara ónýtur...................
Radíóamatör kveðjur!
Ef ég nenni......
Ég var kannski heldur svartsýn þarna fyrir helgi, þ.e. þetta með jólastuðið. Það er aðeins að koma, ég bakaði piparkökur með stórfjölskyldunni á föstudagskvöldið og svo var húsið skreytt að utan með seríum á laugardaginn og að lokum settum við saman aðventukrans ég og dóttirin svo þetta er kannski allt að koma. Þarf að fara að huga að jólagjöfunum. Er sko ekki byrjuð en samt eiginlega búin að afgreiða alla nema bræður mína og konur þeirra.
Titill bloggsins vitnar til eitt af uppáhaldsjólalögunum mínum en það er með Helga Björns.
Kannski koma jólin bara eftir allt saman......
Titill bloggsins vitnar til eitt af uppáhaldsjólalögunum mínum en það er með Helga Björns.
Kannski koma jólin bara eftir allt saman......
föstudagur, nóvember 30, 2007
Fjölskyldustefna
Ég hitti góða vinkonu mín í gær, sem vinnur hjá stóru fyrirtæki í útrás. Þau voru að kaupa hollenskt fyrirtæki núna um daginn og hún fór að lýsa því hvað Hollendingar væru ófjölskylduvænir. Ég hváði við, enda hef ég alltaf haldið að þjóðir sem standa svona framalega væru með þetta fjölskyldudæmi alveg á hreinu.
Hún sagðist hafa hitt hollenska konu í stjórnunarstöðu og þær tóku tal saman. Vinkona spurði hana svona eins og gengur hvað hún ætti mörg börn enda á þessi vinkona mín 2 stykki. Sú hváði og leit á hana og sagði: "ég er að vinna". Já ég veit sagði þá vinkona mín en hvað áttu mörg börn, hélt að konan hefði misskilið sig, en þá sagði sú hollenska: "hérna velur maður". "Hvað meinarðu?" spurði þá vinkona mín. "Maður velur hvort maður ætlar að vinna eða eiga börn. Karlmennirnir geta gert hvoru tveggja en við konurnar þurfum að velja!" Vinkona mín varð alveg mállaus enda er hún í stjórnunarstöðu í sínu fyrirtæki og einstæð móðir með 2 börn.
Annað dæmi sagði hún mér líka en hún var í haust á námskeiði með 40 manns þar af 5 konur og voru þar nokkrir Hollendingar. Hún hitti þar einn yfir kvöldverði og þau ræddu málin og þar barst í tal að hún ætti börn. Hann horfði á hana og sagði að það hlyti að vera rosa erfitt fyrir þau hjónin að vera bæði að vinna með 2 börn. Þá leiðrétti vinkona mín hann og sagði að hún væri nú reyndar fráskilin og væri ein með börnin. Þá missti sá hollenski hökuna niður á maga. Það kom reyndar danskur maður henni til hjálpar og fór að útskýra þetta kerfi sem væri svo ríkjandi í Skandinavíu að þó maður sé fráskilin þá taki faðirinn mikinn þátt í uppeldi barna sinna og í Danmörku sé mjög algengt að foreldrar hafi börnin viku og viku. Sá hollenski leit á þau en var nú ekki sannfærður og fékk svo alveg áfall þegar vinkona mín bætti við að auðvitað væri það mjög algengt en sinn fyrrverandi væri nú búinn að búa í útlöndum síðasta hálfa árið og hefði ekkert haft börnin á þeim tíma. Ég held að þegar þarna var komið hafi Hollendingurinn flautað á þjóninn og pantað einn tvöfaldann!!! hehehehe......
Þessar íslensku ofurmömmur!!!
Hún sagðist hafa hitt hollenska konu í stjórnunarstöðu og þær tóku tal saman. Vinkona spurði hana svona eins og gengur hvað hún ætti mörg börn enda á þessi vinkona mín 2 stykki. Sú hváði og leit á hana og sagði: "ég er að vinna". Já ég veit sagði þá vinkona mín en hvað áttu mörg börn, hélt að konan hefði misskilið sig, en þá sagði sú hollenska: "hérna velur maður". "Hvað meinarðu?" spurði þá vinkona mín. "Maður velur hvort maður ætlar að vinna eða eiga börn. Karlmennirnir geta gert hvoru tveggja en við konurnar þurfum að velja!" Vinkona mín varð alveg mállaus enda er hún í stjórnunarstöðu í sínu fyrirtæki og einstæð móðir með 2 börn.
Annað dæmi sagði hún mér líka en hún var í haust á námskeiði með 40 manns þar af 5 konur og voru þar nokkrir Hollendingar. Hún hitti þar einn yfir kvöldverði og þau ræddu málin og þar barst í tal að hún ætti börn. Hann horfði á hana og sagði að það hlyti að vera rosa erfitt fyrir þau hjónin að vera bæði að vinna með 2 börn. Þá leiðrétti vinkona mín hann og sagði að hún væri nú reyndar fráskilin og væri ein með börnin. Þá missti sá hollenski hökuna niður á maga. Það kom reyndar danskur maður henni til hjálpar og fór að útskýra þetta kerfi sem væri svo ríkjandi í Skandinavíu að þó maður sé fráskilin þá taki faðirinn mikinn þátt í uppeldi barna sinna og í Danmörku sé mjög algengt að foreldrar hafi börnin viku og viku. Sá hollenski leit á þau en var nú ekki sannfærður og fékk svo alveg áfall þegar vinkona mín bætti við að auðvitað væri það mjög algengt en sinn fyrrverandi væri nú búinn að búa í útlöndum síðasta hálfa árið og hefði ekkert haft börnin á þeim tíma. Ég held að þegar þarna var komið hafi Hollendingurinn flautað á þjóninn og pantað einn tvöfaldann!!! hehehehe......
Þessar íslensku ofurmömmur!!!
Jólastuð
Jæja, nú eru jólin víst að koma eina ferðina enn, ég sem alltaf hef verið svo mikið jólabarn er bara ekki í neinu jólastuði. Hvað á maður eiginlega að gera til að komast í jólastuð. Ég veit það ekki, ég hálfkvíði bara fyrir jólunum, enda verður þetta fyrsta Aðfangadagskvöldið sem ég er barnlaus. Ég veit að ég verð auðvitað ekki alein, þar sem fjölskylda mín mun passa uppá það, hef engar áhyggjur af því en barnlaust Aðfangadagskvöld eru bara engin jól.
Í fyrra voru þau hjá mér, en svo fórum við heim til ömmu þeirra og afa og hittum pabba þeirra þar. Ég er bara eitthvað svo pirruð á honum núna að mig langar ekkert til að hitta hann á Aðfangadagskvöld, hann er algjörlega búinn að klúðra þessu núna, allavega líður mér þannig þessa dagana. Held að ég sé bara að því komin að afskrifa hann "for good". Þessi kona má bara eiga hann, hann er ekki einu sinni spennandi svona klikkaður eins og hann er þessa dagana.
Jæja það þýðir víst ekki að sökkva í eitthvað þunglyndi, ég er nú samt að vona að eitthvað af krökkunum verði nú hjá mér á jólanótt! Það er eitthvað svo voðalega sorglegt að vera aleinn á jólanótt, þó maður hafi hund.
Life goes on
Í fyrra voru þau hjá mér, en svo fórum við heim til ömmu þeirra og afa og hittum pabba þeirra þar. Ég er bara eitthvað svo pirruð á honum núna að mig langar ekkert til að hitta hann á Aðfangadagskvöld, hann er algjörlega búinn að klúðra þessu núna, allavega líður mér þannig þessa dagana. Held að ég sé bara að því komin að afskrifa hann "for good". Þessi kona má bara eiga hann, hann er ekki einu sinni spennandi svona klikkaður eins og hann er þessa dagana.
Jæja það þýðir víst ekki að sökkva í eitthvað þunglyndi, ég er nú samt að vona að eitthvað af krökkunum verði nú hjá mér á jólanótt! Það er eitthvað svo voðalega sorglegt að vera aleinn á jólanótt, þó maður hafi hund.
Life goes on
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Ég get allt sem ég vil!
Undanfarnar vikur hef ég verið á svona Dale Carnegie námskeiði, alveg frábært námskeið mæli með því við alla. En jæja ég er búin að stunda þetta af mikilli samviskusemi enda verkefni útaf fyrir sig.
Á þessu námskeiði höfum við þurft að segja frá ýmsu sem hefur haft áhrif á okkur, sem hefur mótað okkur og jafnvel sem stendur í vegi fyrir framförum hjá okkur.
Ég hef svo sem átt nokkrar frásagnir þarna, hef reyndar ekki kafað neitt ofboðslega djúpt enda enn þá á soldið svona viðkvæmu stigi til að fjalla um það sem er virkilega að hrjá mig, en þetta kemur örugglega með tímanum.
Í gærkveldi áttum við að fjalla um eitthvað af mikilli tilfinningu sýna tilfinningar og gráta og hlæja og allt það. Þarna komu fullt af mjög svo átakanlegum frásögnum en einnig nokkrar svona mjög svo heimspekilegar.
Ég fór ekki í grátinn enda hefði ég örugglega ekki getað staðið þarna fyrir framan allar þessar konur (þetta er sko kvennanámskeið) án þess að brotna ef ég hefði valið þá leiðinna. Ég ræddi aftur á móti um atvik frá unglingsárunum.
Málið er að ég var svo sem enginn vandræðaunglingur, en á unglingsárunum kom okkur mömmu kannski ekkert allt of vel saman. Þar sem ég er eina dóttirinn var hún sennilega að vonast eftir svona dömu en hún fékk hana ekki. Ég var bara skáti og í hjálparsveit og ef mér sýndist svo fór ég bara í gönguskónum, rifnum gallabuxum og stóru lopapeysunni hans bróður míns í skólann, mömmu minni til mikillar hrellingar. Ég svaraði henni líka oft fullum hálsi og er mér sérstaklega minnistætt eitt atvik er ég var í gaggó og átti minn kærasta sem ég þeyttist með aftan á skellinöðrunni hans. Mamma var sífellt að finna að því hvað ég kæmi seint heim og einn daginn stóð ég fyrir framan hana og tilkynnti mömmu minni það að maður gæti sko alveg orðið ófrískur á daginn!
Jæja, fegin er ég að dóttir mín er ekki komin í þennan pakka og er ljúf sem lamb þó unglingur sé. En jæja einn daginn þarna á mínum unglingsárum er ég eitthvað að vandræðast með framtíðina eins og unglingum er svo tamt. Sat þarna við eldhúsborðið og segi mömmu minni það að ég viti bara ekkert hvað ég vilji verða þegar ég verð stór. Þarna kom mamma á óvart. Hún horfði á mig og sagði: "............ mín, þú ert svo klár, falleg og dugleg að þú getur gert allt sem þú vilt!". Þetta er sko alveg satt hjá henni, enda hafa þetta verið mín einkunnarorð síðan. Maður hefur jafnvel farið að ögra sjálfum sér til að sjá hvort þetta gangi ekki upp.
En jæja þá kemur önnur pæling. Er þetta ekki að há mér þessa dagana, þegar ég þarf að læra að lifa með einhverju sem ég vill ekki og get ég þá ekki snúið þessu við og sagt, ég get ekki það sem ég vil ekki.
smá pæling.
Á þessu námskeiði höfum við þurft að segja frá ýmsu sem hefur haft áhrif á okkur, sem hefur mótað okkur og jafnvel sem stendur í vegi fyrir framförum hjá okkur.
Ég hef svo sem átt nokkrar frásagnir þarna, hef reyndar ekki kafað neitt ofboðslega djúpt enda enn þá á soldið svona viðkvæmu stigi til að fjalla um það sem er virkilega að hrjá mig, en þetta kemur örugglega með tímanum.
Í gærkveldi áttum við að fjalla um eitthvað af mikilli tilfinningu sýna tilfinningar og gráta og hlæja og allt það. Þarna komu fullt af mjög svo átakanlegum frásögnum en einnig nokkrar svona mjög svo heimspekilegar.
Ég fór ekki í grátinn enda hefði ég örugglega ekki getað staðið þarna fyrir framan allar þessar konur (þetta er sko kvennanámskeið) án þess að brotna ef ég hefði valið þá leiðinna. Ég ræddi aftur á móti um atvik frá unglingsárunum.
Málið er að ég var svo sem enginn vandræðaunglingur, en á unglingsárunum kom okkur mömmu kannski ekkert allt of vel saman. Þar sem ég er eina dóttirinn var hún sennilega að vonast eftir svona dömu en hún fékk hana ekki. Ég var bara skáti og í hjálparsveit og ef mér sýndist svo fór ég bara í gönguskónum, rifnum gallabuxum og stóru lopapeysunni hans bróður míns í skólann, mömmu minni til mikillar hrellingar. Ég svaraði henni líka oft fullum hálsi og er mér sérstaklega minnistætt eitt atvik er ég var í gaggó og átti minn kærasta sem ég þeyttist með aftan á skellinöðrunni hans. Mamma var sífellt að finna að því hvað ég kæmi seint heim og einn daginn stóð ég fyrir framan hana og tilkynnti mömmu minni það að maður gæti sko alveg orðið ófrískur á daginn!
Jæja, fegin er ég að dóttir mín er ekki komin í þennan pakka og er ljúf sem lamb þó unglingur sé. En jæja einn daginn þarna á mínum unglingsárum er ég eitthvað að vandræðast með framtíðina eins og unglingum er svo tamt. Sat þarna við eldhúsborðið og segi mömmu minni það að ég viti bara ekkert hvað ég vilji verða þegar ég verð stór. Þarna kom mamma á óvart. Hún horfði á mig og sagði: "............ mín, þú ert svo klár, falleg og dugleg að þú getur gert allt sem þú vilt!". Þetta er sko alveg satt hjá henni, enda hafa þetta verið mín einkunnarorð síðan. Maður hefur jafnvel farið að ögra sjálfum sér til að sjá hvort þetta gangi ekki upp.
En jæja þá kemur önnur pæling. Er þetta ekki að há mér þessa dagana, þegar ég þarf að læra að lifa með einhverju sem ég vill ekki og get ég þá ekki snúið þessu við og sagt, ég get ekki það sem ég vil ekki.
smá pæling.
miðvikudagur, október 31, 2007
Vetur er genginn í garð!!
Það er kominn vetur!
Búin að setja vetrardekkin undir. Mikið afskaplega er langt síðan ég bloggaði síðast, en svona er þetta stundum.
Sumarið er liðið og ég búin að fara á skátamót, norður í land í sumarbústað og skreppa í smá helgarferð til Lúxemborgar. Þetta var bara ágætt sumar eftir allt saman.
Nú er orðið dimmt þegar ég kem heim úr vinnunni og þá er soldið erfitt að fara út með hundinn nema bara í svona venjulegan göngutúr um göturnar og í bandi. Hún Tinna mín er bara ekkert voða hrifin af slíku, hún vill helst fá að hlaupa eins hratt og hún getur sem er sko miklu hraðar en ég kemst nokkurn tímann en maður verður þá að reyna að virkja krakkana þá daga sem þau eru komin snemma heim og plata þau til að skreppa út með hundinn.
Ég er með fullt af pælingum hérna sem ég verð að fara að koma á blað og vonandi tekst mér það þarf bara soldið að snúa mér í gang.
Búin að setja vetrardekkin undir. Mikið afskaplega er langt síðan ég bloggaði síðast, en svona er þetta stundum.
Sumarið er liðið og ég búin að fara á skátamót, norður í land í sumarbústað og skreppa í smá helgarferð til Lúxemborgar. Þetta var bara ágætt sumar eftir allt saman.
Nú er orðið dimmt þegar ég kem heim úr vinnunni og þá er soldið erfitt að fara út með hundinn nema bara í svona venjulegan göngutúr um göturnar og í bandi. Hún Tinna mín er bara ekkert voða hrifin af slíku, hún vill helst fá að hlaupa eins hratt og hún getur sem er sko miklu hraðar en ég kemst nokkurn tímann en maður verður þá að reyna að virkja krakkana þá daga sem þau eru komin snemma heim og plata þau til að skreppa út með hundinn.
Ég er með fullt af pælingum hérna sem ég verð að fara að koma á blað og vonandi tekst mér það þarf bara soldið að snúa mér í gang.
fimmtudagur, júlí 12, 2007
Jarðarfarir
Já, það er eitthvað sem maður vill helst ekki hugsa um svona í blíðunni eins og hún er búin að vera en það er fullt af fólki að missa sína nánustu eða heyja dauðastríðið á hverjum degi. Þetta er eitthvað sem við hin hugsum ekki um fyrr en það skellur á okkur. Ungur maður úr sveitafélaginu mínu lést í hörmulegu slysi á sunnudag og þar á fólk um sárt að binda.
En tilefni þessarar bloggfærslu er jarðarförin sem ég var í áðan. Jarðafarir eru afskaplega fallegar athafnir og gefa vinum og ættingjum tækifæri til að kveðja ástvin sinn í fallegu umhverfi, með blómum og með fallegum söng og minningarorðum. Einnig fær fólk sem ekki hefur kannski sést í mörg ár tækifæri til að hittast og spjalla í erfðadrykkjunni.
Það er svo sem ekki hægt að hugsa sér fallegri dag til að kveðja en í dag, þvílík blíða og dásamlegt veður.
Við svona tækifæri þakkar maður Guði fyrir að eiga foreldra á lífi.
En tilefni þessarar bloggfærslu er jarðarförin sem ég var í áðan. Jarðafarir eru afskaplega fallegar athafnir og gefa vinum og ættingjum tækifæri til að kveðja ástvin sinn í fallegu umhverfi, með blómum og með fallegum söng og minningarorðum. Einnig fær fólk sem ekki hefur kannski sést í mörg ár tækifæri til að hittast og spjalla í erfðadrykkjunni.
Það er svo sem ekki hægt að hugsa sér fallegri dag til að kveðja en í dag, þvílík blíða og dásamlegt veður.
Við svona tækifæri þakkar maður Guði fyrir að eiga foreldra á lífi.
þriðjudagur, júlí 10, 2007
Sumarleyfi
Já nú er alveg að koma að því að ég fari í sumarfrí. Þetta sumarfrí verður með aðeins öðru sniði en venjulega þar sem ég ætla að skella mér í rigninguna til Svíþjóðar á skátamót. Já þið lásuð rétt S K Á T A M Ó T. Dóttirin er að fara með hópi frá sínu félagi og ég gerðist boðflenna.
Vonandi verður hætt að rigna þegar við förum út. En maður verður að búa sig bara eftir veðri. Versta við þetta er að við þurfum að koma öllu í einn bakpoka og ekkert meir þannig að ég sem venjulega fer með heila ferðatösku bara fyrir mig jafnvel þó að aðeins sé um helgarferðir að ræða þarf að koma mínu dóti í einn bakpoka. Þetta þýðir að maður þarf að skerða farangurinn eins mikið og hægt er.
Þetta verður eitthvað skrautlegt.
Vonandi verður hætt að rigna þegar við förum út. En maður verður að búa sig bara eftir veðri. Versta við þetta er að við þurfum að koma öllu í einn bakpoka og ekkert meir þannig að ég sem venjulega fer með heila ferðatösku bara fyrir mig jafnvel þó að aðeins sé um helgarferðir að ræða þarf að koma mínu dóti í einn bakpoka. Þetta þýðir að maður þarf að skerða farangurinn eins mikið og hægt er.
Þetta verður eitthvað skrautlegt.
mánudagur, júlí 09, 2007
Bloggfærsla nr. 100.
Sá það þegar ég ætlaði að fara að básúnast yfir sumarleyfum og fámenni í vinnunni að þetta er bloggfærsla nr. 100 svo það er spurning hvort maður ætti bara að láta það vera að vera eitthvað að röfla hér, sá líka að teljarinn er að skríða í hundraðið, stendur í 99 ákkúrat núna.
Annars er þessi árstími ótrúlega leiðinlegur í vinnunni, maður situr og horfir útum gluggann og ímyndar sér að maður væri í sumarfríi, skottið ekkert ánægt í leikskólanum af því að nú er búið að sameina deildir vegna sumarleyfa og hún er á nýrri deild þessa dagana og mjög fáir krakkar af hennar deild í leikskólanum. Hún er líka afskaplega þreytt því nú er svo gott veður að þau eru úti meira og minna allan daginn í leikskólanum og svo er líka verið úti eftir að heim er komið. En svona er þetta. Hér á mínum vinnustað erum við 4 í vinnu en þetta er 13 manna vinnustaður.
Reyndar reddaðist þetta í hádeginu þegar yfirmaður minn kom færandi hendi með pizzu sem við skiptum 3 á milli okkar.
En svo telur maður niður dagana þangað til ég fer í frí þeir eru reyndar aðeins 4 núna og þá skellir maður sér í sund til Svíþjóðar, mér skilst að það sé allt á floti þar og búið að rigna vikum saman í þessum heimshluta á meðan við erum með bongóblíðu og þurrk hér hjá okkur.
Jæja, kannski maður fari að sýna lit og fara að vinna.
Annars er þessi árstími ótrúlega leiðinlegur í vinnunni, maður situr og horfir útum gluggann og ímyndar sér að maður væri í sumarfríi, skottið ekkert ánægt í leikskólanum af því að nú er búið að sameina deildir vegna sumarleyfa og hún er á nýrri deild þessa dagana og mjög fáir krakkar af hennar deild í leikskólanum. Hún er líka afskaplega þreytt því nú er svo gott veður að þau eru úti meira og minna allan daginn í leikskólanum og svo er líka verið úti eftir að heim er komið. En svona er þetta. Hér á mínum vinnustað erum við 4 í vinnu en þetta er 13 manna vinnustaður.
Reyndar reddaðist þetta í hádeginu þegar yfirmaður minn kom færandi hendi með pizzu sem við skiptum 3 á milli okkar.
En svo telur maður niður dagana þangað til ég fer í frí þeir eru reyndar aðeins 4 núna og þá skellir maður sér í sund til Svíþjóðar, mér skilst að það sé allt á floti þar og búið að rigna vikum saman í þessum heimshluta á meðan við erum með bongóblíðu og þurrk hér hjá okkur.
Jæja, kannski maður fari að sýna lit og fara að vinna.
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Okkar reglur!
Ég fékk í gær sent á póstinum frábært power point skjal, þar sem "reglur karlmanna" eru útskýrðar. Þar með fékk ég svo sem staðfestingu á því sem ég hef svo sem alltaf vitað, að karlmenn væru mun einfaldari gerðar en við konurnar og þá alls ekki í neikvæðri merkingu.
Við konurnar segjum hlutina aldrei hreint út, sem er frekar slæmt, þar sem skilaboðin koma oft röng og verða misskilin. Ég hlýt að vera með soldið karlhormón því ég er ekki alltaf að skilja svona tvíræð skilaboð. Einnig eru já og nei alveg gild svör við spurningum sammála þar. Sama á við að ég stekk stundum upp á nef mér og það sem ég sagði í síðustu viku, jafnvel áðan á ekki endilega við núna heldur á það við á þeirri mínútu sem þau eru sögð og síðan eru þau fyrnd nema hægt sé að sýna mér þau á prenti.
Mér finnst verslunarferðir yfirleitt leiðinlegar og versla af illri nauðsyn, nema um "græjur" sé að ræða.
Svo ég gat svo sem samsamað mig við ýmislegt í þessum reglum, en svo komu auðvitað svona "karlrembulegar" reglur eins og það að grátur sé fjárkúgun, laugardagar séu íþróttadagar og að brjóst séu til að horfa á. Það eina sem slíkar reglur gera er að sanna það fyrir okkur konunum eina ferðina enn að menn séu einfaldar lífverur sem geta ekki gert nema eitt í einu!!
Over and out
Við konurnar segjum hlutina aldrei hreint út, sem er frekar slæmt, þar sem skilaboðin koma oft röng og verða misskilin. Ég hlýt að vera með soldið karlhormón því ég er ekki alltaf að skilja svona tvíræð skilaboð. Einnig eru já og nei alveg gild svör við spurningum sammála þar. Sama á við að ég stekk stundum upp á nef mér og það sem ég sagði í síðustu viku, jafnvel áðan á ekki endilega við núna heldur á það við á þeirri mínútu sem þau eru sögð og síðan eru þau fyrnd nema hægt sé að sýna mér þau á prenti.
Mér finnst verslunarferðir yfirleitt leiðinlegar og versla af illri nauðsyn, nema um "græjur" sé að ræða.
Svo ég gat svo sem samsamað mig við ýmislegt í þessum reglum, en svo komu auðvitað svona "karlrembulegar" reglur eins og það að grátur sé fjárkúgun, laugardagar séu íþróttadagar og að brjóst séu til að horfa á. Það eina sem slíkar reglur gera er að sanna það fyrir okkur konunum eina ferðina enn að menn séu einfaldar lífverur sem geta ekki gert nema eitt í einu!!
Over and out
mánudagur, júní 25, 2007
Smá hugleiðingar
Litla skottið var um helgina með pabba sínum í útilegu. Þau koma svo til okkar í gærkveldi og eru á leið út um dyrnar þegar pabbi hennar spyr hvort hún ætli ekki að kveðja alla. Svarið var "jú, jú, ég er búin að kveðja Tinnu (þ.e. hundinn)"
Henni fannst semsagt ekki ástæða til að kveðja mig eða systkini sín. Gaman að þessum krúttum!!
Henni fannst semsagt ekki ástæða til að kveðja mig eða systkini sín. Gaman að þessum krúttum!!
föstudagur, júní 22, 2007
Að sofa saman
Ég veit það ekki en fyrir mér er það svolítið mikilvæg athöfn. Maður sefur nú ekki hjá hverjum sem er!! Ég hef svo sem ekki átt marga bólfélaga yfir ævina og hef því kannski ekki mikla reynslu í magni eða fjölda bólfélaga en ég hef soldið langa lífsreynslu í þessu enda orðin öldruð mjög. En allavega finnst mér þessi athöfn "að sofa hjá" vera ákveðin ástarjátning. Ég veit ekki hvort strákarnir líta það sömu augum en hjá mér og flestum konum er þetta þrungið tilfinningum.
Ég byrjaði að fikta við þetta 16 ára, og auðvitað finnst mér það vera í allra fyrsta lagi. Nú er sonurinn kominn á þennan aldur og ég kom að honum með vinkonu sinni undir sæng eitt kvöldið heima. Ekki veit ég nákvæmlega hvað þau voru að gera, en þau voru allavega að kela soldið.
Ég ábyrg móðirinn sest svo hjá drengnum mínum við tækifæri og fer að brydda upp á umræðuefninu. Þetta var pínu vandræðalegt en ég hóf þetta svona á þennan hátt.
ÉG: "Maður á ekkert að sofa hjá fyrr en báðir aðilar eru alveg tilbúnir!" (sagt með áherslu)
Hann: "Ég veit"
Ég: "Svo verður maður að nota smokkinn!"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Ég er alltof ung til að verða amma"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Það þýðir sko ekkert að treysta á einhverja örugga daga eða slíkt"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Þannig varðst þú til!"
Þarna var hann farinn að skellihlæja og ég með, ég er greinilega ekki besta manneskjan í uppfræðslu um kynlíf, en hann má svo sem treysta á það að ég stend með honum hvað sem kemur fyrir.
Ég byrjaði að fikta við þetta 16 ára, og auðvitað finnst mér það vera í allra fyrsta lagi. Nú er sonurinn kominn á þennan aldur og ég kom að honum með vinkonu sinni undir sæng eitt kvöldið heima. Ekki veit ég nákvæmlega hvað þau voru að gera, en þau voru allavega að kela soldið.
Ég ábyrg móðirinn sest svo hjá drengnum mínum við tækifæri og fer að brydda upp á umræðuefninu. Þetta var pínu vandræðalegt en ég hóf þetta svona á þennan hátt.
ÉG: "Maður á ekkert að sofa hjá fyrr en báðir aðilar eru alveg tilbúnir!" (sagt með áherslu)
Hann: "Ég veit"
Ég: "Svo verður maður að nota smokkinn!"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Ég er alltof ung til að verða amma"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Það þýðir sko ekkert að treysta á einhverja örugga daga eða slíkt"
Hann: "Ég veit"
Ég: "Þannig varðst þú til!"
Þarna var hann farinn að skellihlæja og ég með, ég er greinilega ekki besta manneskjan í uppfræðslu um kynlíf, en hann má svo sem treysta á það að ég stend með honum hvað sem kemur fyrir.
föstudagur, júní 08, 2007
Íslenskt sumar!
Jæja, skyldi nú sumarið vera að nálgast. Veðrið undanfarna daga hefur nú ekki verið neitt spennandi, grenjandi rigning og rok. En í gær eða nánara sagt í gærkveldi birti aldeilis yfir öllu. Það var um 11 stiga hiti, logn og sól þegar ég fór út að viðra hundinn og ekki síður sjálfa mig. Mikið afskaplega er það gott að fara í góðan göngutúr svona á björtum sumarkvöldum. Algjört æði, ég dýrka alveg þessa löngu daga.
Svo segir skottið þegar maður er að reka hana í rúmið að það sé ekki komin nótt af því að það sé sól úti hehehe.
Jæja út að ganga!!
Svo segir skottið þegar maður er að reka hana í rúmið að það sé ekki komin nótt af því að það sé sól úti hehehe.
Jæja út að ganga!!
fimmtudagur, júní 07, 2007
Unglingar!!
Já með 2 unglinga á heimilinu auk eins til viðbótar í láni í viku er ég stundum á barmi taugaáfalls. Þau eru ótrúleg. Ég kem heim úr vinnunni í gær, var að flýta mér þessi líka ósköp þar sem ég átti eftir að gera svo mikið fyrir kl. 19:00 þegar ég átti að mæta með hundinn í hundaskólann. (Það er eins gott að vera með forgangsröðunina í lagi!!). Ég sé að stelpan og gesturinn eru að horfa á "Beverly hills 90201" í sjónvarpinu sitja þarna í sitt hvorum stólnum. Ég lít inn í eldhúsið og mér hreinlega féllust hendur.
Uppþvottavélin var full af hreinum diskum, sem enginn nennti að taka uppúr og svo voru þau öll þrjú búin að fá sér a.m.k. að drekka úr nokkrum glösum á mann og nota nokkra diska (þið vitið það að ef maður er búin að drekka vatn úr einu glasi þá er það skítugt og ef það skyldi vera brauðmylsna á disknum þá er hann líka skítugur!!) Allavega voru diskar og glös um öll borð, auk allra dagblaðanna sem streyma á heimilið og öllum virtist vera alveg sama. Ég hefði gengið út ef ég hefði ekki átt eftir að setja krem á kökuna sem ég þurfti að fara með í útskrift sonarins og elda matinn.
Þvotturinn!! Já þvotturinn, mér finnst þvottavélin bara vera non stop alla daga, ég set í hana áður en ég fer í vinnuna, tek úr henni set í aðra þegar ég kem heim og svona gengur þetta allt kvöldið kannski 3-4 þvottavélar á dag og svo skellir maður einhverju í þurrkarann. Allavega það sér ekki fyrir endann á þessu, það eru handklæði ofl. ofl. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég sá síðast botninn á þvottakörfunum (þær eru samt 2)!!
Svo geta þau líka verið yndisleg þessar elskur stundum ;-)
Knúsið unglingana ykkar.
Uppþvottavélin var full af hreinum diskum, sem enginn nennti að taka uppúr og svo voru þau öll þrjú búin að fá sér a.m.k. að drekka úr nokkrum glösum á mann og nota nokkra diska (þið vitið það að ef maður er búin að drekka vatn úr einu glasi þá er það skítugt og ef það skyldi vera brauðmylsna á disknum þá er hann líka skítugur!!) Allavega voru diskar og glös um öll borð, auk allra dagblaðanna sem streyma á heimilið og öllum virtist vera alveg sama. Ég hefði gengið út ef ég hefði ekki átt eftir að setja krem á kökuna sem ég þurfti að fara með í útskrift sonarins og elda matinn.
Þvotturinn!! Já þvotturinn, mér finnst þvottavélin bara vera non stop alla daga, ég set í hana áður en ég fer í vinnuna, tek úr henni set í aðra þegar ég kem heim og svona gengur þetta allt kvöldið kannski 3-4 þvottavélar á dag og svo skellir maður einhverju í þurrkarann. Allavega það sér ekki fyrir endann á þessu, það eru handklæði ofl. ofl. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég sá síðast botninn á þvottakörfunum (þær eru samt 2)!!
Svo geta þau líka verið yndisleg þessar elskur stundum ;-)
Knúsið unglingana ykkar.
miðvikudagur, júní 06, 2007
Að vera ástfangin!!
Hvað er að vera ástfangin, er það eitthvað sem hjartað segir manni, efnafræðin eða heilinn? Er maður ekki annað hvort ástfanginn eða ekki, maður þarf ekkert að velta því eitthvað fyrir sér. Ég hef allavega aldrei verið í vafa um það í mínu lífi hvort ég er ástfangin af einhverjum eða ekki.
Auðvitað eru til fyrsta stig, það er hrifning sem sumir túlka sem ást, þá fer maginn á manni í hnút og maður getur ekki hugsað skýra hugsun, en það er eitthvað sem líður hjá á nokkrum dögum eða vikum. Þetta er aðallega efnafræði, eitthvað sem náttúran kom á svo við höldum áfram að fjölga okkur. Svo þróast þetta bara, í flestum tilfellum endar þetta í einlægri væntumþykju, vinskap og virðingu fyrir hvort öðru. Sumir finna fyrir hjartabankinu alla tíð þegar þeir heyra eða sjá ástina sína. En þá er heilinn auðvitað farinn að stjórna systeminu.
En allavega ef maður er ástfanginn af einhverjum þá á maður ekkert að efast, þú veist það innst inni hvort þú ert ástfanginn af viðkomandi eða ekki. Það er bæði heilinn, hjartað og efnafræðin sem segir manni það, og í mörgum tilfellum ræður maður bara ekkert við það. Stundum vildi maður bara geta hætt að elska, því ástin á það til að vera svo sár, en það er bara ekki hægt.
Elskið hvort annað!!
Auðvitað eru til fyrsta stig, það er hrifning sem sumir túlka sem ást, þá fer maginn á manni í hnút og maður getur ekki hugsað skýra hugsun, en það er eitthvað sem líður hjá á nokkrum dögum eða vikum. Þetta er aðallega efnafræði, eitthvað sem náttúran kom á svo við höldum áfram að fjölga okkur. Svo þróast þetta bara, í flestum tilfellum endar þetta í einlægri væntumþykju, vinskap og virðingu fyrir hvort öðru. Sumir finna fyrir hjartabankinu alla tíð þegar þeir heyra eða sjá ástina sína. En þá er heilinn auðvitað farinn að stjórna systeminu.
En allavega ef maður er ástfanginn af einhverjum þá á maður ekkert að efast, þú veist það innst inni hvort þú ert ástfanginn af viðkomandi eða ekki. Það er bæði heilinn, hjartað og efnafræðin sem segir manni það, og í mörgum tilfellum ræður maður bara ekkert við það. Stundum vildi maður bara geta hætt að elska, því ástin á það til að vera svo sár, en það er bara ekki hægt.
Elskið hvort annað!!
Biblían
Já, ég er mikill lestrarhestur, eða skulum við segja ég var mikill lestrarhestur áður en ég fór í Háskólann og fannst ég þurfa að lesa skólabækurnar í stað bókmennta. Svo komu börnin og þá er maður svo þreyttur að maður leggur höfuðið á koddann og sofnar bara um leið. En ég las heilu bókaflokkana áður en allt þetta gerðist og geri enn ef ég fæ næði til og næ að loka mig af. Ég les mikið á ferðalögum þ.e. í flugvélum og ef ég er ein á hótelherbergjum.
Ég ætlaði að nota voða vel "pabbahelgarnar" og lesa en það er nú bara einhvern veginn þannig að maður sest ekki niður fyrr en manni finnst öllum verkum vera lokið og þá sest maður yfirleitt yfir sjónvarpinu eða hinu nýja fyrirbæri "Flakkaranum" sem ég gaf heimilinu í jólagjöf.
En komum okkur nú að Biblíunni. Einhvern tímann ákvað ég það að ég skyldi lesa Biblíuna frá a-ö því verki er enn ólokið, gríp stundum í einn og einn texta í Nýja testamentinu því það er eina Biblían sem er til á mínu heimili. En mér fannst alltaf Gamla testamentið eitthvað meira krassandi. Sá um daginn á flóamarkaði "Biblía fyrir börnin" þar er búið að einfalda sögurnar úr Biblíunni og setja myndir. Skottið er reyndar ekkert voða hrifin af henni og held ég að það stafi af einhverjum myndum sem hún sá í bókinni og þá er bókin bara afskrifuð!! hehehe
En tilfefni þessa pistils er að hægt er að lesa alla Biblíuna á netinu og er slóðin http://www.snerpa.is/net/biblia/.
Svo nú er bara að byrja að lesa!
Ég ætlaði að nota voða vel "pabbahelgarnar" og lesa en það er nú bara einhvern veginn þannig að maður sest ekki niður fyrr en manni finnst öllum verkum vera lokið og þá sest maður yfirleitt yfir sjónvarpinu eða hinu nýja fyrirbæri "Flakkaranum" sem ég gaf heimilinu í jólagjöf.
En komum okkur nú að Biblíunni. Einhvern tímann ákvað ég það að ég skyldi lesa Biblíuna frá a-ö því verki er enn ólokið, gríp stundum í einn og einn texta í Nýja testamentinu því það er eina Biblían sem er til á mínu heimili. En mér fannst alltaf Gamla testamentið eitthvað meira krassandi. Sá um daginn á flóamarkaði "Biblía fyrir börnin" þar er búið að einfalda sögurnar úr Biblíunni og setja myndir. Skottið er reyndar ekkert voða hrifin af henni og held ég að það stafi af einhverjum myndum sem hún sá í bókinni og þá er bókin bara afskrifuð!! hehehe
En tilfefni þessa pistils er að hægt er að lesa alla Biblíuna á netinu og er slóðin http://www.snerpa.is/net/biblia/.
Svo nú er bara að byrja að lesa!
mánudagur, júní 04, 2007
Vinkonur
Ég á eina vinkonu í útlöndum, reyndar á ég a.m.k. 3 mjög góðar vinkonur sem búa erlendis en þessi sendir c.a. mánaðarlega svokölluð fréttabréf. Þar lýsir hún daglegu lífi fjölskyldunnar og fer yfir helstu atburði síðustu vikna. Þessi bréf eru alveg yndisleg og við höfum oft talað um það að safna þessu saman í bók og gefa út.
Lýsingarnar á aðstæðum, tilsvörum og atburðum er svo einlæg og laus við alla feimni að maður hreinlega grætur af hlátri. Auðvitað er enn skemmtilegra að lesa þetta þegar maður þekkir fólkið sem á í hlut. Þetta lifnar hreinlega fyrir framan mann. Ég á kannski eftir að vitna eitthvað í hana á þessu bloggi þegar fram líða stundir.
Ég vildi að ég væri svona góður penni. Einnig vildi ég gjarnan hafa hana hérna í næstu götu svo hægt væri að rölta yfir til hennar með rauðvínsflösku eða bjórkippu og hlægja soldið.
Hláturinn lengir lífið.
Lýsingarnar á aðstæðum, tilsvörum og atburðum er svo einlæg og laus við alla feimni að maður hreinlega grætur af hlátri. Auðvitað er enn skemmtilegra að lesa þetta þegar maður þekkir fólkið sem á í hlut. Þetta lifnar hreinlega fyrir framan mann. Ég á kannski eftir að vitna eitthvað í hana á þessu bloggi þegar fram líða stundir.
Ég vildi að ég væri svona góður penni. Einnig vildi ég gjarnan hafa hana hérna í næstu götu svo hægt væri að rölta yfir til hennar með rauðvínsflösku eða bjórkippu og hlægja soldið.
Hláturinn lengir lífið.
föstudagur, júní 01, 2007
Bíó
Ég fór í bíó í gærkveldi og sá myndina "Líf annarra" eða "Das leben der anderen" sem vann óskarinn fyrir að vera besta erlenda kvikmyndin. Þetta er rosalega góð mynd og eftir að myndin var búin og textinn fór að rúlla sátu allir ennþá, venjulega í bíó er myndinni varla lokið þegar allir standa upp og rjúka út og ekki síst á mynd sem er 135 mínútur á lengd og ekkert hlé! Ekki skemmdi það fyrir að aðalleikarinn er líka sætur.
Við að horfa á þessa mynd fór maður að hugsa um allt fólkið sem þurfti að búa við þettta ástand sem ríkti í Austur-Þýskalandi og þá tugi ef ekki hundruði þúsunda manna sem unnu við það að fylgjast með lífi annarra og skila skýrslum um það til STASI. Hvað ef þetta fólk hefði nú verið að gera eitthvað uppbyggilegt, þá hefði Austur-Þýskaland kannski ekki dregist svona langt aftur úr Vestur-Þýskalandi!!
Eins gott að járntjaldið féll!
Við að horfa á þessa mynd fór maður að hugsa um allt fólkið sem þurfti að búa við þettta ástand sem ríkti í Austur-Þýskalandi og þá tugi ef ekki hundruði þúsunda manna sem unnu við það að fylgjast með lífi annarra og skila skýrslum um það til STASI. Hvað ef þetta fólk hefði nú verið að gera eitthvað uppbyggilegt, þá hefði Austur-Þýskaland kannski ekki dregist svona langt aftur úr Vestur-Þýskalandi!!
Eins gott að járntjaldið féll!
fimmtudagur, maí 31, 2007
Samræmd próf og framhaldsskólar
Jæja þá eru komnar einkunnir úr samræmdum prófum. Sonurinn var að fá sínar, þær eru nú bara allt í lagi, en hann er soldið hræddur um að þær dugi ekki inn í Versló, en það er sko eini skólinn sem hann sér þessa dagana. Ég vona nú innilega að þetta dugi til, það eiga eftir að koma skólaeinkunnir og þær koma líka inn í þegar valið er inn í skólana, en annars verður hann bara að sætta sig við það næstbesta að hans mati þ.e. MS. Eina sem ég ráðlagði honum var að sækja um í bekkjarskóla.
Það sem er kannski mest svekkjandi fyrir mig sem foreldri er að ég veit að hann getur miklu betur og hefði auðveldlega geta fengið mun hærri einkunnir allavega í sumum fögunum, hann er bara latur. Þó ég sé bara nokkuð sátt við íslenskuna og stærðfræðina þá hefði náttúrufræðin mátt vera hærri, ekki get ég kvartað yfir málunum þau liggja bara ekkert voða vel fyrir honum og einkunnir í þeim bara í samræmi við getu tel ég.
Í fyrra þurfti yfir 8 í meðaleinkunn úr 4 hæstu samræmdu prófunum þ.e. bæði samræmd einkunn og skólaeinkunn til að komast inn í Versló, hann er með 7,75 núna og skólaeinkunnin er ekki komin. Sjáum nú bara til og málum ekki skrattann á vegginn.
Annars var versló nú ekkert voða spennandi þegar ég var í skóla, þar voru bara glamúrgellur og pabbastrákar og það var eiginlega alveg glatað ef maður átti kærasta sem var í Versló þ.e. ef maður var MR-ingur eins og ég.
Áfram MR
Það sem er kannski mest svekkjandi fyrir mig sem foreldri er að ég veit að hann getur miklu betur og hefði auðveldlega geta fengið mun hærri einkunnir allavega í sumum fögunum, hann er bara latur. Þó ég sé bara nokkuð sátt við íslenskuna og stærðfræðina þá hefði náttúrufræðin mátt vera hærri, ekki get ég kvartað yfir málunum þau liggja bara ekkert voða vel fyrir honum og einkunnir í þeim bara í samræmi við getu tel ég.
Í fyrra þurfti yfir 8 í meðaleinkunn úr 4 hæstu samræmdu prófunum þ.e. bæði samræmd einkunn og skólaeinkunn til að komast inn í Versló, hann er með 7,75 núna og skólaeinkunnin er ekki komin. Sjáum nú bara til og málum ekki skrattann á vegginn.
Annars var versló nú ekkert voða spennandi þegar ég var í skóla, þar voru bara glamúrgellur og pabbastrákar og það var eiginlega alveg glatað ef maður átti kærasta sem var í Versló þ.e. ef maður var MR-ingur eins og ég.
Áfram MR
Hvað er ég að kvarta?
Já, þvílíkt svartsýnisblogg var þetta hjá mér í gær. Dagurinn í dag er miklu betri enda svaf ég vel í nótt. Á mbl.is sé ég að hún er dáin hún Ásta Lovísa, sem var ung kona og með 3 ung börn, ekki nóg með það heldur dóu bæði mamma hennar og systir úr arfgengri heilablæðingu. Ég þekkti hana ekki neitt eða neitt til hennar en man að það var talað við hana í Kastljósinu einhvern tíman í vetur og það birtist örugglega viðtal við hana í einhverju blaðinu, en allavega yfir hverju er ég að kvarta.
Maður ætti nú að skammast sín að vera svona sjálfhverfur þegar fullt af fólki er þarna úti að berjast við ýmislegt, bæði sjúkdóma og fleira.
Ætti maður ekki að taka síðustu "bloggorð" Ástu Lovísu og gera þau að mottói:
"Knús á ykkur og prufið að byrja daginn á því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og opna fyrir hjartað... Er það DÍLL ???"
Það er ekkert að mér, ég á bara frábært líf, með frábæra fjölskyldu og börn og framtíðin blasir við mér. Maður þarf bara að læra að meta það sem maður hefur.
Takk fyrir mig!
Maður ætti nú að skammast sín að vera svona sjálfhverfur þegar fullt af fólki er þarna úti að berjast við ýmislegt, bæði sjúkdóma og fleira.
Ætti maður ekki að taka síðustu "bloggorð" Ástu Lovísu og gera þau að mottói:
"Knús á ykkur og prufið að byrja daginn á því að brosa, þakka fyrir daginn í dag og opna fyrir hjartað... Er það DÍLL ???"
Það er ekkert að mér, ég á bara frábært líf, með frábæra fjölskyldu og börn og framtíðin blasir við mér. Maður þarf bara að læra að meta það sem maður hefur.
Takk fyrir mig!
miðvikudagur, maí 30, 2007
Sumir dagar!!!
Úff
Hvað sumir dagar geta verið erfiðir, ég er alveg að kikna undir sjálfri mér þessa dagana, sef lítið, vakna oft á nóttunni og þá með þvílíkan hjartslátt eftir að hafa dreymt einhverja helv. vitleysu.
Það er eitthvað stress í gangi, finnst lífið hafa verið allt of lengi stopp og í biðstöðu, vil halda áfram. Vil fá að vita hvað fyrrverandi er að hugsa! Ég spyr hann, en fæ engin svör.:-( Svo er maður alltaf að fá góð ráð, en hvað á maður að gera við góð ráð sem n.b. væru nákvæmlega sömu ráð og ég myndi gefa vinkonu minni í sömu stöðu. Málið er að það getur enginn sett sig í mín spor og svo erum við öll svo misjöfn.
Vonandi næ ég að sofa eitthvað næstu nætur og um helgina, maður verður svo orkulítill og allt verður svo erfitt þegar maður sefur illa. Svo er maður einnig "extra" viðkvæmur og finnst lífið eitthvað svo erfitt.
Púff
Hvað sumir dagar geta verið erfiðir, ég er alveg að kikna undir sjálfri mér þessa dagana, sef lítið, vakna oft á nóttunni og þá með þvílíkan hjartslátt eftir að hafa dreymt einhverja helv. vitleysu.
Það er eitthvað stress í gangi, finnst lífið hafa verið allt of lengi stopp og í biðstöðu, vil halda áfram. Vil fá að vita hvað fyrrverandi er að hugsa! Ég spyr hann, en fæ engin svör.:-( Svo er maður alltaf að fá góð ráð, en hvað á maður að gera við góð ráð sem n.b. væru nákvæmlega sömu ráð og ég myndi gefa vinkonu minni í sömu stöðu. Málið er að það getur enginn sett sig í mín spor og svo erum við öll svo misjöfn.
Vonandi næ ég að sofa eitthvað næstu nætur og um helgina, maður verður svo orkulítill og allt verður svo erfitt þegar maður sefur illa. Svo er maður einnig "extra" viðkvæmur og finnst lífið eitthvað svo erfitt.
Púff
Hundaskóli
Já nú er ég að fara með hundinn í hundaskóla. Bráðfyndið, maður er búinn að ala upp 3 börn, jæja eða er að því og aldrei hefur maður farið í uppeldisskóla fyrir börn, en þetta er alveg bráðnauðsynlegt þegar maður er kominn með hund, ekki satt??
Annars finnst mér Íslendingar hafa afskaplega lítinn "tolerance" fyrir hundum, það þarf sérstakt leyfi til að hafa þá osfrv. Nágranninn gæti átt kolvitlausan krakka sem gargaði alla daga og það er ekkert hægt að gera í því en þú getur auðvitað klagað ef hundur í húsinu geltir alla daga!!
jæja við segjum
VOFF
Annars finnst mér Íslendingar hafa afskaplega lítinn "tolerance" fyrir hundum, það þarf sérstakt leyfi til að hafa þá osfrv. Nágranninn gæti átt kolvitlausan krakka sem gargaði alla daga og það er ekkert hægt að gera í því en þú getur auðvitað klagað ef hundur í húsinu geltir alla daga!!
jæja við segjum
VOFF
þriðjudagur, maí 29, 2007
Þorgrímur Þráinsson
Svona í framhaldi af fyrri bloggfærslu fékk ég sent boð á aðalfund foreldrafélags skólans sem börnin mín eru í. Þetta er bráðskemmtilegt fundarboð og greinilegt að illa hefur verið mætt á aðalfundi hingað til og pabbana greinilega verið sárt saknað. Allavega verða á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og svo erindi Þorgríms Þráinssonar þar sem hann kynnir bók sína:
"Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi".
Jess nú á að trekkja pabbana. En virkar þetta ekki ákkúrat öfugt, mömmurnar mæta og svo tuða þær í kallinum að Toggi hafi sagt hitt eða þetta!!
Ha, ha, ha.
"Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi".
Jess nú á að trekkja pabbana. En virkar þetta ekki ákkúrat öfugt, mömmurnar mæta og svo tuða þær í kallinum að Toggi hafi sagt hitt eða þetta!!
Ha, ha, ha.
undirgefin - yfirgefin
Ég var að hlusta á FM957 í morgun á leiðinni í vinnuna. Þar er nú oft mikið um karlhormóna og í þeim þætti virðast karlmenn ekki kunna á börn, uppvask, þvott, ryksugu, klósettbursta og svo mætti lengi telja. Þeir eiga bara að vera skaffarar og finnst eiginlega sjálfsagt að konan sjái bara um að reka heimilið alveg óháð því hvort þær vinna úti eða ekki!! Allavega var eitt sem vakti athygli mína í morgun og er kannski eitthvað sem maður þarf að taka til sín.
Það hringdi inn maður og hann sagði:
"Annað hvort ertu undirgefin eða yfirgefin."
Það er kannski málið ég hef ekki verið nógu undirgefin......
See ya!
Það hringdi inn maður og hann sagði:
"Annað hvort ertu undirgefin eða yfirgefin."
Það er kannski málið ég hef ekki verið nógu undirgefin......
See ya!
föstudagur, maí 25, 2007
Hvað varð um sumarið?
Ég var á leiðinni í vinnuna áðan, á hitamælinum í bílnum stóð 2°C ég er ekki að ýkja og það er 25. maí. Svo svifu nokkur snjókorn niður til að auka enn áhrifin. Ég sem hélt að sumarið væri nú að koma. Skíðasvæðin eru opin fyrir norðan og það mætti halda að það væri að koma páskahelgi en ekki hvítasunnuhelgi.
Annars erum við stelpurnar á heimilinu, að hundinum meðtöldum, á leiðinni í veiði á Snæfellsnesi um helgina. Ég veit ekki hvað verður mikil veiði, vonandi einhver, litla skottið er ákveðin í að veiða fisk! Svo verður auðvitað fjör þar sem bróðir minn kemur með sína fjölskyldu og pabbi ætlar að skella sér með líka. Mamma afrekaði það að detta út á götu og merja sig soldið þannig að hún veit ekki alveg hvort hún treystir sér, kannski kíkir hún á morgun svona fram og tilbaka.
Jæja en sumarið kemur nú vonandi eftir helgi, hann Siggi stormur var eitthvað að tala um það í veðurfréttum í gær að sumarið kæmi á þriðjudag.
kv.
Annars erum við stelpurnar á heimilinu, að hundinum meðtöldum, á leiðinni í veiði á Snæfellsnesi um helgina. Ég veit ekki hvað verður mikil veiði, vonandi einhver, litla skottið er ákveðin í að veiða fisk! Svo verður auðvitað fjör þar sem bróðir minn kemur með sína fjölskyldu og pabbi ætlar að skella sér með líka. Mamma afrekaði það að detta út á götu og merja sig soldið þannig að hún veit ekki alveg hvort hún treystir sér, kannski kíkir hún á morgun svona fram og tilbaka.
Jæja en sumarið kemur nú vonandi eftir helgi, hann Siggi stormur var eitthvað að tala um það í veðurfréttum í gær að sumarið kæmi á þriðjudag.
kv.
fimmtudagur, maí 24, 2007
Stjórnarsáttmálinn
Vorum að skoða stjórnarsáttmálann inn á kaffistofu. Þó ég sé nú frekar hlynnt þessari stjórn þá get ég ekki orða bundist. Það er ekkert í þessum stjórnasáttmála, þetta er eins og að fara til spákonu, engar tímasetningar, engar upphæðir eða aðgerðir staðfestar, bara lýst yfir áhuga á að gera "ditten og datten". Og allt svakalega loðið.
Hljómar allt voða vel en hvað svo?
Hljómar allt voða vel en hvað svo?
miðvikudagur, maí 23, 2007
Stjórnin!!
Já hvað sagði ég, við hérna á kaffistofunni vorum með þetta bara nokkuð rétt.
Allavega rétta fólkið ef skipt er um Ágúst Ólaf og Kristján Möller.
Þorgerður hélt áfram með menntamálin. Guðlaugur tók við heilbrigðismálunum, enda vanur maður þekkir vel inná heilbrigðiskerfið þar sem hann brenndist um jólin, varla hægt að finna hæfari mann og hvað þá konu sem kæmi nálægt því að hafa sömu reynslu!
Einar K. Guðfinns fékk landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í bónus.
Björgvin fékk viðskiptaráðuneytið. Össur fékk iðnaðarráðuneytið. Þórunn fékk umhverfisráðuneytið (frábært). Kristján Möller fékk samgönguráðuneytið og Jóhanna tók aftur við félagsmálaráðuneytið nei, vitlaust það heitir velferðarráðuneyti.
Þetta er örugglega fín stjórn. Mér finnst samt að hægt hefði verið að finna fleiri hæfar konur í embættin. Það eru margar mjög hæfar konur til í sjálfstæðisflokknum og það hefði alveg verið hægt að finna allavega eina enn í ráðherraembætti þar.
Það er alltaf hægt að finna konu í manns stað. Ef viljinn er fyrir hendi!
Allavega rétta fólkið ef skipt er um Ágúst Ólaf og Kristján Möller.
Þorgerður hélt áfram með menntamálin. Guðlaugur tók við heilbrigðismálunum, enda vanur maður þekkir vel inná heilbrigðiskerfið þar sem hann brenndist um jólin, varla hægt að finna hæfari mann og hvað þá konu sem kæmi nálægt því að hafa sömu reynslu!
Einar K. Guðfinns fékk landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í bónus.
Björgvin fékk viðskiptaráðuneytið. Össur fékk iðnaðarráðuneytið. Þórunn fékk umhverfisráðuneytið (frábært). Kristján Möller fékk samgönguráðuneytið og Jóhanna tók aftur við félagsmálaráðuneytið nei, vitlaust það heitir velferðarráðuneyti.
Þetta er örugglega fín stjórn. Mér finnst samt að hægt hefði verið að finna fleiri hæfar konur í embættin. Það eru margar mjög hæfar konur til í sjálfstæðisflokknum og það hefði alveg verið hægt að finna allavega eina enn í ráðherraembætti þar.
Það er alltaf hægt að finna konu í manns stað. Ef viljinn er fyrir hendi!
þriðjudagur, maí 22, 2007
Ný ríkisstjórn?
Já, það bendir allt til þess að ný ríkisstjórn líti dagsins ljós næstu dagana. Við hérna á kaffistofunni erum auðvitað búin að raða í ráðherraembætti að því gefnu að ráðuneytin verði óbreytt.
Það gæti nú gerst að "Solla stirða" og "Geiri níski" myndu breyta þessu þannig að þau myndu sameina landbúnaðar og sjávarútvegs ráðuneytin og hugsanlega bæta iðnaðarráðuneytinu inn í pakkann.
En allavega við veðjum á eftirtalinn lista
sjálfstæðismegin:
Geir, forsætisráðherra
Árni Matt., fjármála
Þorgerður Katrín, heilbrigðis
Einar K. Guðfinns., landbúnaðar
Björn Bjarnason, dómsmála
Guðlaugur Þór, iðnaðar
Sturla, forseti alþingis.
Samfylkingarmegin
Ingibjörg, utanríkis
Össur, sjávarútvegs
Jóhanna/Steinunn, félagsmála
Ágúst Ólafur, umhverfis
Þórunn, menntamála
Björgvin G , samgöngu
svo er spurning hvað við erum sannspá.
Það gæti nú gerst að "Solla stirða" og "Geiri níski" myndu breyta þessu þannig að þau myndu sameina landbúnaðar og sjávarútvegs ráðuneytin og hugsanlega bæta iðnaðarráðuneytinu inn í pakkann.
En allavega við veðjum á eftirtalinn lista
sjálfstæðismegin:
Geir, forsætisráðherra
Árni Matt., fjármála
Þorgerður Katrín, heilbrigðis
Einar K. Guðfinns., landbúnaðar
Björn Bjarnason, dómsmála
Guðlaugur Þór, iðnaðar
Sturla, forseti alþingis.
Samfylkingarmegin
Ingibjörg, utanríkis
Össur, sjávarútvegs
Jóhanna/Steinunn, félagsmála
Ágúst Ólafur, umhverfis
Þórunn, menntamála
Björgvin G , samgöngu
svo er spurning hvað við erum sannspá.
mánudagur, maí 21, 2007
Skyldi einhver lesa þetta blogg?
Skiptir það nokkru máli? Ég skrifa þetta svona fyrir sjálfan mig og mínar pælingar. Setti samt að gamni mínu upp teljara, veit ekkert hvort það virkar en það má allavega prófa. Kannski er ég sú eina sem les þetta? Allavega kvitta engir sem er kannski bara allt í lagi, því þá fengi ég svokallaðan "frammistöðukvíða" og þyrfti að fara að vanda mig. Þetta er svona skrifað til að fá útrás, ég veit eiginlega ekki fyrir hvað en svona pælingar. Auðvitað er maður í misjöfnu skapi og allt það þannig að það skín kannski í gegn í blogginu.
Annars hefur mér fundist að rithöfundar og bloggarar skrifi best þegar þeir eru í einhverri tilvistarkreppu. Þannig að það er kannski best fyrir listamanninn í manni að manni líði bara illa.
bless í bili
Annars hefur mér fundist að rithöfundar og bloggarar skrifi best þegar þeir eru í einhverri tilvistarkreppu. Þannig að það er kannski best fyrir listamanninn í manni að manni líði bara illa.
bless í bili
föstudagur, maí 18, 2007
Fordómar!!
Var að kíkja á blogg um daginn, svona einhver sem ég þekki ekki neitt, bara svona datt inn á síðuna. Þetta er greinilega frekar ungur bloggari en þar stóð nokkrun vegin (er búin að laga málfarsvillur og stafsetningavillur):
"..... hefur skilið einu sinni en það er allt í lagi, hann er samt skemmtilegur og stundum rosalega fyndinn!"
Er þetta ekki málið, það eru svo miklir fordómar gagnvart fólki sem hefur skilið. Það er örugglega eitthvað ekki í lagi hjá þeim eða hvað? Eru þau ekki bara eitthvað skrítin, leiðinleg eða hvað?? Kannski blunda þessir fordómar í mér sjálfri og maður þarf endalaust að sannfæra sjálfan sig um það að maður sé nú bara allt í lagi!
"..... hefur skilið einu sinni en það er allt í lagi, hann er samt skemmtilegur og stundum rosalega fyndinn!"
Er þetta ekki málið, það eru svo miklir fordómar gagnvart fólki sem hefur skilið. Það er örugglega eitthvað ekki í lagi hjá þeim eða hvað? Eru þau ekki bara eitthvað skrítin, leiðinleg eða hvað?? Kannski blunda þessir fordómar í mér sjálfri og maður þarf endalaust að sannfæra sjálfan sig um það að maður sé nú bara allt í lagi!
Lífið er skemmtilegt!
Er ekki um að gera að vera með svona jákvæðar blogfærslur?
En allavega ég fór á tónleika í gærkveldi á NASA, sá Tómas R. Einarsson og hljómsveit spila frábæra svona "latino" tónlist, maður var bara kominn á næturklúbb í Kúbu í anda. Svo kom þessi frábæra söngdíva frá Malí. Hún var líka æðisleg, og skemmtilegur takturinn í þessari Afrísku tónlist. Ég komst reyndar að því að "latino" takturinn á betur við mig, ég bara fer að iða og ég finn taktinn bara í maganum á mér, Það stafar sennilega af þessum Frakka sem eignaðist barn með langa langa .... langömmu minni og kallast Erlendur í ættfræðibókum og skildi eftir sig þessi dökkbrúnu augu sem einkenna móðurafa ættina mína. Mamma og ég erum líka með þau auk þess sem litla skottið mitt hefur þau líka. En bræður mínir og hin börnin mín hafa þau ekki.
En þessi afríski taktur er eitthvað erfiðari fyrir mig, hann er allavega ekki í blóðinu, enda engir afrískir sjómenn í aættartölunni hehehe.
En allavega ég fór á tónleika í gærkveldi á NASA, sá Tómas R. Einarsson og hljómsveit spila frábæra svona "latino" tónlist, maður var bara kominn á næturklúbb í Kúbu í anda. Svo kom þessi frábæra söngdíva frá Malí. Hún var líka æðisleg, og skemmtilegur takturinn í þessari Afrísku tónlist. Ég komst reyndar að því að "latino" takturinn á betur við mig, ég bara fer að iða og ég finn taktinn bara í maganum á mér, Það stafar sennilega af þessum Frakka sem eignaðist barn með langa langa .... langömmu minni og kallast Erlendur í ættfræðibókum og skildi eftir sig þessi dökkbrúnu augu sem einkenna móðurafa ættina mína. Mamma og ég erum líka með þau auk þess sem litla skottið mitt hefur þau líka. En bræður mínir og hin börnin mín hafa þau ekki.
En þessi afríski taktur er eitthvað erfiðari fyrir mig, hann er allavega ekki í blóðinu, enda engir afrískir sjómenn í aættartölunni hehehe.
mánudagur, maí 14, 2007
Að vera eða vera ekki...
í sambandi.
Mér var kurteislega bent á það að ég og "fyrrverandi" værum í sambandi þó við værum eiginlega ekki í sambandi.
Hvað á hún eiginlega við, jú henni finnst, eins og ég veit svo sem alltof vel, að við séum í miklu meira sambandi heldur en er okkur hollt. Við erum nú einu sinni skilin eða þannig.
Við finnum okkur milljón ástæður bæði tvö til að hringa í hvort annað með því yfirskini að við séum að ræða börnin og svo kemur eitthvað allt annað, svona bara til að heyra hvort í öðru.
Reyndar er þetta ekkert sniðugt og við vitum það, um leið og það þarf að ræða eitthvað viðkvæmt þolum við ekki neitt og húmorinn fýkur út um gluggann og við verðum pirruð á hvort öðru.
Ég skil þetta bara ekki. Við getum ekki slitið okkur frá hvort öðru, hvernig á maður eiginlega að geta haldið lífinu áfram og hugsanlega geta stofnað til nýs sambands þegar þetta gamla er svona mikið í gangi enn. Við erum hvorugt tilbúin að byrja saman aftur held ég. Ég held að ég sé tilbúin þar sem mér hefur aldrei fundist þessu vera lokið en hann er ekki tilbúinn og það þýðir þá að hann elskar mig bara ekki nógu mikið, ég verð þá bara að kyngja því, en þá er svo vont að tala svona mikið saman.
Æji mér líður eitthvað svo skringilega þessa dagana. Ég er eitthvað svo þreytt og stressuð. Þetta er búið að taka svo mikið á og taka svo langan tíma, ég hlýt að kikna undan þessu einn daginn.
Mér var kurteislega bent á það að ég og "fyrrverandi" værum í sambandi þó við værum eiginlega ekki í sambandi.
Hvað á hún eiginlega við, jú henni finnst, eins og ég veit svo sem alltof vel, að við séum í miklu meira sambandi heldur en er okkur hollt. Við erum nú einu sinni skilin eða þannig.
Við finnum okkur milljón ástæður bæði tvö til að hringa í hvort annað með því yfirskini að við séum að ræða börnin og svo kemur eitthvað allt annað, svona bara til að heyra hvort í öðru.
Reyndar er þetta ekkert sniðugt og við vitum það, um leið og það þarf að ræða eitthvað viðkvæmt þolum við ekki neitt og húmorinn fýkur út um gluggann og við verðum pirruð á hvort öðru.
Ég skil þetta bara ekki. Við getum ekki slitið okkur frá hvort öðru, hvernig á maður eiginlega að geta haldið lífinu áfram og hugsanlega geta stofnað til nýs sambands þegar þetta gamla er svona mikið í gangi enn. Við erum hvorugt tilbúin að byrja saman aftur held ég. Ég held að ég sé tilbúin þar sem mér hefur aldrei fundist þessu vera lokið en hann er ekki tilbúinn og það þýðir þá að hann elskar mig bara ekki nógu mikið, ég verð þá bara að kyngja því, en þá er svo vont að tala svona mikið saman.
Æji mér líður eitthvað svo skringilega þessa dagana. Ég er eitthvað svo þreytt og stressuð. Þetta er búið að taka svo mikið á og taka svo langan tíma, ég hlýt að kikna undan þessu einn daginn.
föstudagur, maí 11, 2007
"Júróvision"
Eru ekki allir að blogga um "júróvision" í dag. Ég horfði á keppnina og lækkaði reglulega í græjunum því að sum lögin voru frekar erfið áhlustunar. En þetta var bara gaman, fékk mat frá Ávaxtabílnum (heimilisbílnum) skemmtilegt framtak það. Kíkið á avaxtabillinn.is. Svo var horft og Eiki var bara flottur og atriðið hreinlega var að springa úr "karlmennsku", engir hommar þar á ferð. En auðvitað fór þetta svo eins og mann grunaði, þetta er auðvitað bara klíka. Mér fannst til dæmis hollenska atriðið og söngurinn flottur og hefði verið sátt við að það lag færi áfram þó að Eiki rauði hefði orðið eftir heima en þannig fór um sjóferð þá. Ég hugsa samt að maður kíki á þetta á laugardaginn, verst að ég verð sennilega ein og barnlaus það kvöldið að horfa á "júróvision" nema einhver bjóði mér í mat. Svo er kosningarnar í framhaldinu, þær eru eiginlega miklu meira spennandi og ég fer pottþétt á kosningavöku hér í bænum.
Jæja allir svo kjósa rétt á morgun.
Jæja allir svo kjósa rétt á morgun.
miðvikudagur, maí 09, 2007
Stjórnmál
Já, það eru að koma kosningar. Ég er mikill stuðningsmaður ákveðins flokks og trúi því að hann sé það besta fyrir þjóðfélagið og budduna mína. En þannig er það bara maður fær alls konar athugasemdir og skot á sig og þarf sífellt að verja sinn málstað.
En það er svo sem í lagi. Ég er pínu hrædd við það að ef vinstri menn komist í stjórn aö þá hækki skattarnir aftur, hátekjuskattur verði settur á og eignaskattur. Þetta er kannski ekki svo hræðilegt ef tekju- og eignarmörkin sem miðað var við þegar þetta var við lýði væru ekki svona fáránlega lág!!
Svo kemur alltaf upp hjá manni að það sé kannski best fyrir þjóðfélagið að fá vinstri stjórnir annað slagið svona til að spreða soldið og koma hlutunum í gang þó þeir reikni málið sjaldan til enda og geti sjaldnast ráðið við að fjármagna allt dótið nema með lánum en þá er kominn tími til að skipta og fá hægri menn til að redda peningamálunum.
jæja svona er víst lífið
En það er svo sem í lagi. Ég er pínu hrædd við það að ef vinstri menn komist í stjórn aö þá hækki skattarnir aftur, hátekjuskattur verði settur á og eignaskattur. Þetta er kannski ekki svo hræðilegt ef tekju- og eignarmörkin sem miðað var við þegar þetta var við lýði væru ekki svona fáránlega lág!!
Svo kemur alltaf upp hjá manni að það sé kannski best fyrir þjóðfélagið að fá vinstri stjórnir annað slagið svona til að spreða soldið og koma hlutunum í gang þó þeir reikni málið sjaldan til enda og geti sjaldnast ráðið við að fjármagna allt dótið nema með lánum en þá er kominn tími til að skipta og fá hægri menn til að redda peningamálunum.
jæja svona er víst lífið
sunnudagur, maí 06, 2007
Opið samband!
Ég var á mjög skemmtilegu grímuballi í gær, þvílíkt fjör. Ég er rétt komin inn þegar þessi líka myndarlegi Mexícani gefur sig á tal við mig.
Við spjöllum aðeins og döðrum soldið, það sem var soldið fyndið var að hann var í svuntu undir Mexícana ponsjónum sem var með mynd af Davíð hans Michelangelo, þið kannist örugglega við þessa mynd en Davíð er með rosalega lítið og krúttlegt tippi og olli þetta mikilli kátínu, en jæja svo var dansað og haldið áfram að daðra. Allt í einu kemur í honum. "Þú gerir þér grein fyrir því að ég er giftur og konan mín er hérna." Ég varð svolítið hvumsa því það er örugglega það síðasta sem ég ætla mér að gera að reyna við giftan mann svona eftir það sem á undan er gengið. En jæja svo kom hjá honum svona í léttum tóni já við erum svona í opnu sambandi!!
Já það virðist loða soldið við menn á þessum aldri þ.e. rúmlega fertugir, þessi draumur um opið samband. Ég heyrði minn mann gantast soldið með þetta hér áður fyrr. Ég held að þessir menn vilji hafa sambandið svona opið í annan endann ekki hinn. þ.e. þeir vilja geta daðrað en ég er ekki viss um að þeir yrðu svo kátir ef konurnar þeirra færu að daðra við aðra kalla. En jæja svona fór um sjóferð þá. Ég þarf allavega ekki að hugsa um það að þessi maður hringi í mig!!
Við spjöllum aðeins og döðrum soldið, það sem var soldið fyndið var að hann var í svuntu undir Mexícana ponsjónum sem var með mynd af Davíð hans Michelangelo, þið kannist örugglega við þessa mynd en Davíð er með rosalega lítið og krúttlegt tippi og olli þetta mikilli kátínu, en jæja svo var dansað og haldið áfram að daðra. Allt í einu kemur í honum. "Þú gerir þér grein fyrir því að ég er giftur og konan mín er hérna." Ég varð svolítið hvumsa því það er örugglega það síðasta sem ég ætla mér að gera að reyna við giftan mann svona eftir það sem á undan er gengið. En jæja svo kom hjá honum svona í léttum tóni já við erum svona í opnu sambandi!!
Já það virðist loða soldið við menn á þessum aldri þ.e. rúmlega fertugir, þessi draumur um opið samband. Ég heyrði minn mann gantast soldið með þetta hér áður fyrr. Ég held að þessir menn vilji hafa sambandið svona opið í annan endann ekki hinn. þ.e. þeir vilja geta daðrað en ég er ekki viss um að þeir yrðu svo kátir ef konurnar þeirra færu að daðra við aðra kalla. En jæja svona fór um sjóferð þá. Ég þarf allavega ekki að hugsa um það að þessi maður hringi í mig!!
miðvikudagur, maí 02, 2007
Tík
Eins og fram hefur komið hefur heimilisfólkinu fjölgað hér um einn, þ.e. um tíkina. Ekki veit ég af hverju þetta orð tík hefur fengið svona niðrandi merkingu, það stafar örugglega af áhrifum úr ensku þ.e. (bitch), en ljúfari dýr er varla hægt að finna. Mér finnst þetta eiginlega vera leiðinlegt orð og nota það aldrei eða allavega mjög sjaldan, enda er ég nú kannski þannig manneskja að ég tala yfirleitt ekki mjög illa um fólk.
Málið er að tíkur eru mjög heimakærar og yfirleitt mjög ljúfar við börn og þá sem þær greina sem minni máttar. Svo héðan í frá mun ég ekki leggja mér orðið tík í munn í niðrandi merkingu.
Málið er að tíkur eru mjög heimakærar og yfirleitt mjög ljúfar við börn og þá sem þær greina sem minni máttar. Svo héðan í frá mun ég ekki leggja mér orðið tík í munn í niðrandi merkingu.
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Nýtt fósturbarn!
Ég hef oft hugsað það hvort ég sé yfirhöfuð með geðheilsuna í lagi. Núna með hækkandi sól fæ ég svona ógnarkraft, mér finnst lífið svo yndislegt.
Nú var ég að kíkja á netið bara svona smá, skoða mbl.is og þar er alltaf vísað í einhver blogg stundum les ég svona eitt og eitt. Í einu bloggi var vísað á heimasíðu hunds. Ég hef svo sem alltaf verið mjög hrifin af hundum en hef undanfarin 20 ár hlustað á fortölur kallsins um að þetta sé svo mikil binding og mikil vinna. Jæja en þessi heimasíða er á heimasvæði sem heitir hvuttar.net og ég kíki að gamni á forsíðuna þar. Nýjasta smáauglýsingin hét "Bjargið mér!" ég kíki á hana bara svona í rælni. Þar er þessi yndislega mynd af tík sem heitir Tinna og eigendurnir voru á leið með hana að láta svæfa hana. Ég hugsaði um þetta fram eftir degi en seinnipartinn hringi ég og hún er enn ekki farin og enginn hringt og spurt um hana. Jæja ég hringi og fæ uppgefið heimilisfang og auðvitað er það gefið að ef maður sér hundinn þá er ekkert aftur snúið svo nú er kominn nýr fjölskyldumeðlimur.
Jæja, maður er orðin einstæð með 4 börn!!
mánudagur, apríl 23, 2007
Karíus og Baktus
Við fórum mæðgurnar á leikritið Karíus og Baktus í gær. Mikið svakalega er þetta skemmtilegt leikrit hjá þeim í Leikfélagi Akureyrar. Það var svo sem aðeins og stutt fyrir minn smekk hefði sko alveg verið til í að sitja svolítið lengur og hlægja að þessum yndislegu karakterum. En já litla skottið hristist af hlátri. Hún var búin að fá diskinn í sumargjöf og það er sko búið að hlusta á hann í ræmur.
En já mæli með þessu leikriti fyrir börn á öllum aldri!!
En já mæli með þessu leikriti fyrir börn á öllum aldri!!
föstudagur, apríl 20, 2007
Gleðilegt sumar!
Þá er hann runninn upp sumardagurinn fyrsti. Þetta var ávallt mikill hátíðisdagur hjá okkur skátunum í Garðabæ. Talandi um það þá átti gamla skátafélagið mitt Vífill 40 ára afmæli í gær. Til hamingju.
Jæja, en í gær var líka mikill hátíðisdagur í bæjarfélaginu sem ég bý í núna, haldið var uppá opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar og sundlaugar auk þess sem skátarnir seldu kaffi, lúðrasveitin spilaði, sunddeildin sýndi boðsund ofl. Það sem er kannski skemmtilegast í þessu öllu saman er að ég átti börn í öllu saman þar sem dóttirin er bæði í lúðrasveitinni og í skátunum og strákurinn er í sundinu.
En þessi dagur tókst mjög vel og ekki skemmdi veðrið fyrir þar sem það var alveg dásamlegt þó að kalt væri.
Jæja, en í gær var líka mikill hátíðisdagur í bæjarfélaginu sem ég bý í núna, haldið var uppá opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar og sundlaugar auk þess sem skátarnir seldu kaffi, lúðrasveitin spilaði, sunddeildin sýndi boðsund ofl. Það sem er kannski skemmtilegast í þessu öllu saman er að ég átti börn í öllu saman þar sem dóttirin er bæði í lúðrasveitinni og í skátunum og strákurinn er í sundinu.
En þessi dagur tókst mjög vel og ekki skemmdi veðrið fyrir þar sem það var alveg dásamlegt þó að kalt væri.
mánudagur, apríl 16, 2007
Fermingin
Það sem hefur verið efst í huga mínum síðustu vikur er auðvitað fermingin. Hún var í gær, allt gekk eins og í sögu, þvílíkt góður dagur og fallegur. Held að fermingabarnið hafi sofnað með bros á vör í gærkveldi, (soldið erfitt að sjá það því hún er með þvílíkt beisli í tönnunum á nóttunni þessar vikurnar), en ég er eiginlega alveg sannfærð um það að dagurinn hafi verið ánægjulegur hjá henni.
Amma hennar fékk hana meira að segja til að troða upp í veislunni og spila þvílíkt ljúfa tóna við undirleik Stradivarius fiðlu, það verður ekki betra.
Það er svolítið spennufall í dag og erfitt að einbeita sér.
Amma hennar fékk hana meira að segja til að troða upp í veislunni og spila þvílíkt ljúfa tóna við undirleik Stradivarius fiðlu, það verður ekki betra.
Það er svolítið spennufall í dag og erfitt að einbeita sér.
Myndarlegur?
Ég fór að hugsa um daginn, já hljómar svona eins og ég hugsi ekki mikið. Held að það sé vandinn, ég hugsa of mikið!!
Jæja, einn vinnufélagi minn var að segja frá því að hann hefði kíkt til kunningja síns í kaffi, svo fylgdi því góð saga eins og ávallt. En hann endar á því að segja hann er fráskilinn .... myndarlegur maður! OK. Ég sagði ekkert bara brosti. En svo fór ég að hugsa. Hvað er það sem skiptir máli. Auðvitað hefur útlit eitthvað með fyrstu kynni að gera en hvað svo. Ég fór að stilla upp mínum óskum.
Hann þarf að vera skemmtilegur (algjört frumskiliyrði)
Hann þarf að vera fjárhagslega sjálfstæður þ.e. hann standi undir sjálfum sér!
Hann þarf að vera sæmilega menntaður, þannig að hægt sé að tala við hann um ýmis málefni.
Hann þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér.
Hann þarf að vera við ágætis heilsu og í sæmilegu formi, allavega þannig að hægt sé að draga hann með sér á skíði og í gönguferðir ofl.
Hann þarf að vera tilbúin að lifa fjölskyldulífi þar sem ég á börn.
Hann má ekki hafa mjög tímafrekt áhugamál sem ég hef ekki áhuga á, eða get ekki verið með honum í. (Sýni veiði skilning en ekki golfi hehe)
Hann má ekki vinna allan sólarhringinn, sem er svo sem hluti af þessu með fjölskyldulífið.
Sko ef hann er líka myndarlegur þá er það bara bónus en það er ekkert frumskilyrði.
Þetta eru kannski soldið miklar kröfur en hey það er ágætt að setja markmiðið hátt, maður lækkar þá bara standardinn ef þetta gengur ekki, upp ekki satt?
Mér finnst reyndar þessi listi minna óneitanlega soldið á fyrrverandi nema hann er líka myndarlegur.
Nóg í bili.
Jæja, einn vinnufélagi minn var að segja frá því að hann hefði kíkt til kunningja síns í kaffi, svo fylgdi því góð saga eins og ávallt. En hann endar á því að segja hann er fráskilinn .... myndarlegur maður! OK. Ég sagði ekkert bara brosti. En svo fór ég að hugsa. Hvað er það sem skiptir máli. Auðvitað hefur útlit eitthvað með fyrstu kynni að gera en hvað svo. Ég fór að stilla upp mínum óskum.
Hann þarf að vera skemmtilegur (algjört frumskiliyrði)
Hann þarf að vera fjárhagslega sjálfstæður þ.e. hann standi undir sjálfum sér!
Hann þarf að vera sæmilega menntaður, þannig að hægt sé að tala við hann um ýmis málefni.
Hann þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér.
Hann þarf að vera við ágætis heilsu og í sæmilegu formi, allavega þannig að hægt sé að draga hann með sér á skíði og í gönguferðir ofl.
Hann þarf að vera tilbúin að lifa fjölskyldulífi þar sem ég á börn.
Hann má ekki hafa mjög tímafrekt áhugamál sem ég hef ekki áhuga á, eða get ekki verið með honum í. (Sýni veiði skilning en ekki golfi hehe)
Hann má ekki vinna allan sólarhringinn, sem er svo sem hluti af þessu með fjölskyldulífið.
Sko ef hann er líka myndarlegur þá er það bara bónus en það er ekkert frumskilyrði.
Þetta eru kannski soldið miklar kröfur en hey það er ágætt að setja markmiðið hátt, maður lækkar þá bara standardinn ef þetta gengur ekki, upp ekki satt?
Mér finnst reyndar þessi listi minna óneitanlega soldið á fyrrverandi nema hann er líka myndarlegur.
Nóg í bili.
föstudagur, apríl 13, 2007
Pabbahelgar
Hver kannast ekki við þær, sumir þekkja þetta bara af afspurn en aðrir hafa reynt þetta á eigin skinni. Þetta er svolítið skrítin tilfinning þegar maður er svona aleinn heima og getur gert það sem maður vill.
Ég er eiginlega ekki búin að læra þetta, enda hafa unglingarnir svo sem ekki verið að fara heilu helgarnar til pabba síns, en það kemur fyrir að þau séu tvo daga hjá honum í röð.
Ég veit það ekki ég kann þetta ekki, mér finnst fyrsta kvöldið oft alveg ágætt, bara að setjast upp í sófa, þurfa ekki að hugsa um mat eða neitt horfa á það sem ég vil eða lesa eitthvað skemmtilegt. Svo fer ég að sofa, það gengur svona la, la. Fyrsta daginn er þetta oft allt í lagi líka, maður drífur sig í göngutúr í rigningunni, kíkir í búðir eða reynir að koma heimilinu í horf, vinnur kannski upp einhvern þvott og skiptir á rúminu. Svo kemur kvöld númer tvö, þá leiðist mér yfirleitt þ.e. við hjónin áttum það til að elda góðan mat á laugardagskvöldum, opna eina til tvær rauðvín og sitja og spjalla um daginn og veginn. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera, rölti oft yfir til bróður míns og hans konu með rauðvínsflösku ef þau eru heima en ef ekki þá er þetta eiginlega bara hundfúlt. Svo kemur dagur nr. tvö OMG hvað á maður að gera þá. Ég hef meira að segja staðið sjálfa mig að því að fara í vinnuna.
Þetta er nú bara fyndið, maður kvartar alla vikuna yfir því að maður hafi engan tíma fyrir sjálfan sig og geri aldrei neitt fyrir sig svo koma svona heilu dagarnir þá veit maður ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga. Málið er auðvitað að maður er svo mikil fjölskyldumaður og félagsvera að maður saknar þess að hafa ekki húsið fullt af fólki.
Þetta venst kannski með tímanum.
Núna um páskana voru sko sorglegustu páskar ever. Ég var með krakkana fram á laugardagskvöld, þá kom pabbi þeirra og sótti þau. Páskadagur rann upp og það rigndi svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera en endaði uppí vinnu og vann rúmlega hálfan vinnudag og fór svo á Nings á leiðinni heim. Getur þetta verið verra?? :-( Jæja kvöldið bjargaðist þegar mágkona mín hringdi og bauð mér að koma yfir fór yfir með rauðvín, breezer og bjór og við fengum okkur bara vel í glas og enduðum á djamminu niður í bæ!! Já á páskanótt! Jæja ætluðum á Torvaldssen en hann var lokaður svo við enduðum á staðnum við hliðina á, Deco held ég að hann heiti og þar var Einar Ágúst að spila "læf" svo við dönsuðum bara og skemmtum okkur vel.
Jæja þetta gæti alveg verið verra.
Ég er eiginlega ekki búin að læra þetta, enda hafa unglingarnir svo sem ekki verið að fara heilu helgarnar til pabba síns, en það kemur fyrir að þau séu tvo daga hjá honum í röð.
Ég veit það ekki ég kann þetta ekki, mér finnst fyrsta kvöldið oft alveg ágætt, bara að setjast upp í sófa, þurfa ekki að hugsa um mat eða neitt horfa á það sem ég vil eða lesa eitthvað skemmtilegt. Svo fer ég að sofa, það gengur svona la, la. Fyrsta daginn er þetta oft allt í lagi líka, maður drífur sig í göngutúr í rigningunni, kíkir í búðir eða reynir að koma heimilinu í horf, vinnur kannski upp einhvern þvott og skiptir á rúminu. Svo kemur kvöld númer tvö, þá leiðist mér yfirleitt þ.e. við hjónin áttum það til að elda góðan mat á laugardagskvöldum, opna eina til tvær rauðvín og sitja og spjalla um daginn og veginn. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera, rölti oft yfir til bróður míns og hans konu með rauðvínsflösku ef þau eru heima en ef ekki þá er þetta eiginlega bara hundfúlt. Svo kemur dagur nr. tvö OMG hvað á maður að gera þá. Ég hef meira að segja staðið sjálfa mig að því að fara í vinnuna.
Þetta er nú bara fyndið, maður kvartar alla vikuna yfir því að maður hafi engan tíma fyrir sjálfan sig og geri aldrei neitt fyrir sig svo koma svona heilu dagarnir þá veit maður ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga. Málið er auðvitað að maður er svo mikil fjölskyldumaður og félagsvera að maður saknar þess að hafa ekki húsið fullt af fólki.
Þetta venst kannski með tímanum.
Núna um páskana voru sko sorglegustu páskar ever. Ég var með krakkana fram á laugardagskvöld, þá kom pabbi þeirra og sótti þau. Páskadagur rann upp og það rigndi svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera en endaði uppí vinnu og vann rúmlega hálfan vinnudag og fór svo á Nings á leiðinni heim. Getur þetta verið verra?? :-( Jæja kvöldið bjargaðist þegar mágkona mín hringdi og bauð mér að koma yfir fór yfir með rauðvín, breezer og bjór og við fengum okkur bara vel í glas og enduðum á djamminu niður í bæ!! Já á páskanótt! Jæja ætluðum á Torvaldssen en hann var lokaður svo við enduðum á staðnum við hliðina á, Deco held ég að hann heiti og þar var Einar Ágúst að spila "læf" svo við dönsuðum bara og skemmtum okkur vel.
Jæja þetta gæti alveg verið verra.
Ferming
Jæja
Það er komið að því að ferma barn nr. 2. Reyndar er þetta afskaplega eitthvað afslappað núna, mér fannst þetta miklu meira mál þegar ég fermdi frumburðinn fyrir 2 árum síðan. Munurinn er sá að það var auðvitað í fyrsta skipti sem maður fermir og í öðru lagi héldum við ferminguna heima sem olli auðvitað smá raski heimafyrir í nokkra daga áður og á eftir. Núna bjóða húsakynnin ekki uppá það að halda stórar veislur svo við erum með þetta í sal.
Núna er ég að ferma stúlku, auðvitað er soldið meira mál að finna föt, greiðslu ofl. og auðvitað hafa stúlkur á þessum aldri mjög ákveðnar skoðanir um það hvernig þetta á allt að vera. En allavega ég er afskaplega afslöppuð yfir þessu, förum á morgun og skreytum salinn og röðum upp borðum og slíku. Svo er bara veislan á sunnudaginn og athöfnin auðvitað. Þurfum að mæta kl. 7:00 í greiðslu, en þetta er bara gaman.
Um kvöldið er hún búin að bjóða öllum 8 stelpunum í bekknum í partý þannig að ég verð nú ósköp fegin á mánudaginn þegar þessu verður öllu lokið.
En ég ætla að njóta þess.
Það er komið að því að ferma barn nr. 2. Reyndar er þetta afskaplega eitthvað afslappað núna, mér fannst þetta miklu meira mál þegar ég fermdi frumburðinn fyrir 2 árum síðan. Munurinn er sá að það var auðvitað í fyrsta skipti sem maður fermir og í öðru lagi héldum við ferminguna heima sem olli auðvitað smá raski heimafyrir í nokkra daga áður og á eftir. Núna bjóða húsakynnin ekki uppá það að halda stórar veislur svo við erum með þetta í sal.
Núna er ég að ferma stúlku, auðvitað er soldið meira mál að finna föt, greiðslu ofl. og auðvitað hafa stúlkur á þessum aldri mjög ákveðnar skoðanir um það hvernig þetta á allt að vera. En allavega ég er afskaplega afslöppuð yfir þessu, förum á morgun og skreytum salinn og röðum upp borðum og slíku. Svo er bara veislan á sunnudaginn og athöfnin auðvitað. Þurfum að mæta kl. 7:00 í greiðslu, en þetta er bara gaman.
Um kvöldið er hún búin að bjóða öllum 8 stelpunum í bekknum í partý þannig að ég verð nú ósköp fegin á mánudaginn þegar þessu verður öllu lokið.
En ég ætla að njóta þess.
miðvikudagur, mars 14, 2007
Sumarið
Jæja,
Það er auðvitað leikskólinn sem fær mann til að fara að plana sumarfríið. Við fengum bréf um daginn sem benti okkur á það að við þurfum helst að vera búin að ákveða hvenær barnið fer í frí fyrir miðja næstu viku. OK, skoðum málið það þarf að vera í fríi í a.m.k. 4 vikur samfellt. Auðvitað má taka meira frí og einhverjar vikur auka en allavega þessar 4 vikur. Jæja skoðum nú málið.
Það nýjasta í stöðunni er að dóttirinn er að fara á skátamót í Svíþjóð í 2 vikur í Júlí, Oh mig langar svo með og nú eru fararstjórarnir alveg vitlausir og vilja endilega fá mig með. Á maður ekki bara að skella sér? Chilla bara ein með stóru stelpunni og leika mér í 2 vikur. Why not!!
Er ekki tækifærið núna þegar maður þarf ekki lengur að taka tillit til óska kallsins og getur bara gert það sem maður vill. Mig hefur alltaf langað til útlanda á skátamót alveg síðan ég var krakki svo nú held ég bara að ég stökkvi á það.
Einu sinni skáti ávallt skáti!!
Það er auðvitað leikskólinn sem fær mann til að fara að plana sumarfríið. Við fengum bréf um daginn sem benti okkur á það að við þurfum helst að vera búin að ákveða hvenær barnið fer í frí fyrir miðja næstu viku. OK, skoðum málið það þarf að vera í fríi í a.m.k. 4 vikur samfellt. Auðvitað má taka meira frí og einhverjar vikur auka en allavega þessar 4 vikur. Jæja skoðum nú málið.
Það nýjasta í stöðunni er að dóttirinn er að fara á skátamót í Svíþjóð í 2 vikur í Júlí, Oh mig langar svo með og nú eru fararstjórarnir alveg vitlausir og vilja endilega fá mig með. Á maður ekki bara að skella sér? Chilla bara ein með stóru stelpunni og leika mér í 2 vikur. Why not!!
Er ekki tækifærið núna þegar maður þarf ekki lengur að taka tillit til óska kallsins og getur bara gert það sem maður vill. Mig hefur alltaf langað til útlanda á skátamót alveg síðan ég var krakki svo nú held ég bara að ég stökkvi á það.
Einu sinni skáti ávallt skáti!!
föstudagur, febrúar 23, 2007
Sweet sixteen
Jæja, stóra barnið mitt er 16 ára í dag. Vá hvað lífið er fljótt að líða. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég sá hann í fyrsta sinni. Hann var með heilmikið kolsvart hár og hrikalegann sveip í hárinu. Þ.e. framan á enninu, hann var svona eins og hvirfilbylur. En ofboðslega var hann fallegur og er enn :-) Þær eiga eftir að gráta yfir honum nokkrar stúlkukindurnar.
Pabbinn fékk alveg sjokk yfir sveipnum og fór til klipparans síns og spurði hvort það væri eitthvað hægt að gera til að losna við svona sveipi, raka hárið af eða eitthvað. Nei, nei það er ekkert hægt að gera nema lifa með þessu og það hefur minn gert síðan. En oft pirrast hann útí þennan sveip. Flestir klipparar fá svona vægt áfall þegar þeir sjá sveipinn og það er búið að reyna ýmislegt, klippa hann alveg niður, hafa hann síðan og allt þar á milli. Mér finnst hann nú bara flottur.
En elsku drengurinn minn er að fara að keppa á sundmóti í dag svo það verður lítið um partýhald í bili. Vonandi gengur honum vel svona í tilefni dagsins.
Pabbinn fékk alveg sjokk yfir sveipnum og fór til klipparans síns og spurði hvort það væri eitthvað hægt að gera til að losna við svona sveipi, raka hárið af eða eitthvað. Nei, nei það er ekkert hægt að gera nema lifa með þessu og það hefur minn gert síðan. En oft pirrast hann útí þennan sveip. Flestir klipparar fá svona vægt áfall þegar þeir sjá sveipinn og það er búið að reyna ýmislegt, klippa hann alveg niður, hafa hann síðan og allt þar á milli. Mér finnst hann nú bara flottur.
En elsku drengurinn minn er að fara að keppa á sundmóti í dag svo það verður lítið um partýhald í bili. Vonandi gengur honum vel svona í tilefni dagsins.
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Er ég karlmaður?
Já svolítið skrítin fyrirsögn, en ég tók að gamni mínu þátt í könnun á netinu sem átti að sýna hvort kynið maður er. Eða þannig. Ég svaraði fullt af spurningum og að lokum kom svarið, ég svaraði eins og meðalkarlmaður!!
OK, ég starfa í karlastétt en come on, ég er líka fyrir karlmenn þ.e. gagnkynhneigð eins og 90% allra kvenna, ég á börn og elda ágætis mat. Ég tel mig líka vera frekar svona næma þ.e. hafa svolitla tilfinningu fyrir því hvernig öðrum líður en samt, fæ ég svörun eins og karlmaður. Ef svörin eru skoðuð frekar þá er ég svolítið næm fyrir tilfinningum annarra en ég er líka svolítil system kona, þ.e. set hlutina í samhengi og það þarf að vera einhver regla á hlutunum. Það gerir mig að meiri karlmanni.
Jæja, það er ekkert að marka svona kannanir á netinu er það nokkuð?
OK, ég starfa í karlastétt en come on, ég er líka fyrir karlmenn þ.e. gagnkynhneigð eins og 90% allra kvenna, ég á börn og elda ágætis mat. Ég tel mig líka vera frekar svona næma þ.e. hafa svolitla tilfinningu fyrir því hvernig öðrum líður en samt, fæ ég svörun eins og karlmaður. Ef svörin eru skoðuð frekar þá er ég svolítið næm fyrir tilfinningum annarra en ég er líka svolítil system kona, þ.e. set hlutina í samhengi og það þarf að vera einhver regla á hlutunum. Það gerir mig að meiri karlmanni.
Jæja, það er ekkert að marka svona kannanir á netinu er það nokkuð?
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Spákonur
Ég var víst búin að lofa ykkur að láta vita þegar ég væri búin að hitta spákonu. En núna er það ekki bara ein heldur tvær. Já, já, ég fékk nafn hjá einni og hringdi, fékk bara tíma daginn eftir ekki málið. Það var gaman að koma til hennar og hún sagði ýmislegt sem ég ætla nú ekki að fara nánar útí hér. En 2 vikum seinna hringdi þessi sem ég sagði ykkur frá, þessi með bréfið OK ég sló til.
Þær voru nú ekki alveg sammála um allt en ótrúlega margt. Þær lýstu mér og mínu lífi afskaplega rétt og lýstu börnunum mínum líka.
En allavega mér var sagt að árið 2007 yrði svo mörgum sinnum betra en árið 2006 svo nú er bara að trúa því.
....ég sé blátt hjól.....
Þær voru nú ekki alveg sammála um allt en ótrúlega margt. Þær lýstu mér og mínu lífi afskaplega rétt og lýstu börnunum mínum líka.
En allavega mér var sagt að árið 2007 yrði svo mörgum sinnum betra en árið 2006 svo nú er bara að trúa því.
....ég sé blátt hjól.....
Vigtin maður!!
Jæja
Fór í vigtun. "Dísus mar". Maður er næstum búin að bæta á sig þessum kílóum sem fuku af fyrstu mánuðina í fyrra. Ég sem var svo agalega stolt í byrjun des. Ég hafði ekki bætt á mig nema 500g þessa mánuði síðan ég hætti í átakinu. Jæja, nú skal sko taka á því, þau voru orðin 3 áðan þegar ég fór í vigtunina.
Nú skal bara skrifuð matardagbók og allt gert rétt!! Ég er reyndar strax búin að svindla í dag svo ekki fær þessi dagur stjörnu í kladdann. En á morgun segir sá lati!! Þetta þýðir ekkert lengur bara drífa sig koma svo!!
Áfram Ísland en í dag spila þeir mikinn tímamótaleik gegn Dönum. Við skulum sko sýna Dönunum í tvo heimana og hverjir eru flottastir!! Við mölum þá bæði á vellinum og í fjármálaheiminum ;-)
Jess
Fór í vigtun. "Dísus mar". Maður er næstum búin að bæta á sig þessum kílóum sem fuku af fyrstu mánuðina í fyrra. Ég sem var svo agalega stolt í byrjun des. Ég hafði ekki bætt á mig nema 500g þessa mánuði síðan ég hætti í átakinu. Jæja, nú skal sko taka á því, þau voru orðin 3 áðan þegar ég fór í vigtunina.
Nú skal bara skrifuð matardagbók og allt gert rétt!! Ég er reyndar strax búin að svindla í dag svo ekki fær þessi dagur stjörnu í kladdann. En á morgun segir sá lati!! Þetta þýðir ekkert lengur bara drífa sig koma svo!!
Áfram Ísland en í dag spila þeir mikinn tímamótaleik gegn Dönum. Við skulum sko sýna Dönunum í tvo heimana og hverjir eru flottastir!! Við mölum þá bæði á vellinum og í fjármálaheiminum ;-)
Jess
mánudagur, janúar 29, 2007
Lagt á hilluna
Jæja
Þetta hafa svo sem ekki verið viðburðalitlar vikur þessar upphafsvikur ársins en svona er víst lífið. Ég hef ekki skrifað mikið enda mikið í gangi þessa dagana. Ég er búin að vera rosa reið en er nú að jafna mig.
Ég er líka búin að taka ákvörðun. Gamli kallinn minn verður lagður á hilluna. Það er ótrúlegt hvað manni líður miklu betur þegar maður er búinn að taka svona ákvörðun. Ég þekki ekki þennan mann lengur og vil eiginlega ekki þekkja hann eins og hann er núna þannig að hann er bara farinn, hann fær að vera í hillunni þangað til það fellur á hann ryk en þá nenni ég ekki að þurrka af honum heldur set hann inn í geymslu þar til ég tek til þar og fer með allt draslið í Sorpu.
Ég er líka búin að sjá að með þessu er missirinn allur hans. Hann situr uppi með einhverja konu sem hann veit ekki hvort hann vill eða ekki, allavega er hann búinn að missa af mér sem er af flestum talin mun betri kvenkostur á allan hátt. En ég, ég er bara laus! Hann er líka að missa af unglingunum, unglingar eru þannig að maður hittir þá í mýflugumynd rétt á meðan þeir fá sér eitthvað að borða eða koma heim til að fara að sofa og ef maður býr ekki með þeim og hittir þá þessar mínútur þá hittir maður þá bara ekki neitt!! Það er ekkert sem heitir virkar "pabbahelgar" með unglingum.
Ég skil eiginlega ekki afhverju hann reynir ekki að nálgast þau meira, hann hringir í þau annað slagið og búið. Þau gista hjá honum einstaka nótt en annars ekkert. Hann gæti gert milljón hluti með þeim, tekið þau á virkum dögum bara til að spjalla svona þegar þau eru ekki upptekin í öðru, hann gæti platað þau í bíó ofl. ofl. En það gerist bara ekkert hann er svo upptekinn í því að finna sjálfan sig að hann gleymir því að einu sinni bar hann ábyrgð á heimili og börnum!!
Ég held að hann sé bara á "gelgjunni". Samkvæmt tengdó þá fór hann aldrei á gelgjuna svo það er nú ekki seinna vænna svona á fimmtugsaldrinum. Ég get líka fengið létt í taugarnar þegar hann hringir og er svo þreyttur eftir vinnudaginn og að hugsa um sjálfan sig að hann ætlaði bara í sundlaugarnar og pottinn að slappa af. Ég leit á klukkuna hún var rúmlega níu að kveldi til og ég leit svona létt yfir eldhúsið þar sem maturinn var enn á eldhúsborðinu því elsti unglingurinn var ekki kominn heim af æfingu, það var heill bali af þvotti sem átti eftir að brjóta saman, það átti eftir að setja í a.m.k. eina þvottavél, taka úr vélinni, setja í þurrkarann og hengja upp. Ekki nóg með þetta heldur var litla skottið ekki enn komið í náttföt og sat á gólfinu og fullyrti að hún væri bara ekkert "freitt".
Svo hann er bara á hillunni, það er strax farið að falla á hann ryk, á ég ekki bara að fara með hann beint í Sorpu??
Þetta hafa svo sem ekki verið viðburðalitlar vikur þessar upphafsvikur ársins en svona er víst lífið. Ég hef ekki skrifað mikið enda mikið í gangi þessa dagana. Ég er búin að vera rosa reið en er nú að jafna mig.
Ég er líka búin að taka ákvörðun. Gamli kallinn minn verður lagður á hilluna. Það er ótrúlegt hvað manni líður miklu betur þegar maður er búinn að taka svona ákvörðun. Ég þekki ekki þennan mann lengur og vil eiginlega ekki þekkja hann eins og hann er núna þannig að hann er bara farinn, hann fær að vera í hillunni þangað til það fellur á hann ryk en þá nenni ég ekki að þurrka af honum heldur set hann inn í geymslu þar til ég tek til þar og fer með allt draslið í Sorpu.
Ég er líka búin að sjá að með þessu er missirinn allur hans. Hann situr uppi með einhverja konu sem hann veit ekki hvort hann vill eða ekki, allavega er hann búinn að missa af mér sem er af flestum talin mun betri kvenkostur á allan hátt. En ég, ég er bara laus! Hann er líka að missa af unglingunum, unglingar eru þannig að maður hittir þá í mýflugumynd rétt á meðan þeir fá sér eitthvað að borða eða koma heim til að fara að sofa og ef maður býr ekki með þeim og hittir þá þessar mínútur þá hittir maður þá bara ekki neitt!! Það er ekkert sem heitir virkar "pabbahelgar" með unglingum.
Ég skil eiginlega ekki afhverju hann reynir ekki að nálgast þau meira, hann hringir í þau annað slagið og búið. Þau gista hjá honum einstaka nótt en annars ekkert. Hann gæti gert milljón hluti með þeim, tekið þau á virkum dögum bara til að spjalla svona þegar þau eru ekki upptekin í öðru, hann gæti platað þau í bíó ofl. ofl. En það gerist bara ekkert hann er svo upptekinn í því að finna sjálfan sig að hann gleymir því að einu sinni bar hann ábyrgð á heimili og börnum!!
Ég held að hann sé bara á "gelgjunni". Samkvæmt tengdó þá fór hann aldrei á gelgjuna svo það er nú ekki seinna vænna svona á fimmtugsaldrinum. Ég get líka fengið létt í taugarnar þegar hann hringir og er svo þreyttur eftir vinnudaginn og að hugsa um sjálfan sig að hann ætlaði bara í sundlaugarnar og pottinn að slappa af. Ég leit á klukkuna hún var rúmlega níu að kveldi til og ég leit svona létt yfir eldhúsið þar sem maturinn var enn á eldhúsborðinu því elsti unglingurinn var ekki kominn heim af æfingu, það var heill bali af þvotti sem átti eftir að brjóta saman, það átti eftir að setja í a.m.k. eina þvottavél, taka úr vélinni, setja í þurrkarann og hengja upp. Ekki nóg með þetta heldur var litla skottið ekki enn komið í náttföt og sat á gólfinu og fullyrti að hún væri bara ekkert "freitt".
Svo hann er bara á hillunni, það er strax farið að falla á hann ryk, á ég ekki bara að fara með hann beint í Sorpu??
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Fimleikar
Já, þið lásuð rétt. Fimleikar. Ég æfði fimleika í nokkur ár sem barn og unglingur og þótti gaman að, en svo gerðist það sem gerist svo oft, sérstaklega með stúlkur, að ég fór í smá uppreisn. Ég æfði fimleika á þessum tíma 5 sinnum í viku og svo var ég líka í skátunum og þetta tók auðvitað mikinn tíma svo mikinn að ég hafði ekki tíma til að vera unglingur, þannig að ég hætti öllu!!
Þetta var veturinn eftir fermingu, mjög erfiður aldur, ég var reyndar búin að sjá það að ég yrði aldrei neinn meistari í fimleikunum en ég var vel "slarkfær" svo ég hætti. Ég hætti bara alveg, fullt af stelpum hætti á þessum aldri en nýtti sér þann vöðvamassa og þá þjálfun sem þær höfðu fengið og fóru í frjálsar eða skíði, en ég hætti.
Ég var reyndar í stuttu fríi í skátunum bara svona einn vetur eða svo og ég tel mig enn vera skáta! Einu sinni skáti ávallt skáti.
En hugmyndin að þessum pistli voru nú fimleikar, ég er nefnilega byrjuð aftur í fimleikunum!! Já, já mætti í Gerplu í svona fullorðinstíma með fullt af konum og köllum á öllum aldri, ég er nú kannski í eldri kantinum. En eftir fyrsta tímann var ég farin að fara í heljarstökk af trampolíni og í flikk flakk með aðstoð!! Geri aðrir betur.
Ég var svo ánægð með mig þegar ég gekk titrandi út úr tímanum sem stóð í 2 klst. fyrst var klukkustunda upphitun og þrek svo var farið á trampolínið og leikið sér aðeins en svo var aftur þrek og teygjur í 20 mínútur. Ég lá bara í gólfinu á eftir en gekk út með bros á vör. Ég vildi að svona eitthvað hefði verið þegar ég var rúmlega tvítug, ég væri örugglega enn í fimleikunum. Þetta er pínu erfitt svona 20 kílóum og 27 árum seinna!!
Jess!!
Þetta var veturinn eftir fermingu, mjög erfiður aldur, ég var reyndar búin að sjá það að ég yrði aldrei neinn meistari í fimleikunum en ég var vel "slarkfær" svo ég hætti. Ég hætti bara alveg, fullt af stelpum hætti á þessum aldri en nýtti sér þann vöðvamassa og þá þjálfun sem þær höfðu fengið og fóru í frjálsar eða skíði, en ég hætti.
Ég var reyndar í stuttu fríi í skátunum bara svona einn vetur eða svo og ég tel mig enn vera skáta! Einu sinni skáti ávallt skáti.
En hugmyndin að þessum pistli voru nú fimleikar, ég er nefnilega byrjuð aftur í fimleikunum!! Já, já mætti í Gerplu í svona fullorðinstíma með fullt af konum og köllum á öllum aldri, ég er nú kannski í eldri kantinum. En eftir fyrsta tímann var ég farin að fara í heljarstökk af trampolíni og í flikk flakk með aðstoð!! Geri aðrir betur.
Ég var svo ánægð með mig þegar ég gekk titrandi út úr tímanum sem stóð í 2 klst. fyrst var klukkustunda upphitun og þrek svo var farið á trampolínið og leikið sér aðeins en svo var aftur þrek og teygjur í 20 mínútur. Ég lá bara í gólfinu á eftir en gekk út með bros á vör. Ég vildi að svona eitthvað hefði verið þegar ég var rúmlega tvítug, ég væri örugglega enn í fimleikunum. Þetta er pínu erfitt svona 20 kílóum og 27 árum seinna!!
Jess!!
mánudagur, janúar 08, 2007
Spámiðlar oþh.
Jæja
Ég er farin að halda að ég sé ekki alveg í lagi.
Málið er að þrátt fyrir raunvísindamenntun mína og þá staðreynd að lífstala mín er 9 og ég er steingeit finnst mér samt gaman af því að spá í svona "spiritual" hluti.
Ég hef reyndar farið að ég held aðeins 4 sinnum til spákonu á æfinni semsagt svona ca á 5 ára fresti síðan ég varð fullorðin. Núna þegar allar þessar sviptingar hafa orðið á mínu lífi hef ég ætlað mér að fara til spákonu eða karls allt síðasta ár. Ég tók mig til og hringdi í sálarrannsóknarfélag hér í bæ og ætlaði að panta tíma hjá einhverjum góðum. Talaði þar við aðila sem mælti með ákveðinni konu sem byggi útá landi en kæmi reglulega í bæinn og tæki þá fólk í tíma. Mér leist vel á það og mér var lofað að ég yrði látin vita næst þegar hún kæmi í bæinn, tekið var niður nafn og símanúmer og ég beið og ég beið. Eftir nokkra mánuði hringdi ég aftur og enn svaraði sami aðili og sagði að jú hún hefði nú komið en það hefði sennilega gleymst að hringja í mig og enn var tekið niður nafn og símanúmer. Ég beið, reyndar ekki jafnlengi í þetta sinn en hringdi þá aftur og þá var mér sagt að hringja seinna og svo aftur seinna. Ég gafst eiginlega upp þegar 8 mánuðir voru liðnir!
Jæja í síðustu viku var mér svo bent á mjög góða konu en málið með hana væri að maður yrði að setja nafn og símanúmer á blað og stinga inn um lúguna hjá konunni og hún myndi svo hafa samband. OK ég gerði það í síðustu viku og konan hefur ekki enn haft samband! Aðilinn sem lét mig hafa heimilsfang og nafn þessarar konu segir að hún viti ekki um neinn sem hún hefði ekki hringt í!!
OK. Ég er örugglega í svo miklu messi að þetta lið þarna sem er komið yfir móðuna miklu er búið að gefast uppá mér og nennir ekki að tala við mig.
Jæja læt vita þegar einhver vill tala við mig!!
Ég er farin að halda að ég sé ekki alveg í lagi.
Málið er að þrátt fyrir raunvísindamenntun mína og þá staðreynd að lífstala mín er 9 og ég er steingeit finnst mér samt gaman af því að spá í svona "spiritual" hluti.
Ég hef reyndar farið að ég held aðeins 4 sinnum til spákonu á æfinni semsagt svona ca á 5 ára fresti síðan ég varð fullorðin. Núna þegar allar þessar sviptingar hafa orðið á mínu lífi hef ég ætlað mér að fara til spákonu eða karls allt síðasta ár. Ég tók mig til og hringdi í sálarrannsóknarfélag hér í bæ og ætlaði að panta tíma hjá einhverjum góðum. Talaði þar við aðila sem mælti með ákveðinni konu sem byggi útá landi en kæmi reglulega í bæinn og tæki þá fólk í tíma. Mér leist vel á það og mér var lofað að ég yrði látin vita næst þegar hún kæmi í bæinn, tekið var niður nafn og símanúmer og ég beið og ég beið. Eftir nokkra mánuði hringdi ég aftur og enn svaraði sami aðili og sagði að jú hún hefði nú komið en það hefði sennilega gleymst að hringja í mig og enn var tekið niður nafn og símanúmer. Ég beið, reyndar ekki jafnlengi í þetta sinn en hringdi þá aftur og þá var mér sagt að hringja seinna og svo aftur seinna. Ég gafst eiginlega upp þegar 8 mánuðir voru liðnir!
Jæja í síðustu viku var mér svo bent á mjög góða konu en málið með hana væri að maður yrði að setja nafn og símanúmer á blað og stinga inn um lúguna hjá konunni og hún myndi svo hafa samband. OK ég gerði það í síðustu viku og konan hefur ekki enn haft samband! Aðilinn sem lét mig hafa heimilsfang og nafn þessarar konu segir að hún viti ekki um neinn sem hún hefði ekki hringt í!!
OK. Ég er örugglega í svo miklu messi að þetta lið þarna sem er komið yfir móðuna miklu er búið að gefast uppá mér og nennir ekki að tala við mig.
Jæja læt vita þegar einhver vill tala við mig!!
miðvikudagur, janúar 03, 2007
Nýtt ár
Fann þetta ljóð á einhverri bloggsíðu fyrir löngu síðan ákvað að setja þetta inn hérna, ég held að þetta lýsi því nokkuð vel hvernig ég hef það hérna á nýju ári.
If you see me walking with someone else, it's not because I want to,
it's because you weren’t brave enough to walk beside me.
If you see me smile, it's not because I forgot you,
it's because I got tired of crying over you.
If you see me living again, it's not because I've moved on,
it's because I hate the fact that you can live without me.
So if I fall in love with someone else, it's not because I wanted to,
it's because you weren’t there to catch me.
Gleðilegt ár.
If you see me walking with someone else, it's not because I want to,
it's because you weren’t brave enough to walk beside me.
If you see me smile, it's not because I forgot you,
it's because I got tired of crying over you.
If you see me living again, it's not because I've moved on,
it's because I hate the fact that you can live without me.
So if I fall in love with someone else, it's not because I wanted to,
it's because you weren’t there to catch me.
Gleðilegt ár.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)